Eining - 01.11.1960, Síða 9

Eining - 01.11.1960, Síða 9
EINING 9 sem næst því fávitar alla ævi upp frá því, þó að þeim takist stundum að leyna því furðulega með því sem í dag- legu tali er nefnt „kjaftavit". Stafar það af því, að svo mikið af heilafrumum þeirra eru dauðar, en eins og kunn- ugt er, geta þær ekki vaxið aftur eins og aðrar frumur líkamans. Það er álit Fredrik Lemere læknis, sem fengizt hefur mjög við lækningar áfengissýkis og rannsóknir, að heilaskemmd- ir vegna áfengisneyzlu séu mun algengari en menn hafa til þessa haldið, og að þetta skýri einnig eitt af aðal- sjúkdómseinkennum ofdrykkjunnar, sem er ósjálfræðið. Mennirnir hafa misst allt vald á drykkjuskapnum og geta ekki með nokkru móti hætt af sjálfsdáðum, hvernig sem þeir fara að. Þeir, sem hafa verið ofdrykkjumenn í 10—15 ár, halda því áfram til æviloka undantekningarlítið, þó að engin regla sé án undantekninga; nema þeim sé hjálpað til þess á mjög svo ákveðinn hátt og með mikilli fyrirhöfn og oft á löngum tíma. Lemere er sammála okkur fleirum um það, að engmn sérstæður ofdrykkjumannapersónuleiki sé til, þrátt fyrir margar heiðarlegar og óheiðarlegar tilraunir í þá átt að sýna fram á að svo sé. Aðeins eitt er þeim öllum sameigin- legt, þeir drekka allir of mikið. Það er skoðun hans að getuleysið til þess að drekka í hófi sé einasti kjarni of- drykkjunnar. Þeir missa smám saman allir vald á drykkju- skapnum og stafar það af því að jafnframt tærast heila- frumurnar smám saman upp og deyja í stórhópum. Það er athyglisvert, að þeir hlutar heilans, sem bíða hvað mest tjón vegna áfengisneyziunnar, eru þeir staðir, þar sem æðsta heilastarfsemin fer fram, í sambandi við viljakraftinn, dómgreindina og hömlurnar. Þessi starfsemi fer a.ð mestu fram í framheilanum, en hann er sá heilahluti, sem þróazt hefur seinast og á mestan þátt í því að maður- inn getur hafið sig upp yfir önnur dýr jarðarinnar. Það eru einmitt þessar sömu frumur, sem dofna fyrst vegna deyfiáhrifa áfengisins, og það er rökrétt að draga þá ályktun, að minna áfengismagn þurfi til þess að fram komi nægileg deyfing eða svæfing til þess að sjálfstjórnin og hömlurnar hverfi eftir því sem rýrnun og hnignun heil- ans á sér stað á þessu svæði. Sú verður einnig raunin á. Eftir því sem drykkjumaðurinn verður eldri, þolir hann minna og þarf minna áfengismagn til þess að verða ölvaður. Nægir stundum að hann aðeins lykti af því, eins og sagt er, og er þá svo komið að ölvun gerir vart við sig og skortur á sjálfstjórn hversu lítið sem áfengismagnið er. Fáir ofdrykkjumenn ætla sér að drekka um of, en strax þegar áhrifa áfengisins gætir í líkamann kemur fram löm- un á heilanum og ofdrykkjumaðurinn getur þá ekki hætt að drekka eftir fyrsta sopann. Hann má því ekki fá sér aðeins einu sinni í staupinu, ef hann á að geta haldið sjálfstjórninni. Algert og ævilangt bindindi hans er því grundvallar- atriði. Orsök þessa er sú, eins og fyrr getur, að hafi heila- frumurnar skaddazt varanlega einu sinni, er aldrei unnt að bæta slíkt upp síðar, því að þær vaxa ekki aftur. Rétt er að leggja áherzlu á það, að alllengi lýsir heila- skemmd drykkjumanna sér eingöngu í því, að þeir missa valda á drykkjuskapnum. Aðeins mjög illa farnir drykkju- menn hafa orðið fyrir verulegu gáfnafarstjóni, en því mið- ur er það einnig alloft algengt. Ef þeir hætta að drekka áður en 10—15 ár eru liðin frá upphafi ofdrykkjunnar, geta þeir lifað sæmilegu lífi hvað gáfurnar áhrærir, á með- an þeir forðast áfengið eins og heitan eld. Fleiri atriði stuðla að stjórnleysi drykkj uskaparins en heilaskemmdirnar einar saman. Persónuleika- og tilfinn- ingaleg vandkvæði og erfiðleikar — samvizkubit og sektar- vitund — eiga ríkan hlut að máli í mörgum tilfellum, en janfvel þó að þau vandkvæði breytist, minnki eða hverfi með öllu, hættir ofdrykkjumaðurinn ekki að vera of- drykkjumaður og getur þrátt fyrir það aldrei drukkið í hófi aftur. Vínhneigð einstakra manna er svo rík þegar frá upphafi, að næst gengur ofnæmi fyrir víni, og getur hún þá verið afleiðingaríkari en allar aðrar orsakir. Viðleitni til hjálpar og lækninga þessara manna hlýtur að vera nokkuð breytileg og miðast við hvaða aðalflokk drykkjumanna hver og einn tilheyrir, auk breytilegra ein- staklingsþarfa hvers og eins. Taugaveikluðu ofdrykkjumennirnir, sem hætta að drekka eru jafntaugaveiklaðir eftir sem áður, og oft verri, og þurfa þeir þá sérfræðilega læknismeðferð vegna þessara sjúkdóma. Annars getur þeim verið enn verri hætta búin. Þeir sækjast þá sumir hverjir eftir öðrum deyfilyfjum. Þó að þessi lyf deyfi eirðarleysið og taugaveiklunina einnig um stundarsakir eins og áfengið, má segja að þeir væru betur farnir að hafa aldrei hætt við það, heldur en að hafa vanið sig á þenna ófögnuð, því að þá er farið úr öskunni í eldinn. Þess konar vani er venjulega ennþá sterkari en áfengisnautnin, og er tífalt erfiðari viðureignar. Sem betur fer eru nú til orðin lyf með tiltölulega vægum eða engum aukaáhrifum, sem dregið geta verulega úr verstu taugaveiklunareinkennunum, svo sem eirðarleysinu, kvíðanum, óróanum, hræðslu, svitakófum og titringi o.s.frv. Með sálfræðilegum aðferðum, kvikmyndasýningum, lestri góðra bóka og biblíunnar, góðri félagsstarfsemi, svo sem kirkjulegri og stúkustarfsemi, AA-félagsskapnum og fleiru, má veita sjúklingnum þann sálarlega stuðning, sem hann þarfnast öðru fremur. Ráða verður bót á þeirri andlegu stöðnun, sem ofdrykkjunni fylgir, og styrkja sálar- og fé- lagsþroska og framþróun þeirra. Vanaofdrykkjumennirnir þurfa ekki eins mikilla aðgerða við. Ef um nokkurs konar atvinnusjúkdóm er að ræða, nægir þeim að hætta algerlega að drekka og þarf þá oft ekki frekari aðgerða við, eða skipta mætti alveg um at- vinnu eða umhverfi, þar sem áfengið flæðir ekki í eins stríðum straumum, og freistingarnar eru þá minni. Erfiðastir viðureignar allra eru frumstæðu gjálífismenn- irnir og menn með áráttuskapgerð og geðvillu. Hætti þessir menn að drekka, þurfa þeir enduruppeldi (re-education), sem krefst mikillar þolinmæði og langs tíma. Kappkosta þarf að bæta þeim upp það, sem í þá vantar. Með uppeldis- legum aðferðum og þeirra eigin lífsreynslu tekst stundum um síðir að ráða bót á þessu, þannig að þeir geta orðið nútíma siðaðir menn með mönnum, en ekki lengur nokkurs konar steinrunninn arfur frá heiðinni fornöld og frum- stæðri menningu. Flestöllum ofdrykkjumönnum, af hvaða flokki sem er, er það sameiginlegt, að musteri lífs þeirra er hrunið og að mestu í rústum. Atvinnu- og fjárhagsörðugleikar steðja oft að þeim úr öllum áttum, hjónabandið og fjölskyldulífið er gereyðilagt eða mjög á fallandi fæti. Þeir þurfa því mikils stuðnings með þegar þeir hætta að drekka og viðurstyggð eyðileggingarinnar blasir við þeim alls gáðum og tauga- veikluðum. Samt dugir ekki of mikil vorkunnsemi, því að margir þeirra vorkenna sjálfum sér þegar um of. Það þarf miklu fremur að sýna þeim jafnvel óverðskuldað traust, ef ske kynni að takast mætti að glæða þann guð-

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.