Eining - 01.11.1960, Side 10
10
E I N I N c;
Vandamál félansheimilanna
Mjög grandvar og virðingarverður
maður, sem næga reynslu hefur í upp-
eldis- og félagsmálastarfi, skrifar
blaðinu á þessa leið:
„Á eitt fyrirbæri í nútímalífi ís-
lendinga vil ég minnast nokkrum orð-
um, fyrst ég fór að skrifa. — Ekki
er ýkja langt síðan félagsheimila-
hreyfingin hófst hér á landi. Þó hefur
mikið fé verið veitt af hálfu hins opin-
bera, til þess að styrkja þessar fram-
kvæmdir. Ótrúlegar fórnir hafa verið
færðar í sveitum landsins og þorpum,
til þess að upp gætu risið menningar-
miðstöðvar og skemmtistaðir, fyrir
unga og aldna, með öllum nútímaþæg-
indum og slíkum glæsibrag, að um
þvílíkt hefði menn tæpast dreymt fyrir
svo sem 20 árum, og tilætlunin var
góð. Þarna átti unga fólkið að mann-
ast og menntast, andlega og líkamlega,
og létta sér upp í tómstundum. En hver
hefur svo árangurinn orðið?
1 stað þes að vera boðberar menn-
ingar og manndóms, hafa þessi félags-
heimili orðið smitberar, hættulegir
smitberar skrílmennsku og ólifnaðar
úti um byggðir landsins. Og unga fólk-
ið, sem miklu hefur kostað til þess að
koma upp þessum glæsilegu bygging-
um, ræður ekki við neitt, en verður
að horfa á að þess eigin æskulýður
sogist út í hringiðuna á þessum stöð-
um, sem það hefur lagt í svo mikið
af tíma og peningum til þess að gera
sem bezt úr garði.
Nú er búið að vega landið. Nú eru
allar leiðir færar til yztu andnesja og
innstu dala. Þetta hefur verið stór-
kostlegt átak fyrir okkar litlu þjóð,
og mikil blessun hefur fylgt þessu á
margan hátt. En fátt er svo með öllu
gott að ekki megi misnota það á ein-
hvern hátt. Og nú eru vegirnir okkar
mjög notaðir til skemmtiferða um
helgar, og í sjálfu sér ekki nema gott
um það að segja, ef í hófi væri og
skemmtun að. En vegirnir okkar eru
notaðir til þess að aka þessu fólki úr
þorpum og kaupstöðum, sem ekki vill
eða getur sleppt sér lausum heima,
út í félagsheimili sveitanna, og þar
hefur það í frammi alls konar skríl-
mennsku og ólæti og eyðileggur að
meira eða minna leyti þá skemmtun
eða samkomu sem efnt hafði verið tii.
Hér hefur ekki verið haldið nokk-
urt ball svo ég viti til síðan einhvern-
tíma í vor (skrifað í september), og
það af þeirri einföldu ástæðu, að ekki
þýðir að boða hér dansleik um þetta
leyti árs, unga fólkið kemur ekki. Það
vill heldur aka 50—100 km til þess að
vera þar nokkra stund á dansleik, eða
jafnvel ekki á dansleik, heldur en að
dansa í samkomuhúsi bæjarins, eins og
gert var í gamla daga og þótti gott.
Kostnaðarhliðin skiptir það engu máli,
og eru þó bílferðirnar ekki gefnar um
þessar mundir. Og svo eru menn að
kvarta um dýrtíð, peningaleysi og
kröggur.
Sveitafólkinu er nokkur vorkunn,
þótt það reyni að hafa upp fé með
dansleikjum, því að félagsheimilin eru
dýr í rekstri eins og allt er í pottinn
búið, og sveitafélögin lítt fær um að
bera þær byrðar, sem þau hafa bundið
sér með þessum dýru og vönduðu
byggingum. — En hörmulegt er að
hugsa til þess, að félagsheimilin, þessi
glæsilegu menningartæki, skuli vera
notuð á þenna hátt. Þjóð okkar á við
mörg vandamál að stríða um þessar
mundir, þetta er eitt þeirra og ekki
minnst, og sú spurning vakir löngum
í huga mínum og leitar svars: hvernig
unnt sé að gera félagsheimilin í dreif-
býlinu að þeim menningarmiðstöðvum,
sem þeim var upphaflega ætlað að
verða. Mér hefur dottið ýmislegt í hug,
en mun ekki ræða það hér, get þó að-
eins minnt á eitt: Það fyrsta og jafn-
vel mikilvægasta er að útrýma áfeng-
inu gersamlega úr félagslegu samneyti
manna, þá kæmi hitt líklega á eftir.
Gaman væri að heyra eða sjá eitthvað
um þetta vandamál, sem ég hef hér
minnzt á“.
Eining þakkar bréfritaranum þessa
hugvekju. Lesendum blaðsins skal að-
eins tjáð það hér til viðbótar, að hann
er maður, sem manna sízt hefur stór
orð um eitt eða annað, og má því
skynja, hversu nærgöngult vandamálið
er, þar sem hann kveður þó svo fast
að orði. Þetta þarf því að ræða á rétt-
um vettvangi og hefja svo viðeigandi
aðgerðir.
-------ooOoo---------
Arið 1959 óx útflutningur á skozku visky
um 2.000.000 gallóna. (Um 4 lítrar í gallónu).
Alls var útflutningurinn 227,000,000 gallónur.
Arið 1946 var hann ])ó nokkru mciri, eða
231.000.000 gallóna.
dómsneista, sem blaktir enn af veikum mætti hið innra með
þeim. Þá tekst þeim oft að endurreisa nýtt lífsmusteri á
hinum eina hornsteini vonarinnar, sem ennþá finnst óskadd-
aður í rústum gamla musterisins.
Ofdrykkjan er ekki persónulegt vandamál. Hún er meira
fjölskylduvandamál en allir aðrir sjúkdómar, að geðveikinni
meðtalinni. Áfengið eyðileggur ekki aðeins anda mannsins,
eins og geðveikin stundum gerir, heldur einnig líkama hans
og fjölskyldu hans að meira eða minna leyti.
Flestir geðsjúklingar eru veikir aðeins nokkurn hluta æv-
innar, nokkra mánuði eða 2—3 ár, þó að mikill minnihlutinn
sé veikur hálfa ævina eða meira.
Helmingi allra ofdrykkj umanna tekst aldrei að bjarga,
og eru þeir sjúklingar hálfa eða tvo þriðju hluta ævinnar,
auk þess sem þeir deyja 15 til 25 árum fyrr en aðrir, að
meðaltali. Ofan á allt þetta bætist, að þeir eru tvisvar til
þrisvar sinnum fleiri í flestum vestrænum löndum en allir
aðrir geðsjúklingar. Kostnaður og beint eða óbeint tjón
vegna þessa er svo gífurlegt, að engar tölur geta gert því
fullnægjandi skil. Þetta er ekki einungis einstaklings- eða
fjölskylduvandamál, það er líka þjóðfélagsvandamál.
Viljakraftur þessara manna er gersamlega þrotinn. Þar
verður einhver annar viljakraftur að koma til skjalanna.
Viljakraftur foreldranna og eiginkonunnar og annarra ást-
vina er oft mikils virði en því miður einnig oft allsendis
ófullnægjandi. Viljakraftur þjóðfélagsins er víða alls eng-
inn og er það ein versta meinsemdin. Hjálparsveitir lækna,
hjúkrunarliðs og annarra starfsmanna megnar ekki ennþá
að bjarga meira en í hæsta lagi helmingi ofdrykkjumanna.
Hvers á hinn helmingurinn að gjalda? Væri ekki skynsam-
legra að skrúfa svolítið meira fyrir áfengisflóðið?
Vera má að þeir atburðir geti gerzt, að ný lyf eða nýjar
lækningaaðferðir komi til sögunnar, og hafa menn undan-
farin ár gert sér miklar vonir um það, sem því miður
hafa reynzt tálvonir hingað til.
Þangað til virðast fá úrræði sigurvænlegri en þau að
minnka áfengismagnið í landinu, og fyrirbyggja örugglega
á þann hátt þenna mannskæða og hættulega sjúkdóm.
(Útvarpserindi flutt síðast í janúar 1958.)