Eining - 01.06.1965, Blaðsíða 13

Eining - 01.06.1965, Blaðsíða 13
EINING 13 Gamalt fræðimannamál í kirkjuritinu, 4. hefti 1964, hefjast „pistlar" ritstjórans á grein, sem heitir Landiö, tungan og trúin. 1 greininni er dágott sýnishorn af fræðimanna máli hér á landi í eina tíð. Ritstjórinn ræðir þá hættu á málskemmdum, sem ávallt vofir yfir og segir m. a.: „Og íslenzkan hefur verið í miklum voða, þótt hún bjargaðist á undursam- legan hátt í það sinn. Hér verður að nægja eitt dæmi um það. I Minninga- bók sinni skýrir Þorvaldur Thoroddsen frá meiðyrðamáli, sem Þóröur Thor- oddi, afabróöir hans, lenti í. (Bls. 7 og 8.) „Um þetta orðamál er getið í Lög- þingisbókinni 1797, og getum vér þess nánar af því það lýsir réttarfari þeirra tíma og lögfræðinga-íslenzkunni í þá daga, sem var svo dönskuskotin, að hún má frekar heita vond danska, en vond íslenzka.“ — Dómurinn hljóðar þannig: „Þar sem kann af vitnanna Udsig- ende líklega að sluttast, að þau Oan- stendugu Ord og Nöfn, sem Thoroddi gaf Captain Dahl í Reykjavíkur Kram- búð þann 31. Martii. hafe i Overilelse, Fremfusenhed og Hastugheitum fram- færd vered, en ekki af forsettu til að lædera Captainsens Personu gott Nafn og Rigte, hvad Thoroddi og so sjálfur í sínu Innlegge fyrir þessum Lögþinges Rette dclarerad hefur, því modererast Sýslumannsens Vigfúsar Heraðs-Dóm- ur genginn í þessu Ordamali soleides: Að Þórður Thoroddi skal betala til Capttain Dahl, hanns Fullmegtugum Mr. Paule Jonssyne til Meðtöku 10 Rd. Courant, sem rigtuglega sie betaladur til hanns innan 6 Vikna að heyrðum þessum Dome under Adför og Excution að Lögum: fyrir grofar Expressioner í Mr Thoroddi hier framlögðum Inn- leggjum betalar hann til Justitz Cassen 1 Rd. Courant að sömu Sölum.“ Þannig var þetta þá. Gæti ekki eitt- hvað í þessa átt gerzt enn, ef málsóð- arnir yrðu í meiri hluta og erlent út- varp og sjónvarp hjálpaði svo til? Þakklátir megum við vera íslenzkri bændamenningu fyrr á árum og svo málhreinsunarmönnum síðar, að bjarg- að varð þeim dýrgrip mestum, sem hver þjóð á — tungunni. Við ættum að margendurtaka í blöðum og tímaritum og kenna börnum öllum og unglingum kraftakvæði Matthíasar um tunguna: Sé ég hendur manna mynda meginþráð yfir höfin bráðu, þann, er lönd og löður bindur lifandi orði suð‘r og norður. Meira tákn og miklu stærra meginband hefur guðinn dregið, sveiflað og fest með sólarafli sálu fyllt og guðamáli Máli, sem hefur mátt að þola meinin flest, er skyn má greina; ís, og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða; málið fræga söngs og sögu sýnu betra guðavíni, — mál, er fyllir svimandi sælu sál og æð, þótt hjartanu blæði. Það hefur voða-þungar tíðir þjóðinni verið guðleg móðir, hennar brjóst við hungri og þorsta, hjartaskjól þegar burt var sólin, hennar ljós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur, fréttaþráð'r af fjarrum þjóðum, frægðargaldur liðinna alda. Hvað er tungan ? — Ætli enginn orðin tóm séu lífsins forði, — hún er list, sem logar af hreysti, lifandi sál í greyptu stáli, andans form í mjúkum myndum, minnissaga farinna daga, flaumar lífs, í farveg komnir fleygrar aldar, er striki halda. Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum; heiftar-eim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum ljóði vígðum — geymir í sjóði. -K -X -K -K -K Björnstjerne Björnsson á skemmtun í góðtemplarastúku Norska Góðtemplarablaðið segir frá því, að eitt sinn eftir mikla kosningarimmu í Noregi, hafi Björnson verið á leið til Par- ísar, en stanzað í Gautaborg í Svíþjóð. Hafi þá þrír menn komið til hans á hótelið frá góðtemplarastúku og spurt hann, hvort skáldkonungurinn myndi ekki fást til að flytja ræðu í veizlu stúkunnar næsta kvöld. Björnstjerne setti upp svip, gekk um gólf, eins og stormur væri í aðsigi, en svo brosti hann og sagði: „Annaðkvöld, það var þá frestur sem boðinn er, og þetta er á samkomu góð- templarastúku, er ekki svo? Jú, herrar mínir, þetta vil eg mjög gjarn- an gera. Mér finnst sem milli okkar sé eitt- hvert skyldleikaband. Við verðum oft, bæði þið og ég, fyrir misskilningi á mörgum stöðum. >að er vegna þess að fjöldi manna þekkir okkur ekki.“ Hann flutti ræðuna og hún vakti mikinn fögnuð. Fyrst sagði hann ferðaþætti frá Ameríku og leik frásögnina engu síður en hann talaði, en fór svo hlýjum lofsorðum um amerísku konuna, fyrir þátt hennar í að bjarga mönnum frá herverkum áfengis- púkans. Þetta var sumarið 1882. Þá hafði Bjöm- stjeme nýlega átt 25. skáldskaparafmæli. Hafði þá fjöldi manna víðs vegar af Norð- urlöndum heimsótt skáldkonunginn að Aulestad til þess að heiðra hann margvís- lega. -K -k -)< -X * „Storkurínn sagði44 Heilræði mannsins, sem storkurinn í Morgunblaðinu 1. maí sl„ talaði við, voru góð. Heilræðin voru þessi: „Eitt það bezta sem mennirnir gætu fundið sér upp til dundurs á þessari atóm- öld, þegar allt ætlaði að drepa í hjarta og æðavörn og stíflu í kransæðum, væri það, að ganga úti í náttúrunni og skoða dásemd- ir hennar. Þar væri máski að finna það líf, sem gæti bjargað mörgum manninum frá leiðindum og arrnæðu." — fleiri voru hin góðu orð mannsins. En hvers vegna öll þessi leiðindi, sem mönnum verður tíðrætt um, einmitt nú í velgengninni og velferðarríkjunum ? Hvað er að? Fullur magi, létt vinna, notaleg húsakynni, góð föt? — Er sálin tóm í hin- um velhaldna líkama? Fyrir nokkru flutti eg útvarpserindi, sem heitir: Fátækir menn í alls nægtum. Ég á til ofurlítinn slatta af því í sérprentun, ef einhvem skyldi langa til að eignast það. Pétur Sigurðsson. Litli brennuvargurinn grandaði leikkonunni Hve mörgum er sígarettan búin að granda ? Þótt hún sé „ekki of sterk — ekki of létt,“ eins og blaða- og kvikmyndaaug- lýsingar hrópa nú, þá getur hún samt kveikt í húsum manna, og þau eru ekki fá tilfellin. Heil hótel hafa brunnið og mörg mannslíf farizt af völdum hennar. Hin heimsfræga leikkona, Linda Damell, sat fyrir framan sjónvarpstækið sitt langt fram yfir miðnætti, og auðvitað var síga- rettan önnur nautnin og hún nægði, þótt lítil væri og færi hægt, til þess að kveikja í húsinu, samkvæmt því sem blöð herma, þegar allir höfðu gengið til náða. Bruninn varð banamein leikkonunnar. Sígarettan fer einnig hægt, þegar hún er að rækta lungnakrabbann í þúsundum manna. Vísindin vara við henni, en pen- ingagræðgin mælir með henni. Rís hin upp- reisnargjama æska gegn þessum skaðvaldi eða gerist þræll hans?

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.