Eining - 01.06.1965, Blaðsíða 15
EINING
15
Ytri gljáinn getur blindað
Mai'gur fríðleiksmaður getur gengið
með banvænan sjúkdóm. Hinn ytri gljái
var oft allmikill, þegar menningartíma-
bil voru að lifa sitt fegursta og hnign-
unin, sem leiddi til falls, var að búa um
sig hið innra. Öllum ber að vera á verði,
einstaklingum og þjóðum.
Ekki er eg svo svartsýnn að ætla, að
glæsilegt stórveldi, eins og t.d. Banda-
ríkin séu að komast á hnignunarskeið,
en vissulega eru ýms sjúkdómseinkenni
nútíðarmenningar áhyggjuefni.
í ríkinu Louisiana í Bandaríkjunum
er til öflugt félagasamband, sem nefnist
The Louisiana Moral and Civic Found-
ation. Það vinnur af kappi til eflingar
trúarlífi, bindindi og siðgæðismálum
yfii'leitt. Það hefur oft unnið allglæsi-
lega sigra í baráttunni við spilliöflin.
Það er ekki hrætt við að afhjúpa þau
og það notar ekki neitt tæpitungumál.
I ársfjórðungsriti, sem samband þetta
gefur út, er furðuleg skýrsla, í síðasta
heftinu 1964. Hún hefst á þessa leið:
„Hefur ki'istindómurinn misst sóknar-
mátt sinn?
I Bandaríkjunum sækja kirkjur 116
milljónir manna. Er það meira ennokkru
sinni áður, vöxtur 30% á tíu árum.
En fæðingum utan hjónabands hefur
fjölgað um 300%.
Útgáfa klám- og sorprita er orðin ár-
lega 500 milljón dollara fyrirtæki.
Kynsjúkdómar hafa aukizt um 72%
á einu ári.
Baráttan við glæpina kostar þjóðfé-
lagið árlega 20 milljarða dollara. Glæp-
um fjölgar fjórum sinnum á við fólks-
aukningu þjóðarinnar.
Afbrot og glæpir æskumanna aukast
fimm sinnum örar.
Á móti hverjum dollar, sem þjóðin
ver til kirkjumála, lætur hún þúsundir
dollara til baráttunnar við glæpina.
Talið er að í landinu séu 5—7 milljón-
ir áfengissjúklinga, og þar að auki 3V2
milljón alls konar drykkjumenn, sem
vandræðum valda.
í Bandaríkjunum eru 175,000 fleiri
áfengissölu- og veitingastaðir en allar
kirkjur og önnur guðsþjónustuhús til
samans.
Fólkið í landinu eyðir meiru í alls
konar fjárhættuspil (gambling) en það
ver til allra kirkjumála og trúariðkana,
menntamála og heilsuvemdar, og bíla-
kaupa samanlagt.
Þjóðina teljum vér kristnustu og bezt
siðmenntuðu þjóð í heimi, samt eru þar
37 milljónir bama, sem enga kristin-
dómsfræðslu fá og ekkert trúarlegt upp-
eldi.
Fleiri prédikarar eru í landinu en
nokkru sinni áður, en þeim minni gaum-
ur gefinn.
Lærisveinar óvinarins eru betri sölu-
menn.
Prestarnir eru ekki ofsóttir, en snið-
gengnir.
Þrátt fyrir allan lærdóm, alla guð-
fræðimenntun og fagrar kirkjur, tekst
okkur nú ver en hinum ólærðu feðrum
okkar að leiða fólk til Krists.
I hverju er styrkleiki og öryggi þjóð-
ar fólgið?
Ef pólitískt vald væri nægilegt, hefði
Róm aldrei fallið.
Væri hervald nægilegt, hefði Þýzka-
land ekki beðið ósigur.
„Ameríka er mikil þjóð,“ sagði De
Tocqueville, „af því að hún er góð þjóð.
Hætti Ameríka einhvem tíma að vera
góð þjóð, hættir hún að vera mikil.“
Við förum ekki lengra í þessari
skýrslu. Höfundurinn er berorður, snýr
sér að klerkastéttinni og minnir hana á
mikla ábyrgð sína í hinu kalda stríði
þjóðarinnar.
P. S.
~K -K -K f f
Hrellandi tölur
Samkvæmt norskri Presseoversigt
skrifar Kristiansands Avis, 27.3. ’65, á
þessa leið.
Hrellandi tölur. Árið 1963 eyddi þjóð-
in einum milljarð eitt hundi'að tuttugu
og þrem milljónum norskra króna til
kaupa á áfengum drykkjum.... Það eru
þrjár milljónir hvern dag ársins.
1.123 milljónir króna. Tala þessi er
bæði svimhá og hrellandi. Samt er hún
ekki hið versta í málinu. En hvílíka ó-
gæfu innifelur þetta ekki í sér ? Ekki að-
eins hafsjó af stundlegu böli, heldur og
eilífðar hyldýpi. Hvað segir ekki þessi
háa tala um eyðilagt líf manna, eyði-
lögð heimili, óttaslegin börn og konur,
limlest fólk og dauðaslys og ólýsanlega
eymd og neyð?
Fróðir menn ætla að í landinu muni
vera um 100.000 áfengissjúklingar. Dag-
blaðið talaði nýlega um 20.000 konur
sem áfengissjúklinga.
Gerum ráð fyrir,að hver áfengissjúkl-
ingur sé nátengdur fimm manns: for-
eldrum, konu, bömum, systkinum. Þá
verður það yfir hálf milljón manna í
landinu, sem verður að þjást á einhvern
hátt vegna þeirrar bölvunar, sem áfeng-
isneyzlan hefur í för með sér. Lösturinn
grípur um sig, nær tökum á nýjum
fómardýrum og stöðugt yngri ungling-
um, allt niður í barnsaldur.
Fangelsisforstjóri, sem hefur að baki
40 ára þjónustu, sagði nýlega, að senni-
lega hefðu 90 af 100 fanganna aldrei
lent í höndum lögreglunnar, ef áfengis-
neyzlan hefði ekki verið með í spilinu.
Gunnar Harlem, ráðherra, nefndi eitt
sinn áfengisbölið hið mesta samfélags-
vandamál þjóðarinnar.
Fleiri voru orð norska blaðsins, en
niðurlagsorðin voru þau, að hvað svo
sem aðrir gerðu, yrði það að vera heilög
skylda kirkjunnar manna, að berjast
gegn áfengisneyzlunni.
Reynsla Norðmanna í þessum efnum
nær einnig til okkar hér á landi.
-K -X -K -K
Slík varð raunin
Alls staðar, þar sem skammsýnir og
eigingjarnir menn börðust sem ákafast fyr-
ir afmámi áfengisbannlaganna, hvort sem
það var í Bandaríkjunum, Canada, íslandi
eða annars staðar, var því hátíðlega lofað,
að allt heimabrugg og öll leynivínsala
skyldi hverfa, ef bannið væri afnumið.
Nú hefur ríkisstofnun sú í Noregi, sem
stundar rannsóknir varðandi áfengismál,
rannsakað ítarlega heimabruggið í Noregi.
Blöðin hafa það svo eftir þessari nefnd, að
árið 1962 hafi Norðmenn drukkið tvær
milljónir lítra af heimabrugguðum áfeng-
um drykkjum, og helft allra Norðmanna
viðurkenni réttmæti heimabruggs til eigin
afnota. Blöðin setja svo spurningarmerki
við það, hvort þjóðin eigi að una því, að
annar hver Norðmaður játi réttmæti þessa
lagabrots.
Við eigum sjálfsagt enn eftir að vakna
upp við vondan draum varðandi áfengis-
málin. Sú meinsemd er ekki auðlæknuð,
sem peningagræðgi, nautnasýki og léttúð
ræktar. Þetta eru sterk öfl í mannheimi, og
illrar ættar.
0=S3t^=]ES=O
Hvers vegna missti hann stöðuna við verzl-
unina? Það var víst að kenna sjóndepru. Hann
hélt sig eitt sinn vera að bera út útstillingar-
kvenmannslíkan, en það var reyndar kona for-
stjórans.