Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 4

Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 4
2 STJETTIR OG FLOKKAR. Fyrir tiltölulega fáum áratugum var ísland eingöngu bændaland. Sjávarútgerðin var lítil og ljeleg, iðnaður enginn nema á heimilum bændanna og verslunin mestmegnis í höndum erlendra manna, sel- stöðukaupmannanna. Þá voru aðeins til tvær þjóð- fjelagsstjettir í landinu: bændur og vinnufólk. Vinnufólkið gerði sjer það ekki ijóst, að það væri sjer- stök stjett, til þess bjó það of dreift og vantaði þekkingu á bygg- ingu þjóðfjelagsins, heldur fylgdi það bændum að málum. Bænd- urnir, ásamt embættismönnum þjóðarinnar, sem þá voru mest- megnis bændur líka, rjeðu því sem ráðið varð af landsmanna hálfu um öll þjóðmál. En bændurnir komust brátt að því, að þó þeir vildu stjórna þjóðmálunum vel og viturlega, og vinna að endurreisn lands og lýðs, fengu þeir sáralitlu um þokað. Erlent vald — danskt íhald — stóð í vegi fyrir flestum framförum og nauðsynlegustu breyt- ingum. Það hlaut því að verða fyrsta sporið í endurreisnar- og framfara-áttina, að sigra þetta er- lenda vald. þeir sem mest og best studdu það hjer á landi voru auð- vitað erlendu kaupmennirnir og nokkrir „konung-hollir“ embættis- menn. En bændurnir — þessi eina ráðandi stjett landsins — báru ekki gæfu til að standa þar sameinaðir. Allir vildu að vísu breytingar frá því sem var; sumir vildu að vísu tafarlausar og gagngerðar breyting- ar, en aðrir vildu „laga sig eftir kringumstæðunum“, fá breyting- arnar smátt og smátt og reynaað gera sjer sem mest úr hverri þeirri breytingu er fengist. þessi tvískift- ing tafði fyrir lausn málsins. En samhuga vann bændastjettin að lausn ýmsra annara mála og varð þar mikið ágegnt, eftir því, sem um var að gera. JAFNAÐARMAÐURINN Selstöðukaupmönnunum fækkaði óðum og í stað þeirra komu inn- lendir kaupmenn. En þeim nægði ekki verzlunin ein. Þeir urðu for- göngumenn nýs, arðvænlegs at- vinnuvegar, — útgerðarinnar. — Útgerðin varð með hverju árinu stærri og yfirgripsmeiri, krafðist meira og meira vinnuafls og það hlaut að koma úr sveitunum. Inn- lendir menn, er græðst hafði fje, erlendir auðmenn og „speku!antar“ lögðu fje sitt í hinn nýja, arðvæn- lega atvinnuveg, — útgerðina, — og á meðan bændurnir háðu bar- áttuna við erlenda valdið óx upp í landinu ný, en tiltölulega fámenn stjett, — borgarastjettin. — Sú stjett hafði í höndum sínum nálega alla verslun landsins, rjeði yfir stærstu atvinnufyrirtækjunum, — rjeði yfir megninu af hinu innlenda fjármagni og hafði allmikið láns- traust erlendis. Með þessari að- stöðu sinni og tilstyrks auðmagns síns gat þessi stjett, þó fámenn væri, ráðið allmiklu á sviði þjóð- málanna, ef hún vildi. Þegar deilunni um etlendu yfir- ráðin var lokið, og bændurnir fengu tóm til þess að snúa sjer að innanlandsméðunum, ráku þeir sig á þann rannveruleika, að þeir voru ekki lengur eina ráðandi stjettin í þjóðfjelaginu. Stiettirnar, sem deildu um völdin, voru orðn ar tvær: bændur og borgarar. Merkjalínurnar milli þessara tveggja stjetta voru í fyrstu mjög óglögg- ar, og þær gátu samið með sjer um ýms mikilsverð málefni. En um eitt keptu þær hvor við aðra. Það var verkafólkið, — þriðju stjett- ina, sem enn var ekki vöknuð til stjettarmeðvitundar. Hvort sem gömlu bændastjett- inni eða ungu borgarastjettinni hef- ir verið eða er það enn ljóst, að vinnan er móðir alls verðmætis, þá varð það vinnufólkið, sem varð þeim hættulegasta þrætueplið. Án vinnufólks stóðu bændurnir uppi með jarðir sínar og bú arðlaus og undir eyðileggingu, og án vinnufólks gátu „borgararnir“ ekki „framleitt“ verðmæti sín úr skauti Ægis. Verkalýðurinn varð því enn, eins og áður, að framleiða verð- mæti þjóðarbúsins og sætta sig við lítinn hluta þess verðgildis, sem fyrir þau fékst, en hinn hlut- inn gekk til eigenda jarðanna eða framleiðslutækjanna, sem, ásamt vinnulýðnum, voru notuð við fram- Ieiðslu verðmætanna. Og vinnan, hið eina, sem fátækasti hluti þjóð- arinnar gat selt sjer til lífsviður- væris, varð nú fyrst fyrir alvöru verslunarvara, sem gekk kaupum og sölum milli bænda og „borg- ara“. Heimsstyrjöldin skall á. Hún ruglaði hinu „gamla og góða“ verðmæti á öllum hlutum, jafnt virinu sem öðru. Peningastraum- urinn til landsins óx og verka- launin hækkuðu, þó aldrei hlut- fallslega við nauðsynjar almenn- ings. „Borgararnir" stóðu betur að vígi en bændurnir, því sjávaraf- urðir hækkuðu meira en landaf- urðir og auk þess jókst framleiðsla þeirra. þeir gátu því boðið fólkinu betra „kaup“ en bændurnir. Gömlu „hjúin“, „húsmennirnir" og efna- minstu bændurnir íluttu með skyldulið sitt til kaupstaða og kaup- túna og gerðust verkalýður við atvinnufyrirtæki „borgaranna“. Þriðju stjettinni — verkalýðnum — sem ekkert átti annað en vinnu sína, og seldi hana þeim, er best bauð í hvert skifti, fjölgaði stór- um. Og við það, að safnast sam- an á tiltölulega fáa bletti — í bæ- ina og þorpin — í stað þess, að vera, eins og áður, dreifð út um alt land og ná sjaldan eða aldrei saman, hlaut hún að vakna til stjettarmeðvitundar fyr eða síðar. II. þetta er í fáum og stórum drátt- um þróunarsaga hins íslenska þjóðfjelags síðustu áratugina. Æski-

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.