Eining - 01.06.1965, Blaðsíða 9
EINING
9
Sigríður Elíti Torfadóttir
Ræða séra Kristins Stefánssonar,
flutt í Dómkirkjunni 14. maí 1965.
kart yðar sé ekki ytra skart, heldur sé það hinn huldi
fmaður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og
kyrrláts anda, sem dýrmætur er í augum guðs.
(1. Pét. 3, 3. 4).
Að sýnast er eitt, að vera annað. Á það eiga þessi postul-
legu orð ekki sízt að minna oss. Umbúðimar geta verið fyrir-
ferðarmiklar og skrautlegar — og þær hafa sínu ákveðna og
mikilvæga hlutverki að gegna. En meira er vert um kjarnann,
sem þær eiga að varðveita. Hann skiptir mestu máli. Skart
yðar sé ekki ytra skart. Þetta þótti hinum spöku mönnum í
árdögum kirkjunnar ástæða til að benda kristnum mönnum
á. Og enn er því eins farið. Þetta er ríkt í mannlegu eðli. Og
skartið í margs konar myndum, tildrið og tízkan, fordildin
og hégóminn, lætur ekki síður að sér kveða í velferðarríkjum
nútímans en áður fyrr. En það er hinn huldi maður hjartans
búinn anda hógværðarinnar og róseminnar, sem dýrmætur
er í augum drottins.
Annar postuli hefur gefið oss mælikvarða, sem vér eigum
að leggja á oss, er hann segir: Verið með sama hugarfari og
Ki’istur. Það er hið fjarlæga og eilífa takmark, sem kristinn
maður á að keppa að í þessu jarðneska lífi: Að þroska sinn
innri mann, hinn hulda mann hjartans. Þá berum vér gott
fram úr góðum sjóði hjarta vors, og þá gleðjum vér bæði guð
og samferðamennina.
Með þetta í huga skulum vér kveðja hér í helgidóminum
látna systur, frú Sigríði Torfadóttur, og láta orð og hugsanir
postulans varpa blæ sínum á þessa kveðjustund.
Sigríður var fædd á Flateyri í Önundarfirði 8. febr. 1879.
Foreldrar hennar voru merkishjónin María Össurardóttir og
Torfi Halldórsson, frábær atorku- og framkvæmdamaður.
Hann var allt í senn kaupmaður, útgerðarmaður og bóndi þar
á Flateyri, en gaf sér þó tíma til að kenna ungum mönnum
sjómannafræði, er hann hafði sjálfur numið erlendis. Má
ætla, að ríki þeirra hjónanna um Önundarfjörð hafi verið
mikið, þegar hæst bar, og áhrif þeirra á menningu önfirð-
inga sterk og mótandi á ýmsan hátt.
Á heimili þeirra var fyrirmyndarbragur, svo að orð var
á gert, enda húsfreyjan ekki síður kunn að hæfileikum og
skörungsskap, en húsbóndinn.
Börn þeirra hjóna voru 11 að tölu. Það var glæsilegur og
mannvænlegur hópur í sjón og raun. En alls var heimilis-
fólkið á þessu stóra og umsvifamikla heimili þrír tugir manna
þegar mest var.
Flest eða öll voru börnin sett til mennta og komið til nokk-
urs þroska. Sigríður var næst yngst systkinanna og kveður
nú síðust þeirra þenna vorn efnisheim. Ung fór hún utan og
nam í Kaupmannahöfn hússtjóm og hannyrðir og lauk þar
einnig verzlunarskólaprófi. Dvaldist hún erlendis samfleytt í
5 ár, en vann um skeið við skrifstofustörf að námi loknu.
Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Pétri Sigurðssyni,
ritstjóra, 5. okt. 1916. Þau bjuggu einn áratug í Vesturheimi,
en hafa átt heimili í Reykjavík og síðan um árabil í Kópa-
vogskaupstað frá því árið 1930.
Þeim varð tveggja bama auðið, Maríu, hjúkrunarkonu, í
Reykjavík, og Esra, lækni, sem nú dvelst í Bandaríkjunum
m.a. við framhaldsnám og rannsóknir í fræðigrein sinni.
Leiðir okkar frú Sigríðar Torfadóttur lágu ærið oft sam-
an síðasta aldarfjórðunginn, en allan þann tíma hef ég átt
mikið og náið samstarf við manninn hennar. Þegar við fyrstu
kynni, vakti hún athygli mína, og mér fannst ég skynja að
nokkru hennar innra mann. Hún var svo gæfusamleg kona,
það var yfir henni svo mikil birta og hlýleiki, stafaði frá
henni svo mikill þokki, eitthvað sem laðar hugann, gleður og
uppörvar. Engum þurfti frá því að skýra, að þar fór dreng-
skaparkona, sem Sigríður var, vönduð til orðs og æðis, kona
skrumlaus í skarkala lífs, er ekki mátti vamm sitt vita. Skart
hennar var ekki ytra skart í þeirri neikvæðu merkingu, sem
postulinn varar við.
Lundin glaða og létta, aðlaðandi viðmótið og yfirbragð
hinnar öldruðu konu, varpaði birtu á umhverfið. Og þetta
Á líkbörunum í Dómkirkjunni.