Okkar á milli - 01.01.1987, Side 5

Okkar á milli - 01.01.1987, Side 5
NORÐURLANDSTRÓMET AÐ RATA RÉTTA LEIÐ Eignist helsta þjóðkvæði Norð- manna í íslenskum glæsibún- ingi dr. Kristjáns Eldjárns Petter Dass (1647—1708) var höfuðskáld Norðmanna á sinni tíð. Þessi merki skáldprestur hefur sama sess í bók- menntasögu heimalands síns og síra Hallgrímur Péturs- son í íslenskri bókmenntasögu. Þennan sess getur hann þakkað kvæðabálknum Norðurlandstrómet, sem hann orti á tuttugu árum. Hefur það verið nefnt þjóðkvæði Norðmanna. Norðurlandstrómet er margbrotið kvæði, með raunsæum hversdagslýsingum og skreytni, alvarleg- um hátíðleika og kostulegu skopi. Skáldið flytur lesand- ann með sér í kynnisferð um Norður-Noreg. Lýsir lands- háttum og náttúrufari, dýralífi og auðvitað fólkinu sem þarna býr, lífsháttum þess, siðum og venjum. Þekking, ást og innlifun skín af frásögninni. En þótt vel sé ort er menningarsögulegt gildi kvæðisins ef tÚ vill enn meira. Dr. Kristján Eldjárn þýddi kvæðið af mikilli málsnilld og list. Fræðimannleg þekking styrkir skáldleg tök hans á efninu. Mikill fengur er að frábærlega skrifuðum formála dr. Kristjáns, sem veitir góða innsýn í fjölskrúðugan skáldheim Petters Dass. I formálanum segir m.a. um skáldskap Petters Dass: ,,Það sýnir best það skáldlega vald, sem honum var gefið, að honum tekst að láta hið guðdómlega og hið hversdagslega í umhverfinu koma sér sam- an í fullkomnu samræmi og einingu. Áhugi hans á lífínu kringum hann, landinu og fólkinu, kemur alls staðar fram, og hann er óhræddur að draga þaðan líkingar. Jafnvel þegar hann er að yrkja um hið háleitasta:..." Þegar þýðing dr. Kristjáns Eldjárns á Norðurlandstrómet Petters Dass kom fyrst út árið 1977 vakti hún að vonum hrifningu bókamanna og unnenda bragðmikils skáld- skapar: „Þýðingin er gerð af krafti og hagleik bæði, af staðgóðri þekkingu á íslenskri skáldskaparíþrótt." „Kjartan Guðjónsson hefur gert ágætar og vel við- eigandi teikningar við ljóðabálkinn — ...“ (Árni Bergmann, ÞjóðvÚjanum 19. nóvember 1977). Norðurlandstrómet eftir Petter Dass í þýðingu dr. Kristjáns Eldjárns og með myndum Kjartans Guðjónssonar Þetta er saga af merkismanni og ölingi, Páli Jónssyni vegfræðingi (1853—1939). Ellefta boðorð hans var ,,Orð skulu standa öðlingi." Hann var einstakur maður á alla lund, óvenjulega góðhjartaður, ósérhlífinn og spakvitur. Jón Helgason vann hér mikið þarfaverk, að forða gleymsku sögu Páls Jónssonar. Hefur söguritar- inn víða leitað fanga og tekst með miklum ágætum að rekja lifandi sögu af heimildum. Aðdáun og virðing gagnvart þessum dæmalausa_stærðfræðingi, vegalagn- ingarmanni, náttúrubarni og jafnaðarmanni af eðlisvís- un leiftrar hvarvetna í texta þessarar bókar. ORÐ SKULU STANDA er ekki aðeins saga um stór- merkan einstakling sem vegaði sveitir og heiðar í þremur landsfjórðungum. I aðfararorðum segir Jón Helgason m.a.: Tvisvar gaf hann aleigu sína á fyrri hluta œvi sinnar. Fimmtugur gerðist hann fyrirvinna barnmargrar ekkju í Biskupstungum, af því að mað- ur hennar drukknaði við ferjustað, sem hann hafði valið. Henni vann hann kauplaust í níu ár og stofn- aði síðan sjóð, henni til styrktar. Meira en tvo ára- tugi var hann vinnumaður í Húnaþingi og áskildi sér þrjátíu krónur í árskaup. Af því gaf hann helm- inginn. Attrceður sendi hann ríkisstjórninni árskauþ sitt óskert, svo að hún gœti grynnt á skuldum í kreppunni." Það er dýrmæt reynsla að kynnast slíkum manni sem Páli Jónssyni í jafn ágætri bók og Orð skulu standa eftir Jón Helgason. Páll rataði alltaf rétta leið og hið sama gerir þessi bók. Nr.: 1461 Venjulegt verð: 1.338.- kr. Klúbbverð: 1.079.- kr. Nr.: 1460 Venjulegt verð: 1.396.- kr. Klúbbverð: 998.- kr.

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.