Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 4
Knstín Lafraiizdóllir Spjallað við Ulf Hjörvar rithöfund, son Helga Hjörvar, sem þýddi Kristínu Lafranzdóttur ásamt Amheiði Sigurðardóttur Vélrítaði þýðingu föður síns ,, Ég vélritaði fyrir föður minn allt þriðja bind- ið af Kristínu Lafranzdóttur,“ sagði Úlfur Hjörvar í örstuttu spjalli við Okkar á milli. ,,Það voru fyrstu kynni mín af ritstörfum," hélt hann áfram. ,,Hann var þá orðinn heilsuveill og las þýðinguna inn á band einn kafla í senn, en ég vélritaði jafnóðum. Stytti útvarpssögurnar Ég held að föður mínum hafi þótt einna vænst um Kristínu Lafranzdóttur af öllum þeim mörgu sögum sem hann þýddi og las í útvarþ. Hann stytti jafnan sögurnar, svo að þær hentuðu betur til flutnings í útvarpi, og ég er ekki frá því að það hafi átt sinn þátt í hve vinsælar þær voru. Hann stytti einnig íslenskar sögur sem hann las, til dæmis Litbrigöi jarðarinnar eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson og sögur Jóns Trausta. Ég á enn í fórum minum eintak hans af þessum verk- um — með hornklofum um þá kafla sem sleppt var. Seldist fljótt upp Ég man eftir því að faðir minn varð bæði undrandi og glaður, þegar ungur Vest- mannaeyingur sem hafði stofnað eigið bókaforlag, Arnbjörn Kristinsson í Setbergi, kom á hans fund og bað um að fá að gefa út þýðinguna á Kristínu Lafranzdóttur, sem hann hafði lesið í útvarp fimmtán árum áð- ur. Sögur hans höfðu ekki alltaf komið út í bókarformi, og stundum voru þær gefnar út í þýðingum annarra manna, eins og til dæmis Heimeyingarnir eftir Strindberg og Grónar götur Hamsuns. Auk Kristínar Lafr- anzdóttur eru til á prenti Bör Börson eftir Johan Falkberget og Gróður jarðar eftir Hamsun. Faðir minn hófst þegar handa við að búa Kristínu Lafranzdóttur til prentunar og fékk Arnheiði Sigurðardóttur í lið með sér til að þýða þá kafla sem sleppt hafði verið. Hann hafði aðeins lesiðtvöfyrstu bindin í útvarpið en þriðja bindið, Krossinn, þýddi hann einn - og ég hjálpaði til við að vélrita það, korn- ungur skólastrákur. Meðan unnið var að undirbúningi fyrsta bindisins varð ég var við, að á stundum óttaðist faðir minn, að þetta mikla þriggja binda skáldverk yrði dýrt í útgáfu og mundi ekki njóta hylli almennings. En sá ótti hans reyndist með öllu ástæðulaus. Sagan varð strax vinsæl, seldist fljótt upp og hefur nú verið ófánleg í meira en tuttugu ár.“ Úlfar Hjörvar: - Föður mínum þótti vænst um Kristínu Lafranzdóttur af sögum sínum. Guðrún Matthíasdóttir: - Fólk kom ofseint ibió, efþað hlustaði á útvarps- söguna. Ahrifarík og ógleymanleg saga Guðrún Matthíasdóttir hefur unniö hjá bókaverslun Lárusar Blön- dals við Skólavörðustíg í rúm tuttugu ár og er mikill aödáandi Kristínar Lafranzdóttur. „Þegarég var krakki hlustaði ég á útvarps- lestur Helga Hjörvar, eins og raunar allir gerðu,“ segir hún. „Hann var fluttur milli kl. 8.30 og 9 - og fólk kom iðulega of seint í bíó, ef það hafði verið að hlusta á söguna. Þegar ég fermdist eignaðist ég svo Kristínu Lafranzdóttur á dönsku í forkunnarfögru skinnbandi. Það var séra Halldór Jónsson á Reynivöllum, sem gaf mér hana, en faðir minn ólst upp hjá honum. - Maður gleymir sér alveg á meðan á lestri þessara bóka stendur. Þetta er áhrifarík og ógleym- anleg saga-sú besta sem ég hef lesið.“ 4

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.