Eining - 01.06.1965, Blaðsíða 14
14
E I N I N G
Hvaii kostar áfengii) þjóðina?
Fyrir skömmu upplýsti hr. dóms- og
iðnaðarmálaráðherra, Jóhann Hafstein,
á Alþingi, að til athugunar og undir-
búnings væri nú af hálfu ráðamanna
þjóðarinnar stóriðja í landinu. Gat hann
þess að til greina hefði komið að alúmin-
iumverksmiðja og olíuhreinsunarstöð.
Þessi bæði fyrirtæki gætu veitt fjölda
manna atvinnu fyrir utan spamað í
gjaldeyri og öðru fleira, sem komið gæti
til góða. Hann gat þess að stofnkostnað-
ur væri lauslega áætlaður um 1450 millj-
ónir króna, bæði fyrirtækin og taldi að
lánsútvegun á erlendum vettvangi væri
fyrirhuguð í þessu sambandi.
Ég veit að mörgum finnst þetta há
upphæð og margir spyrja hvort hægt sé
að yfirstíga stofnkostnað við slíkar
framkvæmdir og vissulega er mikið á
sig og þjóðina leggjandi til tryggingar
framtíð hennar, og eiga þeir, sem að
þessum málum hafa unnið sérstakar
þakkir fyrir stórhug, og væri óskandi
að ekki liði á löngu þar til þessar hug-
myndir yrðu að veruleika. Ég fór líka
að hugsa um fjárhagshlið þessa máls.
Mér varð litið í fjárlög ríkisins fyrir
árið sem nú stendur yfir. Ég hef ekki
lengi flett þegar ég rek augun í stóran
lið, en það er sala áfengis og tóbaks-
verzlunar ríkisins fyrir þetta ár. Hún
er þar áætluð 626 milljónir og ef að
vanda lætur, hlýtur sú áætlun að stand-
ast og fyllilega það. Hugsa sér. Þessi
upphæð í rúm tvö ár, aðeins rúm tvö
ár, er sú sama og við þurfum til að geta
stofnsett glæsilegustu iðjuver á ís-
landi. Með öðrum orðum, ef allir íslend-
ingar yrðu það þjóðhollir og hættu þess-
um reykingar- og drykkjuskap og létu
andviðrið fara til að tryggja íbúum
framtíðarinnar hér á íslandi örugga
framtíð. En er nokkur von til þess að
slíkt geti á nokkurn hátt komið til
mála. Er ekki um alltof mikla fórn
að ræða ? Og svo þegar maður sér blasa
við afleiðingar þær, sem af þessum 626
milljónum leiða, liggur við að spyrja
liýar sú þjóð sé stödd, sem leyfir sér
slíkt, en hikar svo við eðlilegar þróunar-
framkvæmdir vegna fjárskorts. Er ekki
eitthvað bogið við þetta allt saman. Nú
er mikið rætt um hina miklu fjármála-
óreiðu, sem svo víða blasir við í íslenzku
þjóðlífi. Það fer að verða erfitt að trúa
mönnum fyrir stórum fjárhæðum hvað
þá meira. Orsaka er leitað og menn auð-
vitað eins og fyrri daginn ekki á eitt
sáttir. En mundi nú ekki megin orsök
þess vanda liggja einmitt í því hversu
áfengisnautn hefur aukizt hér í landi.
Með henni finnst mér spilling í fjármál-
um hafa aukizt í hlutfalli. Áfengið deyf-
ir almenna dómgreind manna og í því
hugarástandi sem skapast, virðast nokk-
uð margir þá vera til í allt. Væri ekki
rétt að þetta atriði væri athugað í leið-
inni?
öllum þeim mönnum, sem hugsa af
raunsæi um þessa hluti hrýs nú hugur.
Til allra menntamála landsins veitir
Alþingi nú rúmar 400 milljónir, til allra
heilbrigðismála 102 millj. En áfengi og
tóbak kaupa menn fyrir 626 millj. Hugs-
ið um slíka öfugþróun!
Ég minntist þess að þegar bannlögin
voru felld árið 1933, töldu þeir sem
veittu þeim sterkustu atlöguna, að öll
spilling myndi úr landinu hverfa og
drykkjuskapur minnka. Sumir, jafnvel
hámenntaðir menn gengu svo langt, að
mér skildist þeir legðu æru sína að veði
um, að þá myndi renna upp einhver
sælutíð. Þeir fengu vilja sinn. Hvað
segja þeir nú? Finnst þeim ástandið
hafa batnað? Og nú koma fleiri raddir.
Hleypa ölinu inn og selja það nógu víða,
þá hætta allir að drekka sterka drykki.
Og þessu á maður svo að trúa eftir allt,
sem á undan er gengið.
Nei, ég get sagt ykkur hiklaust, að
ég er ekki hissa á þeim tímum, sem við
lifum á núna. Ekkert hissa á þessu tak-
markalausa misferli í fjármálum, og
hinu mikla kæruleysi fyrir öllu, jafnvel
vinnusvikum og öðru, sem uppi veður,
þegar tónninn í þjóðlífinu er slíkur, sem
á hefur verið drepið.
Og ég veit það líka eins og tvisvar
tveir eru fjórir, að við fáum enga lausn
á þessu vandræðaástandi og hugarfari,
nema við þorum að viðurkenna stað-
reyndir og læra af þeim. Mun mörgum
finnast kominn tími til þess. En hve-
nær á að byrja? Og hver á að
byrja? Eftir höfðinu dansa limirn-
ir, stendur einhvers staðar. Við höfum
kosið 60 manns á Alþing Islendinga til
að ráða málum lands og þjóðar þannig,
að við getum lifað hér hamingjusöm í
landinu. Ég þekki marga þessa menn og
veit að þeir vilja í’eynast starfi sínu
vaxnir og flestir viðurkenna, já ég vil
segja allir, að ekki sé efnilegt með fram-
tíðina þegar þjóðin leyfir sér að verja
hundruðum milljóna í eiturnautnir sér
til skammar og skaða, á meðan brýnum
verkefnum er ekki sinnt vegna fjár-
skorts.
Nú er spurningin: Myndu ekki allir
heilbrigt hugsandi menn og konur fagna
því, ef þessir 60 menn á Alþingi Islend-
inga segðu þessu hugarfari stríð á hend-
ur og hjálpuðu okkur, sem að menn-
ingarmálum vinnum til að leiða þjóðina
á braut heilla og hagsældar.
Árni Helgason.
Vísir, 20.2. 1964.
-k -x -x * -k
Útvarpserindi læknanna
Tveir læknar, þeir Baldur Johnsen og’
Helgi Ingvarsson, yfirlæknir Vífilstaða-
hælis, hafa nýlega flutt fróðleg og ágæt
útvarpserindi um áfengisneyzlu og af-
leiðingar hennar. Báðir gátu þeir þess
í upphafi erinda sinna, að þeir hefðu
verið beðnir að flytja þessi erindi. Um
leið og blaðið flytur þeim beztu þakkir
fyrir þeirra ágæta framlag í þessu máli,
þykir rétt að geta þess, að beiðnin um
að flytja erindin kom frá Landssam-
bandinu gegn áfengisbölinu, formaður
þess er nú sem stendur Björn Magnús-
son, prófessor.
-X -k -)< -K -K
Leiðrétting
í síðasta tölublaði Eining’ar var frú Anna
Jónsson sögð Jónsdóttir, í fyrirsögn í greinar-
korni um hana. Frúin er beðin afsökunar á
þessum leiðinlega hrekk prentsmiðjupúkans,
en þeir sem halda blaðinu saman, ættu að
leiðrétta þetta í blaðinu.
Þá er í sama blaði afleit prentvilla, sem
þarfnast leiðréttingar. Hún er í greininni
um rithöfundinn Folke Fridell, í fyrsta dálki,
upphafi neðstu málsgreinar: „Hann neitar því
að vera talinn mannhatari," á að vera véla-
hatari (maskinhatare).
-k -k -x -x
Kennarinn var að tala um nytsemd bólu-
setningar og spurði litla stúlku, hvort hún
skildi þetta.
Já, já, sagði sú litla, þá verður maður ómót-
stæðilegur.
* *
*
Mundu það, góði minn, sagði mamma litla
drengsins, að sælla er að gefa en þiggja. —
Þá vona eg, sagði snáðinn, að margir verði
sælir á afmælisdaginn minn.
* *
*
Lítill snáði kom hlaupandi grátandi inn til
mömmu sinnar, leikfélagi hans hafði verið
vondur við hann, en svo stóð á að mamma
hans var að baka kökur.
Þá sagði sá litli: Gef mér bita og þá þegi
eg’.