Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 9
JAFNAÐARMAÐURINN
7
munu hafa tekið þá afstöðu í málinu,
að vinna ekki við afgreiðslu Reykja-
víkurtogara fyr en samkomulagi er
náð syðra. Er það bæði skynsamleg
og sjálfsögð ákvöröun.
Fyrst og fremst er það siðferðileg
skylda alls verkafólks í landinu gagn-
vart verkafólki í Rvík, að skifta sjer
ekkert af deilumálum þar, og síst á
þann hátt, að það geti haft lamandi
áhrif á samtökin syðra. Engu öðru
en hinum öflugu og ágætu samtök-
um verkamanna og sjðmanna í Reykja-
vík er sú kauphækkun að þakka, sem
orðið hefir á síðari árum, og allur
verkalýður landsins hefir notið góðs
af.
í öðru lagi getur þjóðinni allri staf-
að stórkostlegt tjón af slíkum af-
skiftum. Verði tekið upp á því óráði,
að flytja togarana burt frá Reykjavik,
hlýtur allur rekstur þeirra að verða
kostnaðarmeiri, vegna óhægari að-
stöðu. Auk þess biði Reykjavíkurbær
ómetanlegt fjárhagslegt tjón við slíka
ráðstöfun. Á hverja ætti að leggja
gjöldin til bæjarþarfa í Rvík, ef verka-
lýðurinn þar yrði atvinnulaus og tog-
arafjelögin yrðu skattlögð annarsstað-
ar? Ríkissjóður yrði aö hlaupa undir
bagga með bænum og þannig kæmi
það á þá, sem togarnir hefðu flúið
til að borga þann halla. Vitanlega
kostar löng vinnustöðvun mikið fje
og það ekki síst á aflasælum árs-
tíma, en margfalt meira kostar það
þó, að koma ringulreið á svo skipu-
lagsbundinn atvinnurekstur sem tog-
araútgerðin þó er orðin. Og í þriðja
lagi getur það veriö mjög varhuga-
vert fyrir verkafólk út um land — og
því lítt sæmandi — að hjálpa atvinnu-
rekendum í Reykjavík til þess að
þrýsta niður kaupi verkafólks þar.
Við það getur ekkert unnist, en margt
tapast. Af því leiðir kauplækkun um
alt land. Og þegar mótstaðan í Reykja-
vík er brotin á bak aftur, með að-
stoð verkafólks út um land, flytja
togararnir þangað aftur og skilja það
fólk eftir atvinnulaust, sem þeirhafa
safnað umhverfis sig, þar sem þeir
lögðu á land. Togararnir hafa skap-
að reykvíska veralýðinn, og þeir eiga
að sjá honum farborða. Atvinnan
við togarana og fiskverkun þeirra
hefir lokkað fólkið til Reykjavíkur.
Nú er þessu fólki hótað því, að það
skuli skilið eftir atvinnulaust í Reykja-
vfk, ef það ekki gangi að kauplækk-
unarkröfum atvinnurekenda. Söm yrði
sagan annarsstaðar, þegar búið væri
að brjóta mótstöðuna syðra.
Hið skynsamlegasta, sem verkalýð-
ur út um alt land getur gert er því
það, að afgreiða ekki Reykjavíkur-
togara meðan verkfallið stendur yfir.
Sú skoðun er heilbrigð, að búsett
verkafólk eigi forgangsrjett að vinnu
við þau atvinnufyrirtæki, sem á eða
frá staðnum eru starfrækt, hvort sem
þau eru einstaklingseign eða eign
hins opirbera. Á þeim hefir fólkið
bygt lífsvon sína, og það er ódrengi-
legt að stuðla að því, að sú von
bregðist. í þessu verkfalli reynir á
samheldni verkalýðsins um land alt,
og er vonandi, að hún reynist trygg.
Það er í fyrsta — en sjálfsagt ekki
síðasta — sinn, sem á hana verður
reynt, kannske að einhverjum mun.
Þeir tímar eiga að vera liðnir, er at-
vinnurekendur gátu notað verkamenn-
ina til þess að skapa hver öðrum
eymdarkjör.
VÍÐSVEGAR AÐ.
Bindindi og bann.
Undanfarnar vikur hefir erindreki
Stórstúkunnar, Guðm. G. Kristjáns-
son, frá ísafirði, ferðast um hjer
eystra. Hefir hann í þeim leiðangri
stofnaö tvær nýjar stúkur, aðra á
Djúpavogi, hina hér á Norðfirði, og
auk þess reist við og hrest upp á
eldri fjelög, er lítið höfðu starfað
undanfarið. Öll bindindisstarfsemi mun
vera ljelegri hjer eystra en annars-
staðar á landinu og drykkjuskapur
meiri. Er það oss Austfirðingum lítil!
sómi. Ef alt á ekki að „fara á flot“
í brennivíns- og ölaustri, verður að
stefna einbeittlega að því, að efla bind-
indisstarfsemina, sjerstaklega meðal
æskulýðsins, og beita öllum vopnum
gegn smyglun, læknabrennivíni, áfeng-
istilbúningi og spánarvínum. Takmark
bindindisstarfseminnar er og verður
algert vínbann, og krafa þjóðarinnar
um bann á áfengi er jafn ákveöin eða
jafnvel enn ákveðnari en nokkru sinni
fyr. Verður því að gera þá kröfu til
allra pólitískra flokka í landinu, að
þeir taki ákveðna afstöðu til bann-
málsins. Sá flokkur, sem til kosninga
gengur án þess, á að hafa fyrirgert
öllu fylgi sínu.
Bresku kolanámurnar.
Mjög er um það deilt, hvernig haga
beri í framtíöinni rekstri bresku kola-
námanna. Eins og stendur er talið
að margar þeirra beri sig ekki, og á
ríkissjóður Breta að borga hallann,
þar til betra skipulagi verður á kom-
ið. Kröfur námurekanda og landeig-
anda eru þær, aö verkalaun námu-
manna verði lækkuð og vinnutími
þeirra lengdur. Auk þess vilja þeir fá
meira af vinnusparandi vjelum og gera
ýmsar aðrar smávægilegar breytingar
á rekstri námanna, en í aðaldráttum
vilja þeir þó hafa alt eins og nú er.
Kröfur verkamanna eru aftur á móti
þær, að námurnar verði þjóðnýttar,
þ. e. að rikið taki þær eignarnámi og
annist rekstur þeirra. Halda þeir því
fram, að með þeim hætti megi fram-
leiða meira og selja kolin lægra verði
en nú er gert, en þó geti verkamenn
haldið sama kaupi og jafnvel fengið
styttan vinnutímann.
Erfitt mun reynast að leysa þetta
vandamál, og viðunandi lausn fæst
vafalaust ekki fyr en námurnar verða
þjóðnýttar.
I sambandi við kröfu námurekend-
anna um lækkun verkalaunanna og
lengingu vinnutímans, er nógu gam-
an að athuga annan kostnaðarlið í
rekstri námanna. Það er landsleiga
sú, sem námurekendur greiða Iand-
eigendum fyrir það eitt, að fá að
starfrækja námur í landeignum þeirra.
Einn þeirra manna, er allstórt náma-
land á, er hertogi Norðymbralands.
Leigir hann út námurnar til vinslu og
fær í leigu 200 sterlingspund á dag
fyrir námur þær, er í landi hans eru
starfræktar. Sje sterlingspundið reikn-
að á 20 ísl. krónur, verður dagkaup
hertogans 4400 krónur, eða jafnmik-
ið og dagkaup 440 verkamanna, ef
hver þeirra fær 10 krónur á dag, eins
og almennast mun nú goldið hjer á
landi. Á meðan hertoganum er veitt
þessi „lítilfjörlega þóknun“ fyrir að
gera ekki neitt, sveltur verkalýður
Englands í stórhópum, því námurnar
„bera sig ekki“.