Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 3

Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 3
JAFNAÐARMAÐURINN ÚTGEFANDI: VERKALÝÐSFJELAG NORDFJARDAR Noröfiröi, mars 1926 FYL6D UR HLAfil. Um leið og „Jafnaðarmaðurinn“ leggur út í fyrstu för sína, er rjett að fylgja honum úr lilaði með nokkrum orðum. Austfirskur verkalýður hefir hing- að til verið það ver settur en verkalýður annara landsfjórðunga, að hann hefir ekki haft neitt blað til umráða. Opinberlega hefir hann því ekki getað borið hönd fyrir höfuð sjer er á liann hefir verið ráðist, nje bent á þau rök, er liggja til grundvallar fyrir sann- girniskröfum þeim, er^verkalýður- inn gerir, eða gerðar eru í nafni hans, og sem svo mörgum sjest yfir við yfirborðs athugun. Með útgáfu „Jafnm.“ er reynt að ráða bót á þessu. íhalds- og Framsóknarflokkurinn halda nú báðir út blöðum hér eystra : íhald- ið „Hæni“, Framsókn „Eini“, og því er bæði eðlilegt og sjálfsagt, að allir alþýðuflokksmenn hjer eystra fylki sjer um málstað sinn, sem lengst af hefir veriö bitbein hinna flokkanna. Vegna óhægrar aðstöðu um prentun getur blaðið ekki komið oftar út en einusinni á mánuði hverjum þetta ár. því mun breytt síðar, ef ástæður leyfa. það erv ætlan vor, sem að „Jafnm.“ stöndum, að nota rúm blaðsins sem mest til: að fræða almenning um jafnaðar- stefnuna og viðhorf hennarvið ýmsum rrálum, sem nú eru, eða verða í náinni framtíð, á dagskrá með þjóðinni; að vinna að því, að austfirskur rerkalýður sameini sig sem best í baráttu sinni fyrir bætt- um lífskjörum og auknu póli- tisku frelsi, og að rökræða önnur þau mál, sem varða fjárhagslega eða andlega afkomu þjóðarinnar. Auk þess mun verða reynt, eins og rúm og tími leyfir, að hrinda mestu öfgunum, sem andstæðing- ar jafnaðarstefnunnar þyrla upp gegn henni og málsvörum hennar. þó mun blaðið í lengstu lög reyna að leiða hjá sjer persónulegar ill- deilur við andstæðingana, en meta meira málstaðinn, sem um er deilt. Útgáfa þessa mánaðarblaðs — — „Jafnaðarmannsins" — er fyrsta tilraunin, sem gerð er hjer eystra, til þess að koma upp málgagni handa verkalýðnum. Til hans snú- um vjer því máli voru og vænt- um þess, að austfirskur verkalýð- ur sje svo þroskaður, að hann fái haldið uppi málgagni, er hann geti beitt til sóknar og varnar í sínum málum. Jafnframt þeirri nauðsyn, að verkalýðurinn eigi sjálfur blað, þar sem honum er að mestu lokaður aðgangur að íhalds- og „framsóknar“-blöðunum — eins og við er að búast — ætti austfirsku verkafólki að vera það metnaðarmál, aö geta haldið úti blaði, þar sem verkalýður ann- ara Iandsfjórðunga hefir þegar um allmörg ár haldið úti vikublöðum og dagblöðum og tekist prýðilega. Vjer heitum því á yður, aust- firskir verkamenn og verkakonur, og aðra þá, sem fylgja jafnaðar- stefnunni og skilning hafa á kröf- um verkalýðsins, til stuðnings blað- inu. Kaupið blaðið og greiðið það skilvíslega, lesið það og athugið gaumgæfilega viðhorf það í lands- og sveitarmálum, sem þar verður haldið fram, og greiðiö götu þess, ef yður líkar viðhorfið vel. Oss er það fyllilega Ijóst, að til- verurjettur „Jafnaðarm.“ byggist eingöngu á því, hvernig öll alþýða lijer eystra tekur honum. Sje hún samhuga um að gera hann að öfl- ugum málsvara sínum, og standi hún sameinuð og ákveðin um sín velferðarmál, mun blaðinu auðnast að bera kröfur verkalýðsins fram til sigurs. Verði aftur á móti sund- urþykki og óánægja — hin alþekta austfirska hreppapólitík, eða ann- að því um líkt — til þess að veikja samheldnina, verður vinningurinn smærri eða jafnvel enginn. Hið fyrsta, sem öll alþýða þarf að láta sjer skiljast, er það, að kröfur hennar eru alstaðar líkar. Hvort sem firðir, fjöll eða úthöf aðskilja þá einstaklinga, sem starfa, og hvort sem verkefnið er hið sama á öllum stöðum eða sitt á hverjum staðnum, eru kröfur verka- lýðsins í öllum aðalatriðum hinar sömu. Öílugasta og besta vopnið í bar- áttu verkalýðsins fyrir bættum lífs- kjörum, það vopnið, sem eitt dug- ar, er öflug samtök verkalýðsins sjálfs. þau fara sífelt í vöxt ann- arsstaðar í heiminum til stórkost- legra hagsbóta fyrir allan almenn- ing. Hjer eystra bíður yðar, verka- menn og verkakonur, sama verk- efnið. Útg. Prestskosningin íDvergasteinspresta- kalli fór þannig, að Sveinn Víkingur Qrímsson var kosinn með 369 atkv., en Sigurjón Jónsson fjekk 149 atkv. — Þorvarður G. Þormar og Hálfdán, son- ur Jóns biskups Helgasonar, tóku báðir umsóknir sínar aftur.

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.