Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 5
3
legt væri, að hún hefði getað verið
ýtarlegri, en rúmið leyfir það ekki.
Af þessari þróunarsögu er það
augljóst, að þjóðfjelagið greinist
nú þegar í þrjár þjóðfjelagsstjettir:
1. Bændur, sem eiga, eða hafa
til umráða og afnota mikinn meiri-
hluta allra jaröeigna í landinu, fá
til eignar og umráða mestan hluta
þess verðmætis, er af jörðunum
fæst framleitt, en "verða að kaupa
vinnuaflið, sem til þess þarf, að
gera jarðir þeirra arðberandi.
2. Borgara, sem eiga eða hafa
eignar- og umráðarjett á öllum
stærstu og fullkomnustu fram-
leiðslutækjum landsins og hafa þar
af leiðandi megnið af verslun þjóð-
arinnar í sínum höndum. það
skiftir engu máli, hvort „borgar-
arnir“ starfrækja þessi fyrirtæki
með hlutafjelagsfyrirkomulagi, eða
þau eru persónuleg sjereign ein-
hvers eða einhverra einstaklinga,
og heldar ekki hvort fyrirtækin eru
rekin með lánsfje, með engri eða
lítilli tryggingu annari en veði í
framleiðslutækjunum, eða eigand-
inn á fyrirtækið skuldlaust og
nægilegt rekstursfje. „Borgararnir"
fá til eignar og umráða alt það
varðmæti, er skapast við að fyrir-
tækið er starfrækt, en verða, eins
og bændurnir, að kaupa vinnuafl-
ið, sem þarf til þess að gera fram-
leiðslutæki þeirra arðberandi.
3. Verkafólk, sem hvorki á jörð
nje framleiðslutæki. Verkafólkið
verður, til þess að geta lifað, að
selja bændum og „borgurum“
vinnuafl sitt. Og þar sem vinnan
er hið eina, sem vcrkafólkið hefir
til, til að gera sjer verðmæti úr,
verður krafa þess auðvitað sú,
að fá vinnuna sem best borgaða.
Á því, hvernig vinnan er borguð,
byggist að langmestu leyti öll af-
koma verkafólksins. Verkamaður-
inn verður að horfast í augu við
þá staðreynd, að liann verði altaf
að vera verkamaður. Það geta aldrei
allir orðið framleiðendur eða
„bændur". Verkalýður í einhverri
JAFNAÐARMAÐ URIN N
mynd, annaðhvort sem „húsmenn'*
eða „hjú“, eins og áður tíðkaðist,
eða sem daglauna- eða mánaðar-
peninga-fólk, eins og nú gerist, er
nauðsynlegt til þess að „borgara"
og bændastjettirnar geti verið til.
Eða með öðrum orðum: Þessi.
skifting verður að eiga sjer stað
í einhverri mynd, eigi auðvalds-
skipulagið að geta staðið.
III.
þegar menn lesa þessa skilgrein-
ingu á þjóðfjelaginu í þrjár aðal-
stjettir, verður að hafa það hug-
fast, að takmörkin milli stjettanna
eru ekki alstaðar jafn glögg. þó
það sje greinilegur munur á verka-
manninum, sem að staðaldri vinn-
ur fyrir svo lágum launum, að
sveit hans verður að leggja hon-
um í viðbót við þau, til þess að
hann og hans skyldulið fái haldið
heilsu og Iífi, og hluthafanum, sem
til málamynda gegnir sæmilega
launuðu skrifstofustarfi hjá því fyr-
irtæki, sem hann sjálfur er hlut-
hafi í, en hefir sem aðaltekjur arð
af hlutafje sínu í fyrirtækinu, þá
eru víða annarsstaðar óglögg tak-
mörkin. Allmargir einstaklingar
standa, ef svo mætti segja, með
sinn fótinn hvorumegin línunnar.
Þannig er því t. d. varið með smá-
útgerðarmenn, smábændur, smá-
kaupmenn, smærri iðnrekendur og
embættismenn.
Hjer skal ekki, að þessu sinni,
farið út í skilgreiningu á aðstöðu
þessara fl/m//7ustjetta til hinna
þriggja raunverulegu þjóðfjelags-
stjetta. Benda má þó á það, að aö-
eins ein þeirra — iðnaðarmenn-
irnir — telja sig til verkalýðs,
hinar telja sig allar ýmist til bænda
eða „borgara". þetta var einnig
svo í öðrum löndum, meðan jafn-
aöarstefnan var þar lítt skilin af
öllum almenningi, en breytast mun
það hjer eins og þar, er atvinnu-
stjettir þessar fá rjettari hugmynd
um afstöðu sína en þær hafa nú.
það er einungis tímaspursmál,
hvenær t. d. smábxndurnir sjá
það, að þeim er jafnaðarstefnan
hagkvæmari en íhaldsstefna bænda
og „borgara". og sömu máli gegn-
ir um hinar atvinnustjettirnar.
En eins og nú er ástatt, er yf-
irráðastjettunum, bændum og
„borgurum", mikill styrkur að
„millimönnum" þessum í stjórn-
málabaráttunni, enda alt gert af
þeirra hálfu til þess, að breiða yfir
hin eiginlegu skil, sem eru milli
þeirra, sem lifa af arði yinnu sinn-
ar og hinna, sem lifa á arði af
vinnu annara, eða á arði af eign
og framleiðslutækjum, eins og
kallað er.
IV.
Hjer hefir þá verið bent á hinar
eiginlegu þjóðfjelagsstjettir, og þær
taldar þrjár. Þó mætti með all-
miklum rökum telja þær aðeins
tvær, þ. e. atvinnurekendur og
verkalýð, því „borgarar" ogbænd-
ur eiga svo margt sameiginlegt, þó
þeir sjeu ennþá hjer á landi greini-
lega klofnir í tvær all-andstæðar
fylkingar. þó er rjettara, eins og
högum lands og þjóðar nú er
komið, að telja stjettirnar þrjár,
og því er það gert hjer. þessi
stjettagreining er eðlileg, og algjör-
lega samskonar og í öðrum lönd-
um. Bændurnir halda sjer, meðan
þeir geta, utan hinna eiginlegu
stóratvinnurekendafylkingar, þó í
grundvallaratriðum greini lítið á.
Atvinnulíf þjóðanna er í öllum
löndum undirstaða sú, sem alt
annað er bygt á. Menning og fram-
farir byggist á því, hvernig atvinnu-
reksturinn gengur, og eftir honum
fer einnig það skipulag, sem á
hverjum tíma ríkir með þjóðunt.
Meginþættirnir í atvinnurekstri ís-
lcndinga eru nú samktpnin og
einstaklingshagsmunirnir. Hver á
að sjá unt sig, og sá, sem ekki
er þess umkominn, tapar allmiklu
af þeim rjettindum, sem hann ann-
ars á kröfu á að hafa. Bein og
eðlileg afleiðing þessara meginregla