Okkar á milli - 01.01.1984, Blaðsíða 7
SÍGILT OG
ÁHRIFAMIKIÐ
VERK
Bók sem á erindi
til okkar allra
Anna Frank var ung hollensk stúlka
afgyðingaættum. Þegar nasistar hófu
útrýmingarherferð sína á hendur
gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni
tókst fjölskyldu hennar að leynast í
tvö ár, uns nasistar fundu hana og
hnepptu í fangabúðir. Og tæpu ári
síðar andaðist Anna Frank í fanga-
búðunum Bergen-Bclsen, í mars
1945. Faðir hennar var hinn eini úr
fjölskyldunni sem lifði af. Eftir að
hann sneri heim fckk hann í hendur
dagbók dóttur sinnar sem fundist
hafði að henni látinni. Ffann leyfði að
þessi einstæða bók yrði gefin út.
Dagbók Önnu Frank varð brátt eitt
kunnasta og mest lesna rit frá tímum
seinni heimsstyrjaldarinnar, þýdd á
fjölda tungumála, snúið í leikrit og
kvikmyndir, og hvarvetna hafa menn
lokið upp einum munni um ómót-
stæðilegt gildi bókarinnar. Á íslensku
kom Dagbók Önnu Frank út fyrir
aldaríjórðungi í þýðingu séra Sveins
Víkings og hefur um langt árabil ver-
ið ófáanleg með öllu. Þessi bók á
sígilt erindi til hugsandi fólks hvar
sem er, hvort sem litið er á hana
fyrst og fremst sem mannlegt skilríki
eða heimild um eitt svartasta skeið
sögunnar.
Skemmst er frá því að segja að Dag-
bók Önnu Frank er eitt áhrifamesta
mannlega skilríki sem fram hefur
komið á öldinni. Anna var ekki orðin
sextán ára þegar hún dó, og dagbók-
in tekur yfir þau tvö ár sent hún varð
að fara huldu höfði. Hún kemur hér
fram sem venjulegur unglingur sent
reynir að finna gleði og hamingju í
lífinu, þótt aðstæður séu örðugar í
meira lagi. En unt leið ber dagbókin
vott um svo undraverðan þroska að
fágætt er. Þessi unga stúlka með
spékoppana er gáfuð, andrík og fynd-
in, og umfram allt nrjög hugrökk.
Nr.: 1071
Venjulegt verð:-648-krónur
Klúbbverð: 388 krónur
HINFRABÆRA
METSÖLUPLATA
KRISTTÁNS
JÓHANNSSONAR
Plata Kristjáns náði al-
gjörri metsölu á árinu sem
leið og bjóðum við hana
enn á Veraldarverði.
Hljómplata nr.: 3012
Kassetta nr.: 4004
Klúbbverð: 448 krónur
—
GLEYMDU EKKI
PÍNUMELLA
og gefðu honum
ómetanlega heimild um
liann sjálfan
Fáir menn hafa verið jafn umtalaðir
undanfarna mánuði og hann Elli.
Sumir teljajafnvel að rétt hefði verið
að kjósa hann mann ársins 1983.
Bók þeirra Eddu Björgvinsdóttur og
Helgu Thorberg unr Ella, fjölskyldu
hans og vini hitti líka í mark er hún
kom á markað fyrir síðustu jól. Hún
er byggð á útvarpsþáttum þeirra
„Á tali“ sem urðu í fyrsta sæti vin-
sældarkönnunar Útvarpsins meðal
hlustenda á síðasta ári og þykir fólki
húmor og hugmyndir þeirra Eddu og
Helgu ekki síður njóta sín í bókar-
formi en á öldum ljósvakans.
Það staðfesta einnig unrmæli
gagnrýnenda svo sem þessi orð
Magdalenu Schranr:
„Elli stekkur sjálfur fullmótaður út
úr bókstöfunum þegar á fyrstu síðu
bókarinnar, konurnar í símanum
. . . Allar myndirnar eru skemmti-
legar og margar hreint afbragð."
Nú býður Veröld félögum sínum Ella
á afbragðs kjörum, sem gera öllum
heimilum kleift að eignast sinn Ella.
Hvort sent þú elskar Ella eða hatar,
ættirðu að lesa um hann og aðra, sem
fá sinn skammt á síðum þessarar
óvenjulegu bókar. Þetta er bók fyrir
alla.
Nr.: 1066
Venjulegt verð:jt4B"krónur
Klúbbverð: 296 krónur