Eining - 01.07.1968, Síða 2

Eining - 01.07.1968, Síða 2
2 E 1 NT I N G STORSTUKUÞIIGIÐ Bjartan og yndislegan júnímorgunn hittumst við allmörg í Templarahöllinni nýju í Reykjavík. Þar hófst 65. þing Stórstúku Islands, 7. júní kl. 9 árdegis. Fjölmenn og ágæt kynningarsamkoma var þó í húsinu kvöldið áður. Það virtist sem nýja Templarahöllin og bjartir júnídagar ættu sinn þátt í að setja góðan og vorlegan svip á þingið. Allt fór það fram mjög prýðilega undir rösklegri stjórn stórtemplars, Ólafs Þ. Kristjánssonar, skólastjóra. Hann setti þingið og bauð fulltrúa og aðra fundar- menn velkomna, en þeir voru eitthvað um 100. Hófust svo venjuleg þingstörf. Kl. 2 eftir hádegi fóru þingfulltrúar og fleiri templarar skrúðgöngu frá þing- staðnum til Hallgrímskirkju. Þar söng dr. séra Jakob Jónsson messu og flutti þróttmikla ræðu. Þing þetta var nokkuð frábrugðið fyrri stórstúkuþingum. Þar voru vel undirbúin skemmtiatriði. T.d. var farið þenna fyrsta dag þingsins í ferðalag, fyrst til Hafnarfjarðar og drukkið þar kaffi í boði Þingstúku Hafnarfjarðar. Síðan ekið til Krýsuvíkur, Stranda- kirkju og Hveragerðis. Þar sá Þingstúka Reykjavíkur um veitingar. Laugardags- kvöldið fóru þingfulltrúar í Þjóðleikhús- ið. í lokasamkvæminu, sunnudagskvöld- ið 9. voru svo ýmis skemmtiatriði. Nú stóð svo á hjá blaðinu, að búið var að setja það og verið var að ganga frá broti þess einmitt þingdagana, en út- komu þess varð að hraða vegna sumar- Framhald af 1. bls. greinunum og uxu með degi hverjum, unz hríslan varð öll laufprúð og fögur. Hið eilífa undur lífsins. Þegar mannssálin snýr sér til þess eilífa máttar, sem er allra sólnasól, og líka mannssálnanna. Þá gerizt undrið mikla í lífi mannsins. Kristur kallaði það endurfæðingu. Það þykir nú stæri- látum heimi úrelt orð, en viðburðurinn er þó hans mesta þörf. Þegar þetta und- ur gerist í lífi mannsins, vaxa þar fagr- ar dyggðir og réttlætisávextir skreyta þá líf hans og alla breytni. Það er róttæk breyting, sem er bót hinna verstu mann- félagsmeina. Við teljum ekki tréð hugs- andi veru, en það þiggur endurfæðandi kraft lífsins. Ætti hugsandi maðurinn þá að loka sálu sinni og fara svo á mis við undrið mikla? leyfa prentaranna. Nánari frásögn af stórstúkuþinginu verður því að bíða út- komu næsta tölublaðs. Hér fylgja þó helztu samþykktar tillögur þingsins. Tillögur frá áfengislaganefnd. Stórstúkuþingið felur framkvæmdanefnd Stórstúku íslands: 1) að vinna af mætti gegn því að Alþingi lögleiði framleiðslu áfengs öls. 2) að leggja áherzlu á að meira eftirlit verði haft með áfengissölu á vínveit- ingahúsum. 3) að kappkostað sé að afstýra því, að fjölgað verði vínveitingahúsum og þau skilyrði sem sett eru fyrir slíkum leyf- um séu haldin. Tillag'a frá fræðslunefnd. Stórstúkuþing felur framkvæmdanefnd Stórstúku Islands að fara þess á leit við forráðamenn íslenzka sjónvarpsins, að sýnd- ar verði reglulega fræðslumyndir um áfengismál. Einnig væri æskilegt að sýna kvikmynd- ir, sem eru bindindi hliðhollar, svo sem Daginn fyrir stórstúkuþingið var háð þing unglingareglunnar, en hún á sína löngu og heillaríku sögu. Oftast hafa verið þar í forustu vökulir og áhuga- samir ágætismenn. Enn nýtur unglinga- reglan þeirrar gæfu að eiga forgöngu- mann, sem aldrei sofnar á verði, er sí- vökull, sístarfandi, samvizkusamur áhuga- og athafnamaður, þar sem er Sigurður Gunnarsson, kennaraskóla- kennari. Hann setti þingið og stjórnaði því með sinni venjulegu Ijúfmennsku, og lagði fram góða skýrslu. Hann er stói’gæzlumaður unglingastarfsins. Barna- og unglingastúkurnar í land- inu eru nú 60 og félagar þeirra um 7000. Þetta er langfjölmennasti starfandi fé- lagsskapur barna og unglinga í landinu. Óhætt er að fullyrða, að á liðnum 80 ár- um hefur þessi félagsskapur, undir leið- sögn ágætra gæzlumanna, unnið ómetan- legt uppeldisstarf, sem aldrei verður of- þakkað, og þar má ekki umbera neina afturför. — Fleira um þetta verður að bíða næsta blaðs, en hér fara á eftir nokkrar samþykktir þingsins. Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar. „Glötuð helgi“ og „Ég græt að morgni," svo að einhverjar séu nefndar sem dæmi. Eðlilegt má telja, að samráð sé haft um þetta mál við Áfengisvarnaráð ríkisins. Tillög'ur frá Regluhagsnefnd. 1. Stórstúkuþingið skorar á framkvæmda- nefnd Stórstúku Islands, að auka upp- Framhald á 15. bls. 1) Unglingaþingið 1968 ályktar, að vinna þurfi stöðugt að því að fjölga og halda við lýði starfandi barnastúkum. Telur þingið, að m.a. beri að stefna markvisst að því að koma á fót bamastúkum í öll- um skólahverfum Reykjavíkur og víðar, þar sem hennta þykir, í sem nánustu tengslum við barnaskólana, bæði um húsnæði og starfskrafta. I sambandi við þetta minnir þingið enn á þá miklu nauðsyn, að stórstúkan hafi jafnan a.m.k. einn fastráðinn erindreka, er unnið geti að málefnum unglinga- reglunnar. 2) Unglingaregluþingið ályktar, að leggja þurfi mikla áherzlu á að tryggja barna- stúkunum hæfa og áhugasama leiðtoga, og bendir í því efni einkum á: a) að leiðtoganámsskeið þurfi að vera fast- ur og helzt árlegur liður í starfsemi góðtemplarareglunnar, b) að hraða þurfi útgáfu handbókar gæzlu- manna, og c) að ekki sé lengur unnt að byggja á því, að störf gæzlumanna í barnastúkum séu algerlega ólaunuð. 4) Unglingaregluþingið mælir með því, að Framhald á 15. bls. Unglingaregl uþingið

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.