Eining - 01.11.1960, Side 3

Eining - 01.11.1960, Side 3
EINING 3 > - Islenzkir ungtemplarar Ritstjórn blaSsíðunnar: Guðmundur Þórarinsson og Einar Hannesson. i appklawpic) tií óu^urpóíó ómó Kapphlaup stórveldanna er nú ekki framar aðeins til póla jarðarinnar, heldur geimfarir til fjarlægra hnatta. En allt þetta kapphlaup minnir á löngu liðinn atburð. Á nýliðnu sumri voru 50 ár frá því kapphlaupið um Suðurpólinn hófst fyrir alvöru. Tveir leiðangrar lögðu upp í þá för, annar undir forustu Englendingsins Roberts Scott, en hinn Norðmannsins, Roalds Amundsen. Annar leiðangurinn hvarf heim sigur- sæll, en heimför hins varð átakanleg harmsaga. Réði þar mestu um útbún- aður og undirbúningur. Þegar Scott kom til Suðurpjólsins, hafði Amundsen þegar komið þar fyrir fána Noregs. Engin sigurgleði var því samfara heimför Scotts, en dauðinn slóst þar með í för. Leiðangur Amundsens lagði af stað frá Noregi 9. ágúst 1910 og var heitið til Norðurpólsins. Scott lagði af stað um svipað leyti, en svo gerðist hið furðulega, að þegar hann er að leggja úr höfn í Ástralíu, fær hann skeyti frá Amundsen, sem þá er á eynni Mad- eira og fær þá allur heimurinn að vita, að hann er á leið til Suðurpóls- ins. Þar með er kapphlaupið hafið. Nítjánda október 1911 hófst hin mikla sleðaför Amundsens og félaga hans til Suðurpólsins. Lagt var upp frá bækistöð leiðangursins, sem var i Hvalbuktinni við Rosshöfða. Hún var í 800 km fjarlægð frá bækistöð Scotts við Murdasundið við Rosshafið. Fjórtánda desember þetta sama ár náði Amundsen markinu og heimför hans heppnaðist vel, en Scott og allir hans menn létu lífið á Suðurskauts- landinu, eftir tveggja mánaða baráttu frá því er þeir yfirgáfu Suðurpólinn, og áttu þá eftir stuttan veg til bæki- stöðvarinnar við Rosshafið. Voru það átakanleg örlög. Valið lið var í báðum hópunum, hraustir menn og vel þjálfaðir, en vafalaust gerði útbúnaðurinn gæfu- muninn. Scott reiddi sig á dráttar- hesta í sleðaförinni, en Amundsen hafði grænlenzka hunda. Þeir reyndust frábærlega vel. Á æskuárum eru allir menn að búa sig undir förina miklu — æviskeiðið. Þar, eins og í pólarförinni, gerir gæfu- muninn hversu vel er til undirbúnings- ins vandað, og hverju helzt er treyst. Myndin sýnir þegar Scott og félagar hans fundu tjöld Norðmanna á Suðurpólnim. Föndurnámskeið Fjórða starfsár tómstundaheimilis ung- templara hófst 17. október s.l. Efnt var eins og áður til námskeiðs í föndri og munu flokkar starfa i 8 vikur fyrir áramót. I Hafnarfirði liófst tómstundastarfi'S um sama leyti. Nú standa þrír aðilar að starf- seminni, þ.e. ÆskulýSsráS HafnarfjarSar, sem var stofnaS í sumar, áfengisvamarnefnd- in og templarar, en tómstundaheimili templara mun eins og áSur sjá um framkvæmd fönd- urnámskei'Sanna. Tvö ár eru liSin frá því aS templarar hófu tómstundastarf me'ð nám- skeiSssniSi í HafnarfirSi. Þegar við œtluðum að fara að setja saman skýringu með þessari mynd, datt okkur í liug setningar úr himi ágœta erindi „Vísitölukerfi vínguSsins". sem Baldur Johnsen, læknir flutti í útvarpið í desember 1959. Samband bindindisfélaga í skólum hefur látið prenta erindið og er það vel. I erindi sínu segir Baldur lœknir m.a.: „Foreldrar, sem cetla að vera leiðbeinendur barna sinna, verða þá líka að vera þeim fyrirmynd. Unglingar eru fljótir að gera sér grein fyrir ósamrœmi í orðum og athöfnum þeirra futlorðnu. Það er talað um spillingu œskunnar, en heett er við, að ekki lítill hluti af sökinni sé einmitl hjá þeim roslcnu og ráðsettu. Tímarnir liafa breytzt. Nú er ekki hœgt að œtiust til að önnur siðferðislögmál gildi fyrir vinnufólkið og börnin en liúsbœndurna“.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.