Eining - 01.06.1965, Blaðsíða 4
4
EINING
A fmxlisfundur
bæjarstjórnar
Kópavogs.
KÓPAVOGSBÆR 10 ÁRA
Ekki eru 10 ár hár aldur, en afmælis-
bam þetta hefur hlotið undravöxt á
þessum fáu aldursárum. Árið 1940 voru
íbúar Kópavogs 206. Árið áður fluttist
undirritaður í Kópavog. Árið 1955, kaup-
staðaréttinda-árið, voru íbúarnir 3.783,
en eru 8.346 árið 1964.
Hingað streymdi fólkið. Hér gafst því
færi á að reisa sjálft hús sín, og húsin
þutu upp, tækifærin voru notuð, fólk
vann öllum stundum og byggðin
stækkaði. Svo komu skólamir hver af
öðrum og þá þurfti að stækka, því að
barnafjöldinn varð mikill. Félagsheimili
reis af grunni og ýmsar meiriháttar
byggingar. Fyrir mörgum áruin lá leið
mín um götu eina í Kópavogi og sá ég
þá eina af þessum orkurömmu trölla-
skóflum hamast, varð mér þá að orði:
Yfir okkur heldur hlíf
Höndin drottins, mild og sterk.
Hér er landnám, hér er líf.
Hérna gerast kraftaverk.
Vissulega vinna hinar miklu vélar
kraftaverk, en sennilega hefði einhver
pólitíkus, sem heyrt hefði vísu mína,
Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri.
hugsað eitthvað svipað og klerkurinn
sem sagði: „Óar þér ekki, séra Valdi-
mar, að segja Drottinn sé með yður yfir
dónunum." Eins myndi hinum senni-
lega hafa fundist það ganga guðlasti
næst, að segja á þeim árum að hönd
Drottins héldi hlíf yfir Kópavogsbúum.
En sem betur fer lætur hann sól sína
renna upp yfir vonda og góða og rigna
yfir réttláta og rangláta.
Vissulega hafði landnámið ýmsa erf-
iðleika í för með sér, en alltaf er nokkur
sæla fólgin í því að sigra erfiðleikana.
Vatnið kom, götur komu og á sínum
tíma góð samgöngutæki, sem allir hafa
ekki kunnað að umgangast eins og
þyrfti, og auðvitað með þeim slæma
galla, að í þeim er hávaðasamt útvarp.
Byggðin stækkaði og fríkkaði, og kór-
ónan á byggingaframkvæmdunum var
falleg kirkja, sem reis á ótrúlega
skömmum tíma, reis á bjargi þar sem
fegurst er útsýn. Hið innra er kirkjan
ein allra fegursta kirkja landsins.
Mikið hefur verið unnið og meira er
fyrirhugað.
Kópavogskaupstaður fagnaði 10 ára
afmæli sínu í heila viku, 9.-14. maí.
Hófst sá fagnaður á guðsþjónustu í
Kópavogskirkju árdegis sunnudaginn 9.
maí. Sóknarpresturinn, séra Gunnar
Æskufólk
Kópavogs-
kaupstaðar.