Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 8
JAFNAÐARMAÐURINN
taka upp einveldis- eða einræðis-
fyrirkomulag, og þá um leið að
afnema þingrœðið, eða að stíga
stórt spor áfram og steypa auð-
valdsskipulaginu. Það síðara verð-
ur ekki gert á stuttum tíma nema
með byitingm, og ómögulegt er
að segja um, hvort slíkt heljar-
stökk tækist sæmilega. Eigi þing-
ræðið enn að vera stjórnarformið,
eins og lang skynsamlegast er,
verður skipun þingsins að fara
eítir stjettun-, hún getur aldrei,
svo heilbrigt sje, farið eftir öðru.
Það er heilbrigðasti grundvöllurinn,
sem bygt verður á, meðan þing-
ræðið og auðvoldsskipulagið ríkir.
Jafnaðarmenn einir allra flokka
viðurkenna þennan mikilvæga
sannleika. Alstaðar neita andstöðu-
flokkar þeirra því, að þeir sjeu
stjettaflokkar; íslenskir stjórnmála-
menn eru þar ekkert einsdæmi.
Til er á dönsku fyrirlestur, eftir
Qustav Bang, þjóðmenjafræðing.
Fyrirlestur þessi heitir „Klassepoli-
tik og Samfundspolitik". Þar segir
SVO:
„Jafnaðarmenn eru stjettarstjórn-
málaflokkur, og þeir kannast við
það og starfa samkvæmt því. Aft-
ur á móti er það svo um alla
aðra stjórnmálaflokka, — jafnt
íhaldssama sem „frjálslynda", —■
að þeir kannast ekki við, að þeir
sjeu stjettaflokkar. Þeir lýsa því
yfir, að þeir tilheyri engri sjer-
stakri stjett, heldur beri hag allra
stjetta jafnt fyrir brjósti, — að öll
þeirra pólitík sje samfunds- en
ekki stjetfa- (klasse) pólitík, og þeir
sýni að svo sje með því, að taka
jafnt tillit til allra þegna þjóðfje-
lagsins, allra rjettmætra krafa, sem
fram komi, sama frá hvaða stjett
sje“. Óg hann heldur áfram:
„Það verður því mikill munur
á því, hvernig stjórnmálaílokkarnir
haga baráttu sinni. Jafnaðarmenn
reyna á allan hátt að gera sem
gleggstar og skarpastar línurnar
milli stjettanna. Þeir reyna að vekja
lægstu stjett þjóðfjelagsins —verka-
lýðinn — til skilnings á kjörum
sínum og skipulagi þjóðfjelagsins.
Þeir vilja kenna verkalýðnum að
gera kröfur og fá þeim fullnægt.
Hægt og rólega miðar þessu áfjam.
Allir aðrir stjórnmálaflokkar vinna
aftur á móti að því, að breiða
yfir hin eiginlegu skil, hinar eigin-
legu merkjalínur stjeltanna og gera
sem minst úr allri stjettagreining.
Þeir reyna að gera þjóðfjelags-
málin sem flóknust og óaðgengi-
legust fyrir allan almenning, svo
liann hugsi sem minst um þau.
Þeir eru neyddir til að haga bar-
áttu sinni svona. Þetta er eina
leiðin til þess að fyrirbyggja, að
Nóaflóð þeirra eigin synda steyp-
ist ískalt yfir þá“.
Það væri ekki hyggilegt að ætla,
að flokkaskifting hjer á landi lyti
ekki nokkurnvegin sömu lögum
og í öðrum þingræðislöndum.
Enginn íslenskur stjórnmálamaður
neitar því, að þar sjeu flokkarnir
stjettaflokkar. Eins hlýtur og að
verða — og er þegar orðið —
hjer á landi. Við það er heldur
ekkert að athuga. Það er heilbrigð-
asti grundvöllurinn sem bygt verð-
ur á, meðan þingræðið helst og
auðvaldsskipulagið rfkir. Þá fyrst
er þess líka nokkur von, að mál-
um alþýðu verði vel og viturlega
stjórnað, er allar meginstjettir
þjóðfjelagsins hafa hlutfallslega að-
stöðu á þingi þjóðarinnar. Þá
verða málin útkljáð með hag al-
þjóðar fyrir augum, en fyr ekki.
En til þess að því marki verði
náð þarf fyrst og fremst tvær meg-
inbreytingar: nýja kjördæmaskip-
un og hlutfallskosningar. Að þeim
málum mun síðar vikið hjer í
blaðinu.
Samþykt hefir veriu á Alþingi, að
símalína verði lögð til Loðrnundarfjarö-
ar á sumri komanda; einnig liefir
heyrst, að símalína verði lögð í sumar
frá Egilsstöðum að Brekku.
Mega þetta kallast merkisviðburðir.
VERKFALLIÐ I REYKJAVÍK.
Að undanförnu hafa samninga-um-
leitanir staðið yfir milli Verkakvenna-
fjelagsins „Framsókn" í Reykjavík og
Fjelags ísl. botnvörpuskipaeigenda,
um kaupgjald kvenfólks viö fiskverk-
un. Samningar náöust eigi og slitn-
aði algjörlega upp úr tilraununum nú
um miöjan mánuðinn. Auglýstu verka-
konur þá taxta, er þær vildu vinna
eftir, og gilda skyldi þar til samning-
ar næðust, ef upp yrðu teknir aftur.
Atvinnurekendur vildu ekki gjalda eft-
ir taxtanum og stöðvaöist því vinna
á fiskverkunarstöðvum.
Verkamannafjel. „Dagsbrún" hefir
einnig átt í samningum við sama at-
vinnurekendafjelag, og ekki hefirheld-
ur gengiö saman þar. Meðan samn-
ingar stóðu þar sem hæst, var því
Iýst yfir í „Morgunblaðinu", að at-
vinnurekendur mundu láta togarana
leggja upp fiskinn utan Reykjavíkur,
ef ekki næðist viðunandi lækkun á
kaupgjaldinu. Þegar samningarnir milli
verkakvenna og atv.rek. fóru út um
þúfur, hóf „Dagsbrún" samúðarverk-
fall og neitaöi að losa togarana, eöa
vinna annað við þá, en alstaðar ann-
arsstaðar var unnið, og átti svobúið
að standa þar til samkomulagi væri
náð um kaup verkakvenna. Tilkynti
stjórn Alþýðusambands íslands Fje-
lagi ísl. botnvörpuskipaeigenda þetta
og það með, að verkfallið byrjaöí 16.
mars, kl. 6 f. h. Verkfallsyfirlýsingu
þessari svöruðu atvinnurekendur (Fjel.
ísl. bo.sk.eig.) með því, að leggja
verkbann á öll þau vöruflutningaskip
(kola- og saltskip), sem þeir höfðu
yfir að ráða, og skyldi það standa
þar til Alþýöusamkandið tilkynti, að
það væri hætt tiiraunum til vinnu-
stöðvunar á togurum. Lýsti þá Al-
þýðusambandið yfir algerðu hafnar-
verkfalli í Reykjavík og hófst það 22.
mars. Eru nú sáttatilraunir byrjaðar,
og væntanlega tekst sáttasemjara rík-
isins að jafnadeiluna, svo aðilar megi
viö una.
Enginn efi er á því, að það er yf-
irlýsingin um að leggja fisk togaranna
upp utan Reykjavíkur, sem mestan
þátt á í þessari vinnustöövun.
Flest verkalýðsfjelög út um land