Eining - 01.06.1971, Side 6
6
EINING
Manitoba, áttum við hjónin ágæta ná-
granna, sem voru oft áheyrendur mín-
ir þar. Húsbóndinn hafði notað nef-
tóbak mestan hluta ævinnar. Er hann
var gestur okkar eitt sinn, sagði kona
mín við hann: Láttu mig nú fá tóbaks-
dósimar, og hann fékk henni þær og
tók ekki framar í nefið. Við geymdum
dósirnar lengi.
Mörgum árum síðar, er ég var á
fyrirlestraferð í Skagafirði, fékk ég
lítið bréf; í því var peningaseðill og að-
eins þau orð, að án minna áhrifa hefði
seðlinum verið brennt í tóbaksreyking-
um. Auðvitað prédikaði ég minnst um
tóbak, en lét oft þau orð falla, hve
fávíslegt það væri að brenna peningum
sínum í tóbaksreykingum.
Svo var það í kauptúni einu norð-
anlands að töluverð saga gerðist, of
löng til að segja hana hér til hlítar.
Ég flutti nokkur erindi á þessum stað
og annað kvöldið, sem ég talaði þar,
var mér sagt, að fleiri hefðu verið tald-
ir út úr samkomuhúsinu en til væru
í þorpinu, fólk kom að nokkuð langar
leiðir. Þá var mér líka sagt, að 8 manns
í þorpinu hefðu heitið því að hætta
tóbaksneyzlu. Einhverjir þeirra munu
þó hafa brotið það loforð síðar, en sum-
ir aldrei, og kaupmaður einn á staðnum
seldi aldrei sígarettur eftir þetta. Mér
var svo vel tekið, að ég varð að svara
beiðni manna um að koma út í sveitir
og flytja erindi á skemmtisamkomum
manna, vaka við það nótt eftir nótt,
flutti tvö erindi á hverjum stað, annað
kl. 10 að kvöldi og hitt kl. 2 eða 3 um
nóttina. Þetta reyndi töluvert á þrek
mitt og heilsu, en var mjög ánægjulegt
— ógleymanlegt.
Austur á fjörðum gekk eitt sinn
ungur maður út úr samkomuhúsi, þar
sem ég hafði flutt ræðu — prédikun,
og beint að steini, lagði reykpípuhaus-
inn þar á og braut hann með öðrum
steini. Þar með var hann hættur reyk-
ingum.
Ég var aldrei margorður um reyking-
arnar og fór aldrei út í nein vísindi,
en lagði áherzlu á, hve þetta væri í
raun og veru kjánalegur siður, óþrifa-
legur, óhollur og fávíslegt að brenna
þannig peningum sínum, og til tilfinn-
inganna talaði ég með hinum dásamlegu
orðum postulans mikla, Páls, þar sem
hann segir: „Allt er leyfilegt, en ekki
allt gagnlegt, og ég má ekki láta neitt
fá vald yfir mér.“ Maðurinn á að vera
frjáls, alfrjáls en ekki þræll, ekkert
annað er mannsæmandi, ekki þræll
neinna skaðnautna. Menn fæðast ekki
með sígarettu eða reykjapípu í munn-
inum, og ekki heldur með tóbaksdósir
í höndunum. Tóbaksnautnin er ekki
meðfædd, hún er ávanasiður, og mað-
urinn á ekki að gerast þræll hennar.
Það sæmir honum ekki. Hann á að vera
sá sem valdið hefur yfir öllum ósiðum,
en ekki þræll þeirra. Tóbaks- og áfeng-
isneytendur verða oftast þrælar nautn-
arinnar og segjast ekki geta hætt, fjötr-
aðir þrælar. Þetta er manninum ósam-
boðið. Á þetta lagði ég mesta áherzlu
í baráttu minni — prédikun minni gegn
tóbaksneyzlunni, og sá oft nokkurn ár-
angur. Það gefur oftast beztu raun að
tala til tilfinninga manna, því að af
þeim stjórnast menn fremur öllu öðru.
Gefi nú öll góð öfl herferðinni nýju
gegn tóbakinu glæsilegan sigur.
Pétur Sigurásson.
Séra Sveinn Víkingur
Snemma í júní sl. hafði einn af merk-
ustu klerkum landsins, séra Sveinn Vík-
ingur, vistaskipti og hvarf til hinna
háu heima, sem hann hafði hugleitt
mjög um ævidaga sína og frætt okkur
um myndarlega. Okkur fannst mörgum
hann kveðja okkur of fljótt, því að
hans auða sæti er vandfyllt.
Fæddur var séra Sveinn 17. janúar
1896 í Garði í Kelduhverfi, N.-Þing.
Prestsembætti þjónaði hann árin 1922-
1942 á ýmsum stöðum, lengst af í
Dvergasteins-prestakalli, Seyðisfirði.
Biskupsritari og skrifstofustjóri var
hann árin 1942—59. Einn vetur var
til bindmdisstarfssem i
Folket, Noregi, getur þess að félags-
málanefnd Stórþingsins, hafi rætt vax-
andi áfengisneyzlu þjóðarinnar og að
gegn henni þurfi að herða sóknina,
slær fram þeirri athugasemd, hvort
ekki væri réttmætt að láta megnið af
áfengissölugróðanum ganga til bindind-
isstarfseminnar.
Þetta er rökrétt hugsun. Bemard
Shaw sagði einhverju sinni, að ætti
áfengissalinn að bæta fyrir allan þann
skaða, sem áfengissalan veldur, þá
mundi enginn selja áfengi.
hann skólastjóri Samvinnuskólans að
Bifröst, og báru skólasveinar á hann
mikið lofsorð, sögðu hann hinn skemmti-
legasta og bezta skólastjóra, sem þeir
hefðu kynnst, og er það vel skiljan-
legt, því að maðurinn var bæði gáfaður
og skemmtilegur.
Séra Sveinn Víkingur var í alla staði
merkur klerkur, ræðumaður og fyrir-
lesari hinn ágætasti, þóttu útvarpser-
indi hans ávallt góður fengur. Á rit-
vellinum var hann mikilvirkur, ritaði
og þýddi fjölda bóka og skrifaði all-
marga tugi blaðagreina.
Kvæntur var séra Sveinn Sigurveigu
Gunnarsdóttur frá Skógum í öxar-
firði og lifir hún mann sinn.
Þegar ég undirritaður vann það af-
rek að stofna stúku á Seyðisfirði á ár-
unum laust eftir 1930, já, ég segi af-
rek, því að einn ágætur bankamaður
þar, Gunnlaugur Jónasson hét hann
víst, sagði, að sér hefði aldrei til hugar
komið að slíkt gæti gerzt þar, þá voru
það ekki minni karlar, sem þátt tóku
í stúkustofnunni, en þeir séra Sveinn
Víkingur, Haraldur Guðmundsson, þá
bankastjóri, síðar ráðherra og merkis-
bóndinn Jón í Firði, engir trúbræður
í pólitík. Afrek var það að stofna þessa
stúku með þessum ágætu mönnum, en
skammlíf varð hún samt, því miður.
Séra Sveinn Víkingur andaðist 5.
júní sl. Hans er gott að minnast og
hugheila samúð votta ég konu hans og
öðrum nánustu.
Pétur Sigurðsson.
>000-00000000000000000000000000000000000000000