Eining - 01.06.1965, Blaðsíða 11

Eining - 01.06.1965, Blaðsíða 11
EINING 11 Vertu sæl. — Ég signdi leiðið þitt. Þar sá ég hverfa hálfa lífið mitt, og meira þó, því góð var gjöfin hans, sem gaf mér þig af ríkdóm kærleikans. Vertu sæl. — Ég veit að minning þín á veg minn æ sem heillastjarna skín, og fegurst þegar eitthvað þrengir að, þá yljar mynd þín mér við hjartastað. Vertu sæl. — Og Guð minn gjaldi þér þau gæði lífsins, sem þú veittir mér. Ég finn hve nú er fátækt hreysið mitt. Það fyllir enginn auða sætið þitt. Vertu sæl. — Þú vinan góða mín. Nú verður förin ekki létt án þín. Það var svo gott að ganga þér við hönd í gleði og raun um heimsins furðulönd. Vertu sæl. — Ég mikið missa hlaut, svo mikils góðs um langa ævi naut. Að sýta og kvarta sæmir mér nú ei, og sáttur ég við Guð og lífið dey. Pétur Sigurðsson. Það rignir stööugt yfir blaðið tilmælum frá Svíþjóð um að minna á norræna góðtemplaranámsskeiðið, sem verður dagana 25. júlí til 1. ágúst n.k. i hinum glæsilegu húsa- kynnum, sem myndin sýnir. Þetta er Katrinebergs lýðhá- skóli. Það er Norræna Góðtemplararáðið, sem undirbýr og stjórnar námsskeiðinu, en framkvæmdastjóri þess er Karl Wennberg. Þarna verður ýmislegt eftirsóknarvert á boðstólum: margvíslegur fróðleikur, merkir fræðarar og fyrirlesarar, eitt og annað til skemmtunar, auk þess auðvitað skemmti- ferðir og veizluhöld, og fagurt er landið. Mótsgestir eiga því ekki á liættu að fara neina sneipuför. Vissulega munu lieimamenn hafa fullan hug á að láta gestum sínum líða vel og gera þeim heimsóknina minnisstæða. ÞÁ HRUKKU MENN VIÐ Verið var að setja í embætti nýkjörið bæjarráð í Gloucester í Massachusett, Bandaríkjunum, 3. janúar 1916. Þar flutti klerkur einn, Levi M. Powers að nafni, doktor í guðfræði, alllanga bæn. Sumir tilheyrandanna sátu sem þrumu- lostnir, fengu næstum áfall, en sumir höfðu að síðustu löngun til að klappa. Frá þessu segir Reader’s Digest, apríl 1965. Bænin var á þessa leið: Almáttugi faðir. Upp er runnið nýtt ár okkar opinbera lífs. Okkur er ljóst, að hversu mjög sem þú kannt að þrá að veita okkur blessun þína, getur það ekki orðið nema vér viljum þiggja hana. Þess vegna biðjum vér fyrstogfremst fyrir kjósendum þessa bæjar. Sumir þeirra eru of latir til þess að koma á kjörstað, en ekki of latir til þess að mögla. Veit þeim blessun þína. Vér biðjum fvrir skattgreiðendunum, sem vilja fá góðar götur, góða skóla, gott slökkvilið og góða lögregluvernd, og góða heilsugæzlu, en vilja að aðrir borgi kostnaðinn. Vér biðjum fyrir þeim kaupsýslu- mönnum, sem kjósa samkvæmt því, sem kann að geta hagnað þeim bezt. Veit þeim blessun þína ef þú getur. Vér biðjum fyrir þeim, sem krefjast þess, að öllum lögum sé framfylgt, nema þeim, sem eru þeim andstæð. Vér biðjum fyrir hinum værugjörnu, sem láta sig ekkert varða, meðan þeir geta lifað í makindum. Vér biðjum fyrir hinum pólitísku leið- togum, sem raka saman atkvæðum, bregðast vinum sínum og andmæla ekki slæmum frambjóðendum. Vér biðjum fyrir þeim prestum, sem segja það, er fólki þykir gott að heyra, fremur en að segja sannleikann. Vér biðjum fyrir öllum, sem fást við blaðamennsku og heimta upphátt rétt- vísi í opinberum málum, en iðka óheið- arleik á bak við tjöldin. Vér óskum þess, ó, Drottinn, að þú veitir öllum þessum mönnum blessun þína, en ef til vill biðjum vér of mikils. Ef til vill getur þú ekki annað en lofað þeim að fara til fjandans, þangað sem þeir eiga heima. Þú einn veizt bezt. En, góði Guð, fyrir augliti þínu eru þeir, sem eiga skilið blessun, þeir, sem geta orðið sjálfum sér til blessunar og mannkyninu einnig. 1 dag eru hér hundruð ungra manna, sem brátt verða kjósendur. Veit þeim blessun þína og gef þeim að sjá sem í vitrun þann mann- heim, sem orðið getur og verður, þegar vér öðlumst næga hyggni til eigin bless- unar og velferðar. Gef þeim að meta heimili sín, ekki aðeins sem húsin, er þeir búa í, heldur bæinn, sem við öll er- um hluti af. Auðnist hverjum einum að sjá og skilja, hversu líf allra verður á- nægjulegra og betra, þegar hver og einn lætur sér annt um alla og eflir allra hag, og allir láta sér annt um velferð hvers og eins. Og nú, að morgni þessa dags, erum vér hér, ó, Drottinn, til þess að vígja fimm menn í embætti. Það verður hlut- skipti þeirra að hyggja að hag, ekki að- eins einnar stéttar, heldur vor allra, ekki aðeins beztu borgaranna, heldur allra jafnt, ekki aðeins þeirra, sem aðeins greiða skatta sína, heldur og hinna, sem vinna til þess að geta borgað skatta sína. Veit þeim hjálp, ó, Guð, til að ráða ráðum sínum heiðarlega, drengilega og manndómsfyllst með heill allra fyrir augum. Þannig sló klerkur botninn í bæn sína, sem ýmsum hafði fundizt þar ýmsir broddar stinga. □ Hvers vegna fórst þú ekki til lögreglunnar með gullhringinn, sem þú fannst? Mér fannst það óþarft, því að í hringinn var letrað: „Eilíflega þinn.“

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.