Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 10
8
Daglaun hertogans veröa að teljast
viðunandi á þeim „sparnaðartímum“,
sem auðvaldið prjedikar að nú standi
yfir í heiminum. — Það er von þeir
kvarti yfir háa kaupgjaldinu, atvinnu-
rekendurnir!!
Aukning fiskifiotans.
Áriö sem !eið jókst fiskiflotinn hjer
á Norðfirði að mun. Voru keyptir
hingað fjórir alveg nýir mótorbátar
frá útlöndum og línuveiðarinn „Eljan",
auk þess, sem við bættust aðkeyptir
bátar innlendir. Var útgerð því með
mesta móti síðastliðið ár. Ekki hefir
þetta ár byrjaö ver. Tvö skip hafa
þegar verið keypt: „Sleipnir", nýtt
mótorskip frá Noregi, um 60 smá!.
að stærð, eign Jóns Benjamínssonar,
útgeiöarmanns, og „Hugo“, gufuskip
um 90 smál., eign Sigfúsar Sveins-
sonar, kaupmanns, keypt hingað frá
Siglufirði. Eru bæði skipin hin feg-
urstu og vel útbúin. Er það vel fariö,
að skipin stækki, því þeim mun trygg-
ara er líf sjómanna, og erj vonandi,
að skipstjórarnir verði jafn aflasælir
á stóru skipunum og þeir voru á
bátunum smáu.
Kaupgjaldssamningar.
I janúaimánuði s. !. gerði Verka-
lýðsfjelag Norðfjarðar og atvinnurek-
endur hjer með sjer samninga um
kaupgjald verkafólks við algenga dag-
launavinnu. Eru það fyrstu slíkir
samningar, sem hjer hafa verið gerð-
ir. Gilda þeir til áramóta, en skulu
endurskoðaðir í desember. Er það
hin mesta nauðsyn, að slíkir samn-
ingar geti komist á sem allra víðast.
Tekst með þeim hætti að bæta kjör
verkafólks að mun, bæði livað kaup-
hæð snertir og vinnutíma, auk þess,
sem þannig má kippa burt ýmsum
slæmum venjum, sem öllum eru til
skaða. Hjer eystra er það víða svo,
að kaupgjald er að jafnaði ekki greitt
í peningum, sem þó ber að gera að
landslögum. Hafa verkamenn ekki í
fullu trje við atvinnurekendur, er halda
vilja í skuldaverslunina gömlu, um
að fá því framgengt, því þeir eiga á
hættu að sneitt verði hjá þeim mönn-
um til vinnu, sem peningborgunar
krefjast. Meðan skuldaverslunin helst
nýtur samkepni sú í verslun, sem enn
á sjer stað meðal smákaupmanna og
JAFNAÐARMAÐUR INN
JAFNAÐARMAÐURINH
g kemur út einusinni á mánuði og
kostar 35 aura blaðið. Fæst hjá
o verkamannafjelögum auslanlands. o
Afgreiðslu annast
o Þorsteinn Víglundsson, Noröfirði. o
ob0<S>00CS>00<Œ>0®0Œ>00Œ)0dS
kaupfjelaga, sín ekki, og kemur eng-
um að noturri. Úr þessu má einnig
bæta með verkkaupssamningum. Þar
er jafn sjálfsagt ákvæði um greiðslu
kaupgjaldsins eins og hæð þess.
Ennfremur er það hagræði öllum
þeim, sem atvinnu leita til einhvers
staöar, að kaupgjald þar sje samn-
ingsbundið. Sje fólks þörf, njóta að-
komumennirnir sömu kjara og heima-
menn, en veröa ekki tii þess, að
halda óeðlilega lágu sínu kaupi og
annara, með því aö bjóöa sig fyrir
lágt kaup. Ættu því allir verkamenn,
er atvinnu leita, að spyrjast fyrir hjá
verkalýðsfjelögum um kaupgjaldið á
staðnum. En það hefir sýnt sig hjer,
og á sjálfsagt eftir að koma enn bet-
ur í ljós, að verkamenn fá engu um
þokað sjer í hag, nema ineð órjúf-
anlegum samtökum.
Bæjarrjettindin.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
að lögum um bœjarstjórn d Norð-
firði. Er það samið af hreppsnefnd
Neshrepps og flutt í þinginu af þing-
mönnum kjördæmisins. Öllum, sem
nokkuð þekkja til hjer á Norðfirði,
mun koma saman um það, að brýna
nauðsyn ber til þess, að breyting fá-
ist, frá því sem nú er, á löggætslu
og dómstjórn allri hjer í kauptúninu,
og eins hitt, að ótækt er, að oddvita-
starfið hjer, svo yfirgripsmikið sem
þaö nú er orðið, skuli vera nálega
ólaunað aukastarf. Ur þessu hvort-
tvegga yrði bætt, ef frumvarp það,
sem nú liggur fyrir Alþingi, næði
fram að ganga. Er þess raunar lítil
von, meðan íhaldsflokkurinn er þar í
meirihluta. Þó ætti slíkt nauðsynja-
mál sem þetta ekki að þurfa að verða
flokksmál. Kauptúnið mundi, samkv.
frumv., borga mestan hluta kostnað-
arins, sem af breytingunni leiðir, en
Dómsmálaráðuneytið sjá um veitingu
embættisins. Mundi bæjarfógeti þá
hafa þau störf meö höndum, er
hreppsstjóri og oddviti annast nú og
auk þess dómstjórn í umdæmi þessu.
Er það líkt og nú er á Siglufirði og
hefir þar vel gefist. Tmsir munu líta
svo á, sem hjer sje á ferðinni hje-
gómsmál eitt. Að Norðfjörður muni
enn eins og áður komast af með
sama fyrirkomulagið. En svo ekki.
Norðfjörður hefir vaxið svo mjög
undanfarin ár, að slíkt er óhugsandi
framvegis. Hreppsnefndin hefir nú
bent á leið — þá sömu og Siglu-
fjörður fór — nema hvað Norðfjörð-
ur tekur mun meiri þátt í öllum
kostnaði — og vænta allir þess, að
þingið sjái nauðsyn málsins og bæti
úr hinni tilfinnanlegu vöntun, sem
hjer er á lögreglustjóra og dómara,
og að stjórn sveitamálanna verði
komið í sem best og tryggast horf.
Enginn mun amast viö því, þó þing-
ið velji aðra leiö, en í frumvarpinu er
bent á, ef hún tryggir nægilega það,
sem til er ætlast.
En hjer má helst enginn dráttur á
veröa. Með hverju árinu sem Iíður
verður þörfin æ augljósari og brýnni,
og að svo komnu máli skal engum
— hvorki íhaldsmönnum nje öðrum
á Alþingi — vantreyst um rjettsýni
í þessu máli. Bæjarrjettindin eru grund-
völlurinn að tryggri framtíö þessa
staðar, og þau hljóta að fást fyr eða
síðar.
Samkvæmt síðustu fregnum frá
Reykjavík eru bæjarrjettindi Norð-
fjarðar fallin á Alþingi. Lagðist alls-
herjarnefnd Efri deildar á móti mál-
inu, eftir að liafa hugsað um það í
mánuð. Við atkvæðagreiðslu voru á
móti: Jóhannes Jóhannesson, Eggert
Pálsson, Ingibjörg H. Bjarnason, Björn
Kristjánsson og Halldór Steinsson,
úr íhaldsfl., en Guðmundur Ólafsson
og Ágúst Helgason úr Framsókn. Með
voru: Ingvar Pálmason, Jónas frá
Hriflu og Einará Eyrarlandi, úrFram-
sókn, og Jóhann Jósepsson úr íhaldsfl.
Jón Magnússon og Gunnar Ólafsson
greiddu ekki atkv. og Sig. Eggerz var
fjarverandi. Var frumv. þannig felt meö
7 atkv. gegn 4. í næstu biöðum mun
nánar minst á málið.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Jónas Guðmundsson
Prentsmiöja Sig. P. Guðmundssonar, Seyðisfirði