Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 8

Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 8
Þr jár bamasögur í kil juformi Reykjavíkursaga Konur og völd heitir ný Reykjavíkursaga eftir Má Kristjónsson, sem Skjaldborg gaf út fyrir jólin. Þetta er fjóröa skáldsaga höfund- ar, en hinar þrjár eru: Saklausa dúfan (1966), Glöpin grimm (1977) og Maður og ástkonur (1984). Á hispurslausan hátt í þessari bók er fjallað á hispurslausan hátt um hið svokallaða kerfi þjóðfélagsins, sem allir vita af en fáir þekkja til hlítar. Fjallað er um stjórnmálamennina og þá rómuðu at- hafnamenn, sem stjórna á bak við tjöldin, þótt aðferðir þeirra séu ekki alltaf í sam- ræmi við lýðræðið margrómaða, sem börn- um er kennt um í skólunum. Og ástarlífið sem greint er frá er heldur ekki í miklu sam- ræmi við framtíðardrauma saklausra stúlkna. Þetta er tímabær nútímasaga, fjörlega skrifuð, kjarnyrt og fyndin, og ef til vill munu einhverjir kannast við fyrirmyndir persón- anna. Nr.: 1675 Fullt verð: 1.494 kr. Okkar verð: 1.270 kr. í þessum pakka eru þrjár nýjar barnasögur í kiljuformi, sem Skjaldborg gaf út fyrir jólin. Tvær þeirra eru eftir Hanne Brandt og heita Bláa hjólið og Linda systirmín, en hin þriðja er eftir Jetty Krever og heitir Slysiö. Guðrún Hallgrímsdóttir og Kristín Aðalsteinsdóttir sérkennari hafa þýtt allar bækurnar. Þetta eru myndskreyttar og auðlesnar bækur, í senn lærdómsríkar og skemmtilegar og henta vel börnum, sem eru nýbyrjuð að lesa bækur upp á eigin spýtur. Nr.: 1674 Fullt verð: 1.970 kr. Okkar verð: 1.576 kr. Bókin sem breytir lífi kvenna Bókin Konursem elska ofmikið hefur eftir- farandi tvær setningar að einkunnarorðum: Ást og þjáning eiga enga samleið. Þú þarft ekki aö eyöa lífinu í sársaukafull sambönd. - Um þessa bók hefur skáldkonan Erica Jong sagt: „Þetta er bókin sem breytir lífi kvenna“. Fjölskylduráögjafi Höfundurinn, Robin Norwood, er einn þekktasti fjölskylduráðgjafi Bandaríkjanna. í bókinni fjallar hún um sársauka óendur- goldinnar ástar, ástarsambönd sem skaða einstaklingana og mynda tilfinningalegan vítahring. Bókin erskrifuð í Ijósi athuganaá hundruðum kvenna, sem þrátt fyrir þrot- lausa viðleitni til aö bæta sambönd sín tókst ekki að ráða bót á vandanum. Dæmi og skýringar Robin Norwood varpar Ijósi á þenna út- breidda vanda með margvíslegum dæmum og skýringum, gefur konum nýja von og bendir á færar leiðir til lausnar. Konursem elska of mikió er bók sem á erindi til allra kvenna og raunar allra sem láta sig sam- skipti kynjanna einhverju varða. Nr.: 1676 Fullt verð: 1.848 kr. Okkar verö: 1.663 kr. 8

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.