Eining - 01.06.1971, Side 14
14
EINING
um þau mál væri æskileg. Vissir
námshópar hafa margvísleg- kennslu-
gögn til afnota, en aðrir hópar eru
vanræktir í þessu tilliti. Hópar þeir,
sem ekki hafa næg kennslugögn, eru
nemendur á grunn- og miðskólastigi,
í iðnskólum og í kennaraháskólum.
Ennfremur verður að minnast nem-
enda, sem eru öryrkjar, og þeirra,
sem erfitt eiga með að tileinka sér
venjulegan námshraða á námskeið-
um.
3. Að því er varðar kennslugögn fram-
tíðarinnar, er ekki um að ræða nein
þau frávik í markaði fræðslunnar
um áfengi og eiturlyf, sem hafa ætti
áhrif á gagnkvæm skipti. Varðandi
framleiðslu nýrra kennslugagna,
sem eru í undirbúningi, skal bent
á eftirfarandi atriði, er verða mættu
til þess að auðvelda sameiginleg
not innan Norðurlanda: Teiknifilm-
ur eru betur fallnar til notkunar í
fleiri en einu landi en aðrar filmur,
vegna þess að þær úreltast ekki eins
fljótt, og samfösun á hljóði og mynd
er ekki eins háð því, hvaða tungumál
er talað. Kennslugögnin skulu vera
hönnuð á þann veg, að auðvelt sé
að setja inn texta í hverju landi
um sig. Textasetning skal unnin
heima fyrir. Ef gert er ráð fyrir
skiptum á kennslugagni, skulu á-
ætlanir gerðar það tímalega, að
unnt verði að koma á framfæri sjón-
armiðum eða áliti um hin ýmsu
uppbyggingaratriði þess. Leitazt
verði við að taka upp staðlaðar
gerðir námsgagna (t. d. er pappírs-
stærðin A4 handhæg í námsverkefni
fyrir nemendur).
I hverju landi fyrir sig ætti að
vera einhver einstaklingur, sem hef-
ur samband við kennara og fram-
leiðendur til þess að leita uppi hag-
nýta reynslu og nýjungar, sem fram
hafa komið innanlands, og ef ætla
mætti þær áhugaverðar fyrir öll
Norðurlönd að koma þeim þá á
framfæri við sambandsnefndina
innan Nordan.
4. Æskilegt er, að norræn samfram-
leiðsla hefjist, séu nokkur tök á því.
Það væri hagkvæmt, að markaður-
inn víkkaði út yfir landamæri hvers
lands um sig, bæði frá kennslufræði-
legu og fjárhagslegu sjónarmiði.
Þessi framleiðsla kennslugagna ætti
að miðast við a) nemendur, b) kenn-
ara og c) kennaranema.
Gott væri að útbúa samstæðu
fræðslugagna um áfengi, eiturlyf og
tóbak til gagnkvæmra nota í lönd-
unum.
Framleiða skal handa nemendum og
kennurum gagnakort (lausblaða-
kerfi). Lausblöðin hafa þann kost,
að þau má endurnýja, þegar þau
verða úrelt. Semja ætti námsverk-
efni til notkunar með gagnakortum.
Hentugar myndir, ýmiss konar
geislamyndir (slides) ættu að vera
fyrir hendi, ásamt hinum prentuðu
gögnum. Stórar skuggamyndir, tylli-
myndir (tyllt á flónelstöflu) ogkyrr-
filmur ætti að framleiða sameigin-
lega, þar eð slíkt myndaefni hefur
beint notagildi í öllum löndunum.
5. Hafa ber í huga, að við fi*amleiðslu
kennslugagna er erfitt að taka til-
lit til séraðstæðna í hinum einstök-
um löndum. Samframleiðsla, eða
framleiðsla fyrir öll Norðurlönd
krefst nákvæms og sérstaks undir-
búnings frá upphafi.
Vandamál geta risið út af höfund-
arrétti, ef skipzt er á útdráttum
námsgagna og námshugmyndum.
Fela verður úrlausn slíkra mála
lögfræðingum eða öðrum sérfróðum
mönnum.
Mikilvægt er að efla menntun
kennara á sviði eiturefna og um-
hverfismála.
Allt efni, sem notað er við fræðsl-
una, skal vera þannig úr garði gert,
að það veki áhuga nemandans.
Stefna ber að því, að nemandinn
skynji samfélagslegt mikilvægi efn-
isins, en til þess er notkun mynda
vel fallin, og enn fremur umræður
með ýmsu sniði, t. d. hópumræður.
Ráðstefnunni var slitið sunnudaginn
28. febrúar, síðdegis. Voru allir þátt-
takendur sammála um, að hún hefði
tekizt ágætlega, og að norrænt samstarf
á þessu fræðslusviði væri mjög mikil-
vægt.
SigurSur Gunnarsson.
EINING
Eining er fagurt orð á vörum.
Eining er túlkun góðleikans.
Eining hlúir að allra kjörum
Einnig er markmið hyggins manns.
Eining er líftaug alheimsfriðar.
Eining er sál hins fagra siðar.
Eining er friðarandans val.
Eining er það, sem koma skal.
P.S.
SINNULEYSID
VERST
Enskt skáld hefur ort ljóð um komu
Krists til nútímaborgar. Hann var ekki
ofsóttur og ekki krossfestur, en hann
varð fyrir því, sem honum fannst enn
verra. Það skipti sér enginn af honum,
og þá lætur skáldið hann óska sér held-
ur Golgata.
Það snerti enginn hár á höfði
hans af kristnum lýð,
en úti stóð hann aleinn
þar til endað var hans stríð.
Afskiptaleysið getur stundum kvalið
verr en ofsóknir.
Löngum getur það verið hin sterka
hlið mannanna að vera ósammála um
eitt og annað. Allir höfum við t. d.
óbeit á ofdrykkju, en svo skiptast menn
í hópa. Sumir fylgja algeru bindindi,
aðrir telja hófsemd í áfengisneyzlu
færa leið og jafnvel æskilega. Þeir
leggjast því jafnan gegn róttækum
hömlum, svo sem áfengissölubanni, og
til þess að geta verið lausir við slík
bönn, eru þeir fúsir til að lofa öllu
góðu, lofa að styðja upplýsingu og
fræðslu í þessum málum, reglusemi og
almennt bindindi.
Slík fyrirheit eru vissulega virðing-
arverð, en efndirnar verða oftast frem-
ur litlar. Svæsin andstaða getur verið
óþægileg, en hún vekur þó oftast sækj-
anda og verjanda til átaka, en afskipta-
leysið, fálætið er seigdrepandi.
Án þess að það væri á nokkurn hátt
ósk mín, dæmdist það á mig að sjá
um ritstjórn og útgáfu blaðsins Ein-
ingar. I þetta hef ég varið miklum tíma
næstum þrjá áratugi. Flestir þrá að
sjá sem mestan árangur verka sinna.
Vanþakklátur væri ég, ef ég þakkaði
ekki alla þá góðvild, sem ég hef orðið
aðnjótandi í sambandi við þetta starf,
og undrandi mundi margur verða, ef ég
birti kafla úr yfir 100 bréfum, sem
ég hef fengið frá mönnum víðs vegar
um land, sæmdarmönnum, þjóðkunnum
og menntuðum mörgum, sem oft hafa
sagt fullmikið gott um blaðið. Sam-
kvæmt þeim vitnisburði ætti það ekki
að vera ólæsilegra en ýmislegt annað,
sem nær til fjöldans, en skyldi það ekki
vera megnið af Reykjavíkurbúum, sem
vita ekki hið minnsta um að blað þetta