Okkar á milli - 01.01.1984, Blaðsíða 3
MIKIL OG
HUGHREYSTANDI
SIGURSAGA
Lífssaga Guðmundar í Víði, Með
viljann að vopni, var meðal þcirra
bóka, sem vöktu hvað mesta
athygli f'yrir jólin. Hér er líka um
að ræða makalausa reynslu- og
baráttusögu, sem á f'áar hlið-
stæður.
Líf'ssaga Guðmundar Guð-
mundssonar í Víði er saga
stórhuga athaí'namanns. Hann
missir sjónina á barnsaldri, en
lætur hvorki það né annað mót-
læti buga sig, heldur gengur tví-
efldur til verks. A unglingsárum
hef'ur hann húsgagnasmíði, byrj-
ar skipulega framleiðslu f'yrir al-
mennan markað í kreppunni á
íjórða tug aldarinnar og stofnar
síðan Trésmiðjuna Víði, sem
lcngi hef'ur verið ein stærsta hús-
gagnaverksmiðja landsins.
Kjartan Stef'ánsson hef'ur skráð
þcssa reynslusögu Guðmundar
samkvæmt viðtölum við hann og
ýmsum öðrum hcimildum. Sú
frásögn lætur engan ósnortinn.
Guðmundur í Víði er einstæður
áhuga-og eljumaður með
ákveðnar skoðanir, bjartsýni
lians hef'ur síf'cllt lýst upp myrkr-
ið og áf'rant hefur hann barist
með viljann að vopni.
Með
viljann
að vopni
Lífssaga Guðmundar í Víði
Ótrúleg lífsreynslusaga
Guðmundar í Víði
„Ég er ekki viss um að aðrar bœkur
sem e'g hef liliðyfir núna fyrirjólin
sitji fastar í mér en þessi. Hún fylgdi
mér langt inn í nœstu bók og ég er viss
um, að mér verður þórfá að líta í hana
afturþótt síðar verði. Pannig hygg ég
að mórgum óðrum lesanda Jari. Pella
er mikil og hughreystandi sigursaga. “
Pannig komst Andrés Kristjánsson,
bókmennlagagnrýnandi DVað orði í
umjjóllun sinni um bókina Með vilj-
ann að vopni hinn 22. desember síðast-
liðitin, og hatin lauk dómi sínum meö
þessum orðum:
„ Pessiyjirlælislausa bók er óður um
viljann og hugrekkið. Hún er
kennslubók handa mér og þér. “
Nr.: 1062
Venjulegt verðu846-krónur
Klúbbverð: 678 krónur
* LÍFSSA GA LAXINS
Ein fegursla bók sem út hefur komið
um líf laxins í ánum. Hófundur er
japanskur fiskifræðingur, Atsushi
Sakuari, sem sneri sér að því að Ijós-
mynda líf fiska og hefur hann náð
einstæðum árangri.
Fiskarnir lifa eins og í óðrum heimi,
ofan í djúpurn hyljum vatnsins. Menn
hafa lóngum ímyndað sér, að þeir séu
„ bara “ skynlausar skepnur og sálarlíf
þeirra geti varla verið merkilegl. En í
hvert skipti sem menn nálgast þá af
varfœmi kemur annað í Ijós. Peir eru
tilfinninganæmir og lifa stundum
reglulegu Jjólskyldulífi.
Einn er þó sá fiskur, sem ber af óðrum
að viljastyrk, greind og katisku. Og
hver haldiði að hann sé? Auðvitað
laxinn.
* BÓK HANDA
LAXVEIÐIMÖNNUM
Laxveiðimennirnir okkar á bakkanum
eru líka nokkuð slungnir. Peir eiga ráð
undir rifi hverju, flugur eins og Blue
Charm eða Roger’s Eancy eða sjálfan
ánamaðkinn.
Laxinti er verðugur andstaðingur. Og
það er vel þess virði að reyna að
kynnast honum nánar, sjá hvemig
hann lifir. Hér í bókinni er að finna
einstaðar Ijósmyndir af Laxalífi. Pað
er óneitanlega fógur ogforvitnileg bók.
Tilvalin handa óllum laxveiði-
mónnum.
Nr.: 1063
Venjulegt verð:-69?'krónur
Klúbbverð: 558 krónur
;i$!.'Mrns