Eining - 01.11.1960, Side 5

Eining - 01.11.1960, Side 5
EINING 5 Jón Gunnlaugsson, stjórnarrdðsfulltrúi sjötugur Jón Gunnlaugsson er maður, sem ekki eyðir kröftum sínum í fum og flaustursverk, og einhvern veginn tókst honum að láta vera fremur hljótt um þetta merkisafmæli sitt, en vinir hans og kunningjar geta ekki unað algerri þögn um hann á þessum tíma- mótum ævi hans, og allra sízt þetta blað. Jón fæddist og ólst upp á Kiðjabergi í Grímsnesi, þessu fyrirmyndar heim- ili foreldrar hans, en þau voru Gunn- laugur Þorsteinsson, sýslumanns og Soffía Skúladóttir, prófasts að Breiða- bólstað í Fljótshlíð. Hún var því syst- ir séra Skúla á Stórahrauni við Eyrar- bakka og þeirra systkina. — Á Kiðja- bergi var myndarbú, oft 300 fjár og um tugur gripa í fjósi. Bærinn er fal- lega í sveit settur. Þar er fögur út- sýn yfir gróðursælar og víðáttumiklar byggðir og til fjalla og jökla. Valgerði systur sinni á Grettisgötu 11, — ekkju Jens heitins Eyjólfssonar húsasmíðameistara. Þegar litið er yfir daga- og ára- tölur í ævi þessara tveggja horfnu stúkusystra, þær sem ég hef náð í og skráð hér á undan, vekur þetta at- hygli: Þær eru báðar fæddar 6. jan- úar, þær gerast báðar félagar í undir- stúku 15 ára gamlar og þær taka báð- ar stórstúkustigið 6. júní. Svo eru þær kallaðar héðan sama árið með rúmlega 3 mánaða millibili og Guðrún á 58. brúðkaupsafmælisdegi Eufemíu. „Þar sem góðir menn ganga, þar eru Guðs vegir“, skrifaði norska stórskáld- ið Björnstj. Björnsson, og slíkir menn láta aðeins góðar minningar eftir sig. Við minningarnar um þessar ágætu reglusystur megum við vermast félag- ar þeirra svo og eftirlifandi ástvinir þeirra, þar til okkar kall kemur, og vera ánægð þar sem við megum „eiga nafn og fagra mynd“. Guð blessi okkur öllum til eftir- breytni minningu þessara Reglusystra, sem reyndust „trúar allt til dauða“ göfugum hugsjónum, er þær bundust á fyrstu æskuárum. 4. október 1960. St. Bj. Eins og margir aðrir gerfilegir sveitapiltar leitaði Jón til mennta- stofnana þjóðarinnar, og eftir nokkra dvöl í Menntaskóla Reykjavíkur, stundaði hann tveggja vetra nám í Danmörku, veturinn 1910 og 1911 í Askov lýðháskóla og næsta vetur í Lade- lund-búnaðarskóla. Eftir heimkomuna var hann þrjú ár við barnakennslu, stundaði svo búskap nokkur ár, síðast í Skálholti, en gerðist svo starfsmaður Jón Gunnlaugsson. í stjórnarráðinu í maí 1920 og hefur haldið því starfi síðan til sjötugsald- urs, ýmist í dómsmála- eða atvinnu- málaráðuneytinu, og var um skeið deildarstjóri, og lengst af hefur hann verið útgefandi Stjórnartíðinda, en það mun þurfa allmikið sálarþrek og þolgæði til þess að annast um þær bókmenntir. Góðtemplari gerðist Jón 8. apríl 1935. Segir hann að hugsjón góðtempl- arareglunnar hafi þá þegar orðið sér slíkt áhugamál, að hann hafi afráðið að helga henni einni, í félagsmálum, krafta sína. Hann hafi oft verið fal- aður í aðrar reglur, en aldrei fundið hjá sér neina hvöt til að skipta kröft- um sínum í þeim efnum. Jón Gunnlaugsson var fyrsti og helzti hvatamaður þess, að 11. febrúar 1938, á afmælisdegi stúku hans, Fram- tíðarinnar, keyptu nokkrir templarar húseignina Fríkirkjuvegur 11, sem nú kallast Templarahöllin. Þá var smátt um peninga og reglan ekki þess megn- ug að geta komið sér upp nýju og nægjanlegu húsi. Þessi húsakaup voru Jóni og félögum hans mikið hugsjóna- mál, en það olli nokkrum misskilningi meðal templara í Reykjavík. Nokkru síðar viðhöfðu kaupendur hússins það drengskaparbragð, að bjóða góðtempl- arareglunni húsið til kaups á sama verði og þeir höfðu keypt það, en þá var það stigið allverulega í verði og átti eftir að verða enn verðmætari eign. Það er því Jóni og þessum félög- um hans að þakka, að húsið er nú eign góðtemplararegíunnar. Þá keypti Jón Gunnlaugsson einnig Kumbaravog við Stokkseyri fyrir 22 þús. kr. Gaf svo Umdæmisstúkunni nr. 1 kost á að ganga inn í kaupin og því boði tók hún. Húsið var svo endur- byggt og leigt samtökum innan regl- unnar, sem höfðu þar drykkjumanna- hæli um árabil, unz það var flutt að Kaldaðarnesi og komst þá undir ann- arra yfirráð og lognaðist útaf. Kumb- aravogur var þá leigður Reykjavíkur- bæ sem barnaheimili um nokkurra ára- bil. Árið 1941 var stofnuð samvinnu- nefnd bindindismanna. Skyldi nefnd þessi gera tilraun með útgáfu blaðs, m.a. og þannig varð blaðið Einingin til. í nefndinni voru fulltrúar frá nokkrum stærstu félagasamböndum landsins. Hún starfaði um 10 ára skeið, og þar áttum við Jón gott sam- starf. Nefndin kom upp fyrstu bind- indissýningunni í Reykjavík, Gísli Sig- urbjörnsson, forstjóri var þá fyrsti hvatamaður þess, hann var þá einn af nefndarmönnum. Sýning þessi fór svo víðar um land. Einnig gaf nefnd- in út nokkur rit og bæklinga, og Daga- tal bindindismanna nokkur ár. Lands- sambandið gegn áfengisbölinu varð svo raunverulegur arftaki þessarar nefndar. Á 70 ára afmælinu var Jón Gunn- laugsson sæmdur riddarakrossi Fálka- orðunnar, og er hann vel að þeim heiðri kominn. Þá er framkvæmda- nefnd Stórstúku íslands, framkv.n. Umdæmisstúkunnar nr. 1 og stjórn barnaheimilisins að Skálatúni í Mos- fellssveit, að láta gera málverk af Jóni, en það á að prýða Skálatúns- heimilið. Stofnun þessa barnaheimilis og gengi þess er fyrst og fremst verk Jóns, og er það meira verk en margan mun gruna. Verk Jóns Gunnlaugssonar í þágu góðtemplarareglunnar og annarra fé- lagsmála, eru ekki öll á yfirborðinu. Hann hefur ekki hátt um störf sín, en lætur heldur verkin tala. í stúku sinni Framtíðinni hefur hann verið ein framhald á bls. 11

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.