Eining - 01.06.1971, Page 16
16
EINING
Þróttmikið bréf áhugamanns
Ánæg-julegt er að verða þess var, að
allvíða lifir áhugaeldurinn. Bóndi norð-
ur í landi, Stefán Kr. Vigfússon, norð-
ur í Núpasveit, Norður-Þing., skrifar
einum okkar ágæta samherja í bindind-
isstarfinu mjög hvetjaandi og þrótt-
mikið bréf. Þar segir m. a.:
„Ég get ekki stillt mig um að minn-
ast nokkrum orðum á áfengisvanda-
málið. Þar sígur stöðugt á ógæfuhlið.
Áfengisneyzla vex frá ári til árs, með
öllum þeim óheillafylgjum, sem henni
eru samfara. Mér finnst skorta mjög á
öfluga sókn gegn áfengisneyzlunni. Hér
gildir það sama og um önnur mál, það
vinnst ekkert nema starfað sé. Áróður
og starf eru þau tæki, sem nota verður
til hins ýtrasta, eigi eitthvað að vinnast.
Allir, sem sjá hvílíkur þjóðarvoði hér er
á ferð, með sívaxandi áfengisneyzlu, og
þeir hljóta að vera margir, verða að
taka höndum saman — samtök eru
máttur — og breyta vörn og undan-
haldi í sókn. Landssamtök gegn áfengis-
bölinu, áfengisvarnanefndir, Góðtempl-
arareglan og allir aðrir áhugamenn um
þetta mál, verða að sameinast. Með
samtaka sókn allra þessara aðila, er
enginn vafi á að viðhorf muni ger-
breytast, og vöni og undanhald snúast
í sókn. Sækja mætti fram á mörgum
vígstöðvum og eftir ýmsum leiðum og
kreppa þannig að óvininum.“
Bréfritarinn flytur svo alllangt mál í
ýmsum liðum um það, hvað gera þurfi
og hvernig, en það verður ekki birt hér,
því að áratugum saman erum við bind-
indismenn búnir að glíma við öll þessi
atriði. Ef bréfritari vildi fletta nokkr-
um árgöngum af blaði okkar Eining-
unni, mundi hann sjá, að við höfum ekki
sofið á verðinum, en það eru mörg
ljón á veginum og er þá komið hér að
ofureflinu, sem vikið skal að dálítið
nánar. Bréfritari nefnir t. d., hve á-
hrifaríkt það væri, ef landssamtök bind-
indismanna skoruðu á ríkisstj ómina að
hætta öllum vínveitingum í opinberum
veizlum sínum, og fylgja svo áskorun
þessari fast eftir.
Áratugum saman erum við bindindis-
menn búnir að samþykkja og senda frá
þingum okkar slíka áskorun, en allt
situr við hið sama. — Gott er að kynn-
ast áliti bréfritarans á áfengisbanni.
Hann segir: „En lokamarkið hlýtur að
vera alger útrýming áfengis úr landinu.
Svo fráleitt sem þetta sýnist vera, hef
ég þá trú, að það sé framkvæmanlegt.
Með sameiginlegu átaki margra, fórn-
fúsu starfi, og bjargfastri trú á mál-
staðinn.“ — Þetta er vel mælt.
Komum nú snöggvast að „ljónunum
á veginum,“ sem áður voru nefnd, þeg-
ar um það er að ræða, að hóa saman
allsherjar samtökum til áróðurs gegn
áfengispestinni.
Hið fyrsta er þá þetta, að búið er
að brytja allt þjóðfélagið niður í næst-
um óteljandi félög, klúbba, hagsmuna-
hópa, stéttasamtök og flokka. I öllum
þessum samtökum þarf auðvitað hver
að hugsa um sitt félag fyrst og fremst,
og því miklu erfiðara en áður var að
fá einhver allsherjar samtök um eitt
og annað. Við bindindismenn stofnuð-
um þó fyrir nokkrum árum Landssam-
bandið gegn áfengisbölinu. I því eru nú
um 30 félög og félagskerfi. Flest þau
félög eru þó að mestu óvirk, en samt
gott að eiga samhug þeirra og atkvæði.
Þau senda fulltrúa á aðalfundi samtak-
anna og fulltrúafundi. Þar eru áhuga-
málin rædd og samþykkt eitt og annað.
Landssamband þetta vinnur svo á ýms-
an hátt, með útvarpserindum, blaða-
greinum, árlegum bindindisdegi, fund-
arhöldum og erindrekstri eftir því sem
við verður komið.
Erfiðleikar okkar bindindismanna er
alltaf skorturinn á starfskröftum. Ef
vel ætti að vera, þyrfti Landssambandið
gegn áfengisbölinu að hafa launaðan
starfsmann, áhugasaman og sterkan,
sem gæti fórnað því öllum sínum kröft-
um. Slíkan launaðan og fastan starfs-
mann þyrfti Bindindisfélag ökumanna
einnig að eiga. Áfengisgróðanum ætti
að verja, eða að minnsta kosti dálitlum
slatta af honum, til að launa hóp slíkra
starfsmanna. Raunsæismaðurinn Bern-
ard Shaw skrifaði það eitt sinn, að ef
áfengissalinn ætti að borga allar skað-
legar afleiðingar áfengissölunnar, þá
dytti engum manni í hug að selja áfengi.
Þannig ætti þetta að vera. Gróðinn af
áfengissölunni á að fara sem mestur til
að vinna gegn skemmdaráhrifum henn-
ar.
Annað ljónið á veginum er þetta, að
þegar menn sjá enga leið til að ná
baráttumai’kmiðinu, þá láta þeir „mátt-
vana hendur“ síga. Áfengissalan á ís-
landi er í sterku virki löggjafarþings
og ríkisstjórnar, og landslýðurinn sér
enga leið til að hrekja hana þaðan, tel-
ur áfengisbann ófáanlegt og missir því
áhugann, þrátt fyrir allt fræðslustarf.
Því miður er það aldagömul reynsla
allrar umbótastarfsemi, að áhrif fræðsl-
unnar og almenningsálitið er eins hvik-
ult og hverfult sem morgunroði. Hvað
eftir annað hefur bindindismönnum
tekizt að gera þjóðir bindindissamar,
en svo hefur ófögnuðurinn dunið yfir
á ný. Til dæmis ólst upp hér í landi
heil kynslóð laus að mestu við áfengis-
böl á árunum 1910 til fram yfir 1920,
og um nokkur ár mátti landið heita
þurrt, en strax er Spánarvínin komu
og í kjölfar þeirra frjálsa áfengissalan,
þó í höndum ríkisstjórnar, skall áfeng-
isflóðið aftur yfir þjóðina, og hvorki
fræðsla né almenningsálit gat afstýrt
þeim ófagnaði. Sjái menn ekki tækifær-
ið til að ná markinu, kólnar áhuginn.
Reynslan hingað til hefur verið ömur-
leg. Ljónin á veginum eru grimm, en
fleiri verða ekki talin hér að þessu
sinni.
Örugglega er það rétt, sem bréfrit-
arinn segir, að markmið herferðarinnar
gegn áfengismeinsemdinni verði „alger
útrýming áfengis úr landinu.“ Markviss
stefna að áfengisbanni muni áreiðan-
lega vekja nýjan áhuga og til starfa
nýja starfskrafta og samstillt baráttu-
lið, sem keppti að verðugu marki. Eng-
in þjóð getur talizt sannmenntuð menn-
ingarþjóð, ef hún heldur áfram að selja
börnum sínum þann eiturdrykk, sem
sviftir menn ráði og rænu, og gerir þá
að auðnuleysingjum, plágu sinna nán-
ustu, vandræðamenn á ýmsum sviðum
og stundum að glæpamönnum og hörmu-
legum slysavöldum. Útrýming áfengis-
ins þarf að verða alþjóða-siðbót, sem á
sínum tíma lögleiðir alþjóðabann á á-
fengissölu. Ekkert annað sæmir þjóð-
um sem vernda vilja heill og velferð
barna sinna.
I niðurlagi bréfsins segir Stefán Kr.
Vigfússon: „Ekki er vafi á því, að þær
slá oft ofbirtu í augu margi’a og glepja
þeim sýn, milljónirnar, sem áfengissal-
an gefur í ríkiskassann. En væri allt
virt, sem til frádráttar kemur, sem að
vísu er ekki hægt, en þjóáin verður á
margvíslegan hátt að greiða, ekki ein-
ungis í verðmætatjóni, heldur einnig,
og það er það alvarlegasta, í siðferði-
legu og menningarlegu tjóni, heimilis-
böli, sorg og tárum.
Ætli milljónirnar, sem innheimtar