Okkar á milli - 01.01.1984, Blaðsíða 2
Cjoöir Veraldarielagar!___________________________________
Bókaklúbburinn Veröld óskar félögum sínum gleðilegs árs og
þakkar samstarfið á liðnu ári. Óhætt er að fullyrða að Veröld
hafi skilið eftir nokkur spor á fyrsta starfsári sínu og hefur
fyrirtækinu vaxið mjög fiskur um hrygg.
A síðastliðnu ári gengum við frá samningum um glæsilegai
íjölþjóðaútgáfur, innlend bókmenntaverk og erlend. Enn-
fremur gáfum við út hljómplötu Kristjáns Jóhannssonar og
London Symphony. Er upp var staðið reyndist hún metsölu-
plata ársins og vel það. Við héldum svokallaða „Hátíðar-
hljómleika“,í Háskólabíói með Kristjáni Jóhannssyni og
fylltum húsið tvívegis. Auk Kristjáns komu fram á hljóm-
leikunum hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit íslands og
ítalski hljómsveitarstjórinn Maurizio Barbacini kom frá
Ítalíu til að stjórna hljómsveitinni ásamt Páli P. Pálssyni.
Margt er á prjónunum og innan skamms kynnum við
nýjan matreiðslubókaklúbb sem við erum að hleypa afstokk-
unum, sannkallaðan sælkeraklúbb. Þar munum við bjóða
úrvals matreiðslubækur á sérstökum kostakjörum og verður
félögum sent ókeypis sérstakt fréttabréf þar sem verða ýmis
hollráð varðandi matargerð og heimilishald og ennfremur
mataruppskriftir.
Við höfum farið yfir allt skráningar-, pökkunar-, og
dreifmgarkerfi okkar í Ijósi fenginnar reynslu og getum í dag
afgreitt frá okkur yfir 5000 pakka á dag. Þannig hefur okkur
tekist að stytta afgreiðslutímann og aukapantanir sendum við
yfirleitt út á landsbyggðina daginn eftir að svarseðillinn berst
okkur í hendur.
Við munum leggja áherslu á enn aukna þjónustu við
Veraldarfélaga og hvetjum þá er hafa einhverjar tillögur fram
að færa að hafa samband við okkur.
Með bestu kveðju,
______________________________________Jón Karlsson________
HVERNIG Á AÐ PANTA?
Fréttðblað Veraldar berstþér mánaðarleqa.
hvort sem þu hefur tekið einhverju tilbooi
Veraldar mánuðmn á undan eða ekki
Er fréttablaðið berst þér hefurðu tiu daga
til að velja úr tilboðunum sem þar eru
kynnt og panta
Athugaðu að ef þú vilt einungis bók I)
mánaðarms og ekkert hliðartilboðanna
þarftu ekkert að gera, þvi bók mánaðarms
er send öllum þeim sem ekki afpanta hana.
Ef félagar taka einhverju hliðartilboðanna
en afpanta ekki bók mánaðarms, fá þeir
hana senda ásamt hliðartilboðinu 2)
Kynntu þér tilboðin sem bjóðast í 3)
fréttablaðinu vel og vandlega Fylltu
svarseðilinn út i samræmi við óskir
þinar Þu getur tekið eins mörgum
tilboðum og þú vilt og fengið eins mörg
emtök af hverri bók og þú vilt.
Gættu þess að frimerkja svarseðilinn og
setja hann tímanlega í póst.
Er pöntunm berst þér fylgir henni
giróseðill. Á giróseðlmum er tekin fram
upphæðin sem þú átt að greiða. Þu
greiðir ávallt lægsta póstburðargjald
ásamt andvirði pess sem þú pantar
Giróseðilmn greiðir þú innan tiu daga
í næsta pósthúsi. banka eða sparisjóoi.
SKILAFRESTINN 15-feb
1) Nýjum félögum býðst sérstakt
öndvegis inngöngutilboð. (Ein-
ungis er menn ganga í klúbbinn í
fyrsta skipti. Einungis eitt tilboð á
heimili.)
2) Fréttablað Veraldar berst félög-
um ókeypis einu sinni í mánuði.
Þar er bók mánaðarins kynnt,
ásamt aukatilboðum. Félagar
geta keypt eins mörg eintök og
þeir vilja.
3) Bók mánaðarins er valin með það
fyrir augum að hún höíði til sem
flestra, hafi ótvírætt bók-
menntalegt-, fræðilegt- eða á ann-
an hátt menningarlegt gildi.
4) Víðast um land sendum við
pöntunina heim til félaga og
greiða þeir lægsta póstburðar-
gjald.
5) Félagar geta valið úr mörgum
aukatilboðum, sem eru á verulega
lægra verði en á almennum mark-
aði. Auk bóka býður Veröld félög-
um sínum hljómplötur, grafík,
nytjalist, ferðalög um allan heim
og fieira.
6) Bók mánaðarins er send öllum
þeim er ekki afpanta hana innan
tilskilins tíma. Aukatilboð verða
félagar hins vegar að panta ef þeir
hafa hug á að eignast þau. Ef
gleymist að afpanta mánaðarbók
veitum við 10 daga skilafrest og
greiðir félagi þá sendingar-
kostnað. Sérstakur svarseðill fylg-
ir fréttablaðinu hverju sinni.
7) Félagar skuldbinda sig ekki til að
kaupa eitt né neitt við inngöngu í
Veröld og geta sagt sig skriflega
úr klúbbnum hvenær sem er.
FYRIR SÆLKERA
Lystilegar uppskriftir hinna Ijúffengustu rétta!
Jf r
■C"'" ?*|A;
t
Höfundur þessarar aðgengilegu og
hugmyndaríku matreiðslubókar er
sænskur að þjóðerni, Agnete Lampe.
Hún og Guðrún Hrönn hafa áður
lagt saman og sent íslenskum sæl-
kerum og áhugamönnum um mat
tvær bækur. Þær hétu „Nú bökum
við“ og „Áttu von á gestum?" Þessi
nýjasta bók þeirra hentar vissulega
vel þeim sem vill gera sér dagamun í
mat, en ekki síður til hvcrsdagsbrúks
á heimili. Flestar uppskriftanna eru
einfaldar og ljósar, auðvelt að afla
hráefnis til þeirra og krydds, en þar
að auki eru í bókinni ljósmyndir sem
sýna hvert handbragð við matreiðsL
una, þannig aðjafnvel hinir
fávísustu viðvaningar í eldhússtörf-
um og matreiðslu, eiga að gcta með
aðstoð bókarinnar annast gestaboð.
Bókin hefur að geyma lystilegar upp-
skriftir þar sem reiknað er með að
algengustu llsk- og kjöttegundir séu
notaðar, algengasta krydd og áhöld
sem til eru í hverju eldhúsi. Það þarf
þannig engan sérfræðing til að útbúa
veislur með tilsögn bókarinnar. Auk
aðalrétta hefur bókin að geyma upp-
skriftir að smáréttum og ábætis-
réttum.
Agnete Lampe
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir
þýddi og staðfærði
Nr.: 1038
Venjulegt verð: 488 krónur
Klúbbverð 388 krónur