Eining - 01.07.1968, Qupperneq 11
E 1 N I N G
11
Loks skal hér getið með nokkrum orðum upplýsinga, sem
við fengum um atvinnuhætti Vermlendinga. Sá atvinnuvegur,
sem langflestir starfa við, er skógarhögg og alls konar iðnað-
ur og störf í sambandi við skóginn. Skógurinn er því mesti
auður Vermlands. Hann þrífst með afbrigðum vel og þekur
hvorki meira né minna en 7/10 hluta af flatarmáli héraðsins.
Aðalnytjatrjátegundirnar eru tvær, greni og fura. Nú eru
störf skógarhöggsmannanna leikur einn hjá því sem áður var,
eftir að nýtízku vélar komu til sögu. Engin á í Svíþjóð fleytir
meira timbri en Klarelfur. Er talið að hún fleyti um 12 millj-
ón trjástofnum á ári til iðnaðarstöðvanna við Væni. Og alls
eru fluttir árlega á ám og vötnum Vermlands meira en 22
milljónir trjástofna. Og ef þeir væru allir lagðir hver við
endann á öðrum, var okkur sagt að þeir næðu um það bil
tvisvar sinnum kringum jörðina við miðbaug. Það var sann-
arlega nýstárleg sjón, a.m.k. fyrir íslendinga, Færeyinga og
Dani, að sjá stóra timburflota á leið niður Klarelfi eða
Frykenvötnin.
Verksmiðjur, sem vinna hinar furðulegustu vörur úr timbr-
inu, eru flestar í suðvesturhluta Vermlands, og afarmikill
sægur manna, karla og kvenna, sem þar hafa fasta atvinnu.
Ég mun aðeins geta hér einnar þessarar verksmiðju sem lítið
dæmi um þennan stórfenglega iðnað Vermlands.
í Árnesi, þar sem Norselfa fellur í Væni, hefur verið reist
mikil verksmiðja, sem framleiðir rayonull úr timbri, en það
er mjög vinsælt efni og eftirsótt til fatnaðar. Árið 1958 voru
framleidd þar 19 þúsund tonn af rayonull úr trjámauki og
mun framleiðslan hafa farið vaxandi síðan. Talið er, að einn
grenitrjástofn, sem er 40 sm. í þvermál og 10 m langur, gefi
20 kg af rayonull, en það nægir í alfatnað á a.m.k. fimm
menn. 38 þjóðir eru nú viðskiptavinir þessa eina vermlenzka
fyrirtækis.
Eins og nærri má geta, vinnur fjöldi manns við það að
gróðursetja skóg á vorin og sumrin á þeim svæðum, sem
höggvin hafa verið, — fylla í hin opnu skörð. Eru þau störf
öll unnin undir stjórn og eftirliti sérfróðra manna.
Annar iðnaður en sá, sem tengdur er skóginum, er einkum
málmiðnaður. Miklar málmnámur eru í Vermlandi, einkum í
nágrenni borganna Karlskóga og Filipstaðar. Um árabil
framleiddi Vermland meira af járni en nokkurt annað hérað
í Svíþjóð, en þá voru þar margar en tiltölulega litlar járn-
vinnslustöðvar. Mikill hluti af þessu járni var selt til Eng-
lands, þar sem Englendingar gátu þá ekki framleitt eins
mikið og þeir þurftu. En svo voru fundnar upp nýjar og
miklu stórvirkari aðferðir við járnvinnslu, og urðu þá Verm-
lendingar undir í samkeppninni með sínar litlu og úreltu járn-
vinnslustöðvar. Um þetta leyti tóku líka augu manna að opn-
ast fyrir hinum miklu verðmætum skógarins, og fleiri og fleiri
fengu atvinnu við skógarhögg og skógariðnað. Það fór því
svo, að hinar mörgu og litlu málmvinnslustöðvar Vermlands
lögðust niður með öllu. Var okkur tjáð, að nú væru aðeins
átta málmvinnslustöðvar í Vermlandi. En að sjálfsögðu eru
þær reknar með nýtízku hætti og framleiða sumar vörur, sem
kunnar eru um allan heim.
Eins og mörgum er vafalaust kunnugt, eru sænskar iðn-
aðarvörur með því allra bezta, sem til er á heimsmarkaðin-
um. Og Vermlendingar láta vissulega ekki hlut sinn eftir
liggja í því sambandi.
Ekki er hægt að skilja svo við atvinnuhætti Vermlendinga,
að ekki sé vikið að landbúnaðinum: akuryrkju og kvikfjár-
rækt. Landbúnaður hefur alltaf verið mikilvæg atvinnugrein
í Vermlandi, bæði fyrr og nú, en hefur að sjálfsögðu breytt
mjög um svip á síðari árum, skv. kröfu hinna nýju tíma. Hef-
ur þar sama sagan gerzt og í öðrum menningarlöndum.
Samkvæmt heimildum fréttamanna okkar er ræktað land
rúmlega y10 hluti af flatarmáli héraðsins og hvorki meira né
minna en einn þriðji hluti íbúanna, sem vinnur að landbún-
aðinum og hinum ýmsu greinum hans.
Jarðvegur Vermlands er ekki eins vel fallinn til akuryrkju
og í ýmsum öðrum héruðum Svíþjóðar. Loftslagið er heldur
ekki eins hagstætt og æskilegt væri. Vorin eru sögð of þurr-
viðrasöm einmitt þegar fræin þurfa alveg sérstaklega á raka
að halda. En þrátt fyrir þetta er töluvert mikil akuryrkja í
héraðinu, og eru hafrar sú korntegund, sem gefur mestan
arð. Uppskerumagn þeirra er helmingi meira en hinna teg-
undanna allra samanlögð. Hveitirækt er vaxandi og ræktun
jarðepla og annri’a garðávaxta er mikil. Kvikfjárrækt er líka
vaxandi. Meiri hluti bændanna framleiðir bæði mjólk og kjöt,
sem þeir svo senda til samvinnufélaga, sem þeir eru sjálfir
eigendur að.
Það er því harla augljóst mál, að landbúnaðurinn stendur
föstum fótum í Vermlandi, og mun svo vafalaust verða lengi.
Lesendur góðir. Það, sem hér hefur verið sagt um Verm-
land og Vermlendinga, gefur aðeins örlitla innsýn í þetta
fagra og söguríka hérað og líf hinna starfsömu og ágætu íbúa
þess.
Þau hafa jafnan verið mörg og svo er
enn. Mesti sæmdarmaður, aldurhniginn
kennari, skrifar ritstjóra blaðsins m.a.o.
á þessa leið:
„Ég er nýbúinn að lesa bók, sem rædd
var í útvarpinu, af blaðamönnum og
frekar hælt þar. Ég var furðu lostinn
við lestur bókarinnar. Hún virðist vera
skrifuð frá upphafi til enda í fylliríi, og
bregður varla fyrir ódrukkinni persónu.
Orðum og hugsunum er þar blandað
saman í einn hrærigraut og lesandi
botnar ekki neitt í neinu. Meginefni bók-
arinnar er fylliríiskynórar. Svo er verið
að kynna þetta í útvarpi. Hvað á slíkt að
þýða.“
Bréfritari nafngreinir ekki bókina og
er því ekki hægt að dæma um hana hér,
en líklega myndi þessi dómur aldraða
kennarans fá fljóta afgreiðslu hjá of-
látungi þeim, sem skrifaði í dálka Vel-
vakanda, Morgunblaðið 14. febrúar og
taldi sig og aðra unga menn í íslandi
heilbrigðari, skynsamari og frjálslynd-
ari en okkur hina eldri, og hefðu lítið af
okkar ofstæki og kjánalegu áhyggjum,
erft lítið af okkar dugleysi gagnvart
erfiðum vandamálum og væru að „öllu
leyti mun heilbrigðari,“ en við eldri kyn-
slóðin. Ekki vantar hógværðina eða hitt
þó heldur. Þessi stóryrði mannsins eru
nú bezta sönnunin um afvegaleiðsluna,
þegar bragðvísin er orðin slík, að menn
finna ekki mun á súru og sætu. Koma
þá í huga orð spámannsins Jesaja:
„Vei þeim, sem kalla hið illa gott og
hið góða illt, sem gera myrkur að ljósi
og ljós að myrkri, sem gera beiskt að
sætu og sætt að beisku. Vei þeim, sem
eru vitrir í augum sjálfra sín og hyggn-
ir að eigin áliti.“
* * -K * *