Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 2
BÓK
MÁNAÐARINS
Athugiö!
Viö skiptum greiöslunni í tvennt og sendum
tvo gíróseöla, sem greiða má með mán-
aðarmillibili.
Bók mánaðaríns
Fullt verð: 4.888 kr.
Okkarverö: 3.910 kr.
Stórbrotin ástar- og ættarsaga eftir Sigrid Undset
Á nýju ári býöur Veröld félagsmönnum sín-
um sem bók mánaðarins einhverja stór-
brotnustu ástar- og ættarsögu sem rituð
hefur veriö á norræna tungu: Kristínu
Lafranzdóttur eftir Sigrid Undset. Setberg
sendi þetta mikla verk frá sér fyrir síðustu jól
í nýrri og glæsilegri útgáfu, þremur bindum,
sem eru alls 1250 blaösíöur. Flélagsmenn
Veraldar geta fengið þessa vinsælu skáld-
sögu á vildarkjörum.
Göturtæmdust
Þegar Helgi Hjörvar las Kristínu Lafranz-
dóttur sem útvarpssögu á árum áöur,
tæmdust götur bæjar og sveita. Slíkar voru
móttökur íslenskra hlustenda.
í sögunni sem gerist á fjórtándu öld flæðir
lífiö í fang lesandans í allri sinni fjölbreytni.
Við fylgjumst meö Kristínu sem ung hittir
Erlend, örlagavaldinn í lífi sínu, ástarsögu
þeirra og þeim miklu sviptingum sem eiga
sér stað í kringum hana.
Sálfræöilegt raunsæi
Kristín háir haröa baráttu í sál sinni. Vilji
hennar er bundinn eigingjarnri kröfu holds-
ins og ástarinnar og synd hennar elur af sér
synd samkvæmt lögmáli trúarinnar.
Höfundur skyggnist langt inn í hugskot
persónanna af sálfræöilegu raunsæi og
þær veröa lifandi og lesandanum kærari en
ella, af því aö síst er dregin dul á, að þær
hafa flestar sínar veiku hliöar.
Frábær þýöing
í engri sögu Sigrid Undset rís list hennar
hærra, enda hlaut hún Nóbelsverölaunin
fyrir þetta verk. Hvergi sýnir hún betur fjöl-
þætta hæfileika sína, merkilega samofið
raunsæi og ímyndunarafl, heitt og ástríðu-
þrungiö skap og efablandna skynsemis-
hyggju.
Kristín Lafranzdóttir er þýdd af Helga
Hjörvar og Arnheiði Siguröardóttur, og er
þaö f rábærlega vel unnið verk, sem unun er
aö njóta.
ummælum: Maður gleðst, hrífst og undrast
Þegar Kristín Lafranzdóttir eftir Sigrid Undset kom fyrst út á
íslensku fyrir rúmum þrjátíu árum, hlaut hún mjög góöa dóma
og frábærar undirtektir almennings. Hér á eftir fara fáein brot úr
blaöaummælum:
Kristín Lafranzdóttir er eitt af öndvegisverkum heimsbók-
menntanna og eitt af allra veigamestu skáldverkum í bók-
menntum Norðurlanda.
Kristmann Guömundsson í Morgunblaöinu
Pá veröa komandi kynslóöir helsti óskyggnar um varöveislu
arfsins mikla, gullaldartungunnar, ef þær halda eigi aö börnum
sínum fegurstu köflunum í útleggingu þessa öndvegisrits.
Jóhannes úr Kötlum í Þjódviljanum
Snilldin rís svo hátt strax í fyrsta bindi bókarinnar, aö maður
gleöst, hrífst og undrast.
Helgi Sæmundsson í Alþýðublaðinu
2