Eining - 01.07.1968, Side 10
10
EINING
Selma Lagerlöf 1927.
Mynd: D. Holmquist.
Þessi mynd er tekin af Márbacka, lieimili skáldkonunnar, eftir að það var gert upp að nýju og
stækkað mjög. 1 síðasta blaði var mynd af heimilinu eins og það var áður.
stórum tjarnarfleti, þegar logn er og veðurblíða. Eru þar
oft haldnir hljómleikar og þing um hugsjónamál.
Við gengum lengi um þennan frábæra furðureit og dáð-
umst að hinni miklu jarðnesku fegurð, sem þar er að sjá.
Garðurinn hefur verið opinn almenningi um árabil, sam-
kvæmt ákvörðun eiganda hans og stofnanda. Tugþúsundir
gesta frá ýmsum löndum heimsækja garðinn á sumri hverju
og njóta um stund þeirrar frábæru fegurðar og snilli, sem
hann hefur að bjóða. Hinn auðugi iðjuhöldur og listunnandi,
Svante Páhlsson, er nú látinn, en afkomendur hans sjá um
rekstur garðsins og munu vafalaust gera um langa fram-
tíð.
Er lokið var tíma þeim, sem við máttum verja til þess að
athuga þennan undragarð, var haldið í einum áfanga til
Karlsstaðar, þar sem vegir ferðafélaganna skildu eftir
ógleymanlegan dag. En á leiðinni nutum við fræðslu ná-
kunnugra um ýmislegt varðandi Vermland, sem ekki hafði
verið hægt að koma að fyrr, og verður nú vikið að sumu af
því með nokkrum orðum.
Skal þá fyrst minnst á nokkra fleiri Vermlendinga, sem
frægir eru bæði heima og erlendis, og héraðsbúar eru að
sjálfsögðu stoltir af. Áður hafði verið minnt á þrjú mikil
skáld og listamenn, sem þar ólust upp og störfuðu. En Verm-
lendingar gleyma ekki að geta tveggja annarra, þegar um
skáldin þeirra er að ræða, og skyldi enginn undrast það.
Þetta eru skáldin Esaias Tegnér og Gustav Fröding.
Tegnér fæddist 13. nóv. 1782 í Kirkerud skammt frá bæn-
um Saffle við Venern. Faðir hans var kunnur prestur á
sinni tíð. Drengurinn missti hann tíu ára gamall og var þá
komið í fóstur til vandalausra, sem reyndust honum mjög
vel. Brátt kom í ljós, að drengurinn var frábærlega gáf-
aður og var því komið til náms af því skilningsríka fólki,
sem hann bjó hjá. Hann lauk menntaskólanámi á óvenju
skömmum tíma og útskrifaðist kornungur, aðeins tvítugur
að aldri, frá háskólanum í Lundi með vitnisburði sem frá-
bær afreksmaður í námi. Og árið eftir varð hann háskóla-
kennari í Lundi og gegndi því starfi við fágætan orðstír til
ársins 1824, en þá var hann kjörinn biskup í Vexiö og því
starfi hélt hann til dauðadags 1846. Eins og geta má nærri,
fór líka mjög mikið orð af honum í embætti biskups.
Tegnér er talinn einn af gáfuðustu lærdómsmönnum Svía
fyrr og síðar. Hann varð þjóðkunnur sem ljóðskáld þegar á
fyrstu háskólakennaraárum sínum og mun jafnan vei’ða tal-
inn í röð meiri háttar skálda Svíþjóðar. Kunnust ljóða hans
á íslenzku mun vera ljóðabálkurinn mikli, FRIÐÞJÓFSSAGA,
í snilldarþýðingu séra Matthíasar. Minnismerki hafa verið
reist af Tegnér á ýmsum stöðum, m.a. í Lundi og á fæðingar-
stað hans.
Gustav Fröding fæddist árið 1860 á sveitabýli nokkru
skammt frá Karlstað. Hann ólst upp heima í sveitinni sinni
og var í rauninni alltaf barn hennar, eins og glöggt kemur
fram í mörgum ljóðum hans. Gáfur hans komu snemma í
ljós. Hann var því sendur til mennta, tók stúdentspróf, inn-
ritaðist í háskólann í Uppsölum, en lauk þar aldrei námi.
Fröding er talinn í allra fremstu röð Ijóðskálda Svía. Kunn-
ur sænskur bókmenntafræðingur segir í formála fyrir úr-
vali ljóða hans, sem nýlega kom út: Kvæði Frödings eru enn
sá bókmenntafjársjóður okkar, sem oftast er vitnað til, og
haft hefur meiri áhrif á skáldbræður hans síðustu hálfa öld
en verk nokkurs annars Svía. Fröding var mikill óreglu- og
mæðumaður í einkalífi og fársjúkur hin síðustu ár. Hann
dó langt um aldur fram, aðeins fimmtugur að aldri. Minnis-
merki um hann eru víða, m. a. á fæðingarstað hans og í
Rotneros.
Kvæði Frödings komu út í þrem stórum ljóðasöfnum á ár-
unum 1891 til 1896. Ýmsir íslenzkir höfundar hafa þýtt ljóð
hans á íslenzku, en Magnús Ásgeirsson tvímælalaust mest
og bezt.
Þá var okkur sagt enn frá tveim frægum sonum Verm-
lands, en það eru uppfinningamaðurinn kunni John Ericsson,
sem m. a. fann upp skipaskrúfuna, og myndhöggvarinn
snjalli Christian Eriksson. Báðir eru þeir víðfrægir og allir
Vermlendingar að sjálfsögðu stoltir af þeim. Uppfinninga-
maðurinn er fæddur skammt frá Filipstad, og er hið glæsi-
lega minnismerki hans í kirkjugarði þess bæjar, en mynd-
höggvarinn er fæddur í Arvika.