Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 6

Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 6
4 er það, að þeir einstaklingar, sem sameiginlega verða undir í sam- kepninni, eða telja sjer stj rk að því, að standa saman, mynda með sjer samtök, til þess að verjast, eða sækja fram, á þeim sviðum, sem þess er þðrf. þannig myndast stjettasamtökin. Þetta er það skipu- lag, sem nú ríkir víðast hvar í heim- inum og sem alment er nefnt auövaldsskipulag, vegna þess, að það tryggir þeim, sem besta hafa aðstöðuna — mestan auöinn — mest rjettindi og ráð. Auðvalds- skipulagið var, eins og alt annað skipulag, sem ríkt hefir í heimin- um, mjög ófullkomið í fyrstu. En þróun þess hefir verið mjög hrað- fara, og þá hafa jafnframt glögg- lega komið í Ijós kostir þess og gallar. Stjettabaráttan er einn af ófullkomleikum þess, og sá þeirra, sem að lokum mun ríða því að fullu. Hjer eins og annarsstaðar, þar sem auðvaldsskipulagið er komið í fastar skorður og orðið allþrosk- að, leiðir það til glöggrar stjetta- greiningar, örfar stjettirnar til sam- taka og undirbýr þannig nýtt skipulag, er tekur við af því, þeg- ar nægilegum þroska er náð. þetta er staðreynd, serr, ekki þýðir neitt að loka augunum fyrir. Stjettirnar eru grundvöllurinn sem öll vor stjórnmálabarátta stendur á, og sú stjettin, sem best hefir vopnin og besta aðstöðuna verður áhrifa- ríkust og fær mestu um þokað sjer í hag. V. Tvö eru þau meginvopn, sem best duga í baráttu þeirri, sem þjóðfjelagsstjettirnar heyja, ýmist leynt eða ljóst. Annað er blöðin, hitt er stjórnmálaflokkarnir. Blöðin er óþarfi að minnast á hjer. það er hverjum manni aug- ljóst, að öll áhrifaríkustu blöð landsins eru stjettablöð. Verkefni þeirra er fyrst og fremst það, að vinna þeim stjettum gagn, sem JAFNAÐARMAÐURINN blöðin eiga og gefa þau út. Á hitt atriðið, stjórnmálaflokkana, skal minst nánar, því það mun mönn- um ekki eins ljóst. Sjerhvert siðað þjóðfjelag hefir ákveðna þjóðfjelagsskipun, þ. e. að sameiginlegum málum allrar þjóðarinnar er skipað í kerfi og reynt að gæta þess, að hlutur engrar stjettar sje þar fyrir borð borinn af einstaklingum eða öðr- um stjettum; allir hafi sem líkasta aðstöðu að lögum. þetta hefir hingað til verið gert á ýmsan hátt í hinum ýmsu lönd- um. Sumstaðar hafa einvaldar, ásamt sínum nánustu vildarvinum, skipað málum heilla þjóða eftir geðþótta sínum, en ófullkomleg- leiki þess fyrirkomulags hefir víð- ast hvar leitt af sjer byltingar, þeg- ar kúgun alþýðu var nægilega langt komið til þess hún gengi til þess örþrifaráðs. Víðast hvar hefir því verið horfið að hinu svonefnda þingrœðis-fyrirkomulagi, enda er það fyrirkomulag að ýmsu leyti heppilegt fyrir auðvaldsskipulagið, a. m. k. meðan kosningafyrirkomu- lag og kjördæmaskipun er rang- látt og samtök verkalýðsins lítil og ófullkomin. Til grundvallar fyrir þingræðinu liggur hinn almenni kosningarjett- ur. Með honum öðlast hver j^egn þjóðarinnar á ákveðnum aldri hlutdeild í stjórn og löggjöf þjóð- arinnar. þjóðirnar — eða sá hluti hverrar þjóðar, sem kosningarrjett hefir — velja fulltrúa, er þær fela að ráða fram úr sameiginlegu vandamálunum, og gefa þeim til þess nálega ótakmarkað vald. Fulltrúasamkomur þessar er það, sem nefnt er þing þjóðanna. Þjóð- irnar annast svo sjálfar að lögum þeim og reglum, sem þingin setja, sje hlýtt eða komið í framkvæmd. Á þingum þjóðanna er það því það, sem mestu máli skiftir, að hafa yfirráðin. Þar er hægt að breyta gömlu, úreltu fyrirkomulagi og skapa nýtt, betra og fullkomn- ara. Þar er hægt að ákveða um tekjur og gjöld þjóðarbúsins, hvar tekjurnar skuli fengnar og hvernig þeim skuli varið. Þar er æðsta stjórn mentamálanna, samgöngu- málanna o. s. frv. Þetta hafa bænd- ur og „borgarar" vitað fyrir löngu, en verkalýðnum hefir síður verið það Ijóst, enda fátt gert til að auka skilning hans á því. Hitt hefir frekar átt sjer stað, að reyna að villa verkamenn sem heild frá þátttöku í hinu „pólitiska" lífi, eða teyma þá í humátt á eftir hinum stjettunum. En stjettunum verður að vera það ljóst öllum, eigi nokk- ur jöfnuður að komast á, að þeim ber að keppa að því af fremsta megni, að tryggja sjer svo mikið vald í þingunum, sem þeim ber í hlutfalli við aðrar stjettir. Að þessu er líka stefnt. Hver stjett verður að eignast sitt pólitiska vopn í lífsbaráttu sinni, og þetta „vopn“ er það, sem í daglegu tali er nefnt stjórnmálaflokkar. Flokkarnir eru verkfæri í höndum stjettanna, og þau verkfærin, sem að mestu gagni geta komið í þingræðislöndunum, því þeirra er neytt í þeim stöðum, sem mest er hægt að vinna á til endurbóta og afturhaids. Þeir eru bestu og nauðsynleg- ustu vopnin í hagsmunabaráttu stjettanna. Við þennan sannleika vilja venjulega hvorki bændur nje „borgarar" kannast. Leynt og Ijóst prjedika þeir það, að þeirra flokkar sjeu ekki stjettaflokkar, heldur sjeu þeir einhverskonar „allragögn“. Flokkar þeirra beri hag allra stjetta jafnt fyrir brjósti. Stjórmála- flokkur verkamannastjettarinnar —• jafnaðarmennirnir — kannast aftur á móti hiklaust við það, að þeir sjeu stjzttarflokkur, — talsmenn verkamannastjettarinnar á þingum þjóðanna. Og vilji menn, þessu til sönn- unar, athuga flokkaskiftingu þá, sem almenn er orðin í flestum þingum hins mentaða heims, kem- ur glögt í Ijós, að allir flokkar

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.