Eining - 01.11.1960, Síða 4
4
EINING
Eufemía Waage.
Tíminn líður. „Óðfluga berst hann
áfram straumur tímans, og vér fáum
engu um ráðið frekar en strá í stormi.
Þótt vér bæðum gleðistund að
staldra við ofurlítið lengur eða sorg-
ina að hraða sér hjá, þá stoðaði það
ekki minnstu vitund. Nauðugir viljugir
verðum vér að beygja oss fyrir tím-
ans mikla valdi, gamlir, ungir, glaðir,
hryggir. Áfram, áfram líður (tíminn)
endalaust". (Ásm. Guðm.s., bisk.: Frá
heimi fagnaðarerindisins, bls. 17).
Þetta sönnum vér menn á hverju ári,
dag frá degi alia okkar ævi. Sífellt
hverfa einhverjir félagar okkar burtu,
hverfa inn á bak við tjaldið, sem skil-
ur að leik- og starfsvelli þessa jarð-
lífs og „heima sálarinnar“.
Á 'jiðnu sumri, hafa tvær systur okk-
ar stofnfélagar Framtíðarinnar, verið
kallaðar yfir „móðuna miklu“, verið
kallaðar á fund horfinna ástvina sinna
og félaga, til þess „meira’ að starfa
Guðs um geim“. — Við minnumst
þeirra og þökkum þeim störfin hér, og
er þá næst okkur að þakka þeim störf-
in fyrir okkar göfugu hugsjónamál
„algert bindindi á áfenga drykki og
bræðralag allra manna“. Við trúum
því og treystum að guðdómlega al-
heimsaflið hafi hitt þær „í englanna’
og ljóssins ríki“ „í sælu þeim sjálfum
hjá“, og að þar fái þær, „uppskorið
laun trúfesti sinnar“ því þær sáðu hér
vel og lengi góðu sæði, hvor í sínum
verkahring og hvor með sínu lagi, ó-
líkar á flestan hátt annan en þann að
vera „trúar allt til dauðans“ æskuheiti
sínu og hugsjón.
(Av. Myndiruar af þeim eru teknar út úr
bópmynd af þálifandi stofnfélögum st. Fram-
tíöarinnar nr. 173, er tekin var í febrúar 1943
í tilefni af 25 ára afmæli stúkunnar).
Eufemía Waage
F. 6. jan. 1881 — D. 2. júní 1960
Hún var dóttir Indriða Einarssonar,
skálds, fyrsta ísl. hagfræðingsins (og
einn af stofnendum Stórstúku fslands
af I.O.G.T., 24. júní 1886) og konu
f
Frö EUFEMÍA WAAGE
og
GUÐRÚN A. JÓNSDÓTTIR
GuSrún St. Jónsdóttir.
hans: Mörthu Maríu Pétursdóttur
(Guðjóhnsen), elzt barna þeirra. Hún
hét móðurnafni föður sins og skrif-
aði hann það: Euphemía. — Mjög
var kært með þeim feðgunum og
mun hún jafnan hafa fylgt föður sín-
um er hann fluttist milli stúkna. Það
átti sér stað nokkrum sinnum og jafn-
an af því að Indriði sá að starfs hans
var meiri þörf málefnisins vegna í
annarri stúku. Ósamlyndi við starfsfé-
laga mun þar aldrei hafa ráðið, því
ljúfari félagsbróðui' mun varla geta,
þótt vel héldi hann á sinni skoðun.
Og Eufemía var föður sínum lík í því
sem mörgu öðru.
Þess skal hér sérstaldega getið að
frú Eufemía mun hafa verið kölluð
burt héðan síðust þeirra, er sátu
stofnfund Unglingareglunnar á íslandi
þegar Barnastúkan Æskan nr. 1 var
stofnuð 2. sunnudag eftir páska 9.
maí 1886. Hún var þá aðeins 4 mán-
uði á 6. ári og því of ung til að gerast
reglulegur stofnfélagi Æskunnar. En
hún var með eldri telpu, sem gætti
hennar, og sú gerðist stofnfélagi og
var félagi Æskunnar til dauðadags
(að því er ég hef spurt) og þá gömul
kona. Þessari telpu mun litla Eufemía
hafa fylgt á fundi og síðan gerst
reglulegur félagi þegar hún hafði náð
lágmarksaldri til þess. Og það var hún
svo áfram þar til lífsannirnar drógu
hana þar út úr starfi.
Árið 1896, þá 15 ára, gerðist hún
félagi í stúkunni Verðandi, nr. 9, sem
er elzta stúkan hér í Reykjavík, stofn-
uð 3. júlí 1885; en þar voru foreldrar
hennar félagar. Löngu seinna fylgdist
hún svo með föður sínum í stúkuna
Bifröst, nr. 43. Og 11. febr. 1918 gerð-
ust þau svo stofnfélagar stúk. Fram-
tíðarinnar, þegar Bifröst og Hlín nr.
33 runnu saman. Síðar vai-ð Indriði
fyrsti heiðursfélagi Framtíðarinnar,
en frú Eufemía var í hópi þeirra 12
stofnfélaga stúkunnar, sem kosnir
voru heiðursfélagar hennar í tilefni af
25 ára afmæli stúkunnar 1943. —
Stórstúkustig tók frú Eufemía 18 ára
gömul 6. júní 1899.
Hún giftist ung — 9. sept. 1902 —
Jens Waage, síðast bankastjóra, sem
hún varð á bak að sjá eftir langvar-
andi veikindi hans 10. sep. 1938. Bæði
voru þau hjón góðir og kunnir leik-
arar á sínum tíma og hann leikstjóri
um langt skeið, og tryggir templarar
til æviloka. — Þau eignuðust 8 börn;
misstu 5 þeirra ung (það þriðja í röð-
inni í húsbruna, nærri 16 ára), en
aðeins 1, elzta barnið: Indriði leikari
Waage, lifir sína góðu móður.
Guiðt'ún St. Jónsdóttir
F. 6. jan. 1878. — D. 9. sept. 1960
Foreldrar hennar voru hjónin Jón
Bjarnason, verzlunarmaður, fyrr í
Hafnarfirði en síðast deildarstjóri í
Verzl. Edinborg í Reykjavík, og Helga
Árnadóttir, sem kunn var fyrir störf
sín í Templarareglunni um árabil og
hvað eftir annað gæzlumaður bæði í
Æskunni, nr, 1, og Svövu nr. 23. —
(Elztur barna þeirra og bróðir Guð-
rúnar var Árni timburkaupmaður hér
í Reykjavík).
Guðrún hefur vafalaust gerzt ung-
templar sem barn undir handleiðslu
móður sinnar, og í stúku fulorðinna
gekk hún 1893, 15 ára. Nálægt alda-
mótunum gekk hún í stúkuna Hlín nr.
33 (stofn. 27. jan. 1897) og sem trúr
félagi hennar varð hún meðal stofn-
enda Framtíðarinnar, 11. febr. 1918.
— Stórstúkustig tók hún 6. júní 1905.
Guðrún St. var ógift og barnlaus.
Hún vann lengst af sem verzlunar-
stúlka, síðast lengi í Thorvaldsensbaz-
arnum. Hún var hlédræg og bar því
lítið á henni út á við, en góður félags-
starfsmaður og traust. Nokkuð
snemma fór hún að missa heyrn;
varð það til þess að hún hætti að sækja
fundi í stúkunni okkar. En hugsjón
móður sinnar og okkar templara var
hún trú framúr. Síðast bjó hún hjá