Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 7

Jafnaðarmaðurinn - 01.03.1926, Blaðsíða 7
JAFNAÐARMAÐURINN S þinganna, þ. e. a. s. þeir, sem nokkuð kveður að, eru hreinir stjettaflokkar. Eins og áður er drepið á, eru meginstjettir flestra þjóðfjelaga enn- þá þrjár. Stjettabaráttan er óvíða svo iangt komin, að „miðstjettin" (bændurnir) sje úr sögunni sem sjerstök stjett. Aðal stjórnmála- flokkarnir í þingunum eru líka þrír. „Borgararnir“, þeir, sem best kjörin hafa við að búa, og sök- um auðs og aðstöðu hafa töglin og hagldirnar á atvinnu- og við- skiftalífinu, eignast auðvitað íhalds- satnan stjórnmálaflokk. Þjóðskipu- laginu má ekkert breyta, því þá óttast þeir að yfirráðum sínum og aðstöðu sje hætta búin. Aðallinn er hræddur um sjerrjettindi sín og auðmennirnir um eignir sínar og yfirráð yfir auðsuppsprettunum. Bœndurnir eignast umbótasinn- aðan stjórnmálaflokk. Þeim finst ýmislegt mega öðruvísi vera en nú er, sjerstaklega hvað bænda- stjettina snertir. Þeir kenna sig við „framsókn" og „frjálslyndi" — eru „vinstri“-menn — og vinna með því einu oft allmikið fylgi utan stjettarinnar. Lífskjör þeirra, sveita- frelsið og eignarrjetturinn yfir jörð- um, hvetur þá til þess að stefna í líka átt og „borgara". Þá dreymir um bændaríki, „bændaveldi“, þar sem ríki þeirra, auðlegð og sjer- kennileg menning setji svip sinn á alt. í þá átt vilja þeir stefna um- bótum. Verkalýðurinn, verst setta stjett hvers þjóðfjelags, sú stjettin, sem ógreiðastan aðgang á að öllum þægindum og gæðum lífsins, sú stjettin, sem mest er háð dutlung- um náttúrunnar og dutlungum hinna stjettanna, og oft verður að horfast í augu við sult og vesal- dóm, sú stjett eignast byltingasinn- .aðan stjórnmálaflokk. Sá flokkur krefst stórvœgilegra breytinga á grundvallaratriðum þjóðskipulagsins. Hann krefst meira :skipulags á atvinnu- og viðskifta- fyrirtækjum þjóðarbúsins, öðruvísi skiftingar á arði framleiðslunnar, meiri tryggingar gegn sjúkdómum, lífshættum, sulti o. s. frv. Hann telur hvert þjóðfjelag eiga að vera eina stjett, er svo haganlega skifti með sjer verkum, sem vit og þekking framast leyfir. Hann krefst þess, að hverjum einstakling sje fyrst og fremst trygt fullnægjandi lífsviðurværi, og hann telur það smánarblett á siðuðu mannfjelagi, að það skuli — aðeins vegna skipulagsleysis — þurfa að láta mikinn hluta af æfi hvers einstak- lings ganga til þess, að berjast við aðra einstaklinga um bitann ofan í sig og sína, þegar framleiðsla þjóðfjelagsheildarinnar gerir mikið meira en hrökkva til þess, að allir gætu fullnægt þörfum sínum, ef skifting væri rjettlátari en nú á sjer stað. VI. Ef litið er til þeirrar flokkaskift- ingar, sem nú má telja að sje að komast í fast horf hjer á landi, sjest strax, að bænda- og auð- manna- (eða ,,borgara“) stjettirnar hafa nú þegar komið sjer upp öfl- ugum stjónmálaflokkum — Fram- sóknar og íhalds flokkum. Fátt er á yfirborðinu sameigin- legt með þeim flokkum og færra hjer á landi en víða erlendis. Staf- ar það aðallega af tvennu. Ann- arsvegar því, hve íhaldsflokkurinn er ungur og „óskólaður" og hins- vegar af því, að áhrifa ýmsra frjálslyndra og mentaðra manna gætir mikið í Framsóknarflokkn- um. Þó er eitt sameiginlegt með þeim og það er, að hvorugur þeirra þykist vera stjettarflokkur. Annar þeirra þykist vera íhalds- samur umbótaflokkur, er byggi alt sitt á „frjálsri samkepni“ og „fram- takssemi einstaklingsins", en hinn kveðst vera frjálslyndur umbóta- flokkur, er aðallega grundvallist á „frjálsri“ samvinnu. Og hvar sem því verður við komið sverja þeir og sárt við leggja. — sjerstaklega þó íhaldsflokkurinn — að þeir sjeu ekki stjetlaflokkar, heldur sje það „heill alþjóðar“, sem þeir beri fyr- ir brjósti. En þó þróuninni á þessu sviði sje enn ekki langt komið, sjest samt greinilega, að alt tal þeirra eru blekkingartilraunir einar. Öll þeirra verk vitna þar gegn þeim. íslenski verkalýðurinn hefir enn ekki getað myndað sjerstakan stjórnmálaflokk á Alþingi. Reykja- víkurbær einn hefir komið einum jafnaðarmanni á þing. í öðrum kjördæmum landsins skifta bænd- ur og „borgarar" fólkinu enn á milli sín, vegna órjettlátrar kjör- dæmaskipunar og úrelts kosninga- fyrirkomulags. Hverjum sæmilega glöggskygn- um manni mun nú og vera orðið það ljóst, að hið íslenska þjóð- fjelag er þegar orðið greint í þrjár meginstjettir. í því er heldur ekk- ert óheilbrigt, og það er aðeins sama sagan og sú, sem gerst hef- ir í öðrum löndum og gerist þar enn. Danmörk er talin í röð fremstu menningarlanda í heiminum. Lít- um á flokka og stjettaskipun þar í Iandi. Því neitar enginn, að bak við Jafnaðarmannaflokkinn aanska stendur danski verkalýðurinn, bak við „vinstrimennina“ bændurnir dönsku, og bak við „hægrimenn- ina“ auðmenn, stóratvinnurekend- ur og stórkaupmenn Danmerkur. Sú var tíðin þar í landi, að jafn- aðarmenn og „vinstrimenn" fylgd- ust að málum og brutu í samein- ingu á bak aftur íhaldið danska, þó nú sjeu leiðir skildar að mestu. Hvorki í Danmörku nje nokk- ursstaðar annarsstaðar, þar sem flokkaskiftingin er oröin föst og bygð á heilbrigðri greining þjóð- fjelagsins í stjettir, dettur nokkr- um manni í hug, að sá grundvöll- ur sje óheilbrigöur. Því eigi að yfirgefa sljettabaráttuna verður annaðfivort að stíga afturábak og

x

Jafnaðarmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jafnaðarmaðurinn
https://timarit.is/publication/845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.