Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 7
Dæmisaga
úr íslensku
þjóðfélagi
Undir húfu tollarans heitir ný íslensk skáld-
saga eftir Kristján Jóhann Jónsson, sem
löunn gaf út núna fyrir jólin. Þetta er önnur
skáldsaga Kristjáns, hin fyrri hét Haustið er
rauttog kom út 1981.
Undir húfu tollarans er dæmisaga úr ísl-
ensku þjóöfélagi og segja má að í henni eigi
ólíkar stéttir og samfélagshópar sína full-
trúa. Aöalpersónurnar eru tveir bræöur:
Karl kennari og Björn iðnaðarmaður, en
auk þess koma ýmis skyldmenni og vanda-
menn þeirra bræðra viö sögu. Margbreyti-
Nr.: 1672
Fullt verð: 1.980 kr.
Okkar verð: 1.779 kr.
legu mannlífi og samspili ólíkra persóna er
vel lýst, svo að lesandinn fylgist með af
lifandi áhuga frá upphafi til enda.
í ritdómi, sem birtist um bókina í Tímanum,
segir Eysteinn Sigurðsson m.a.: „Sagan er
rösklega skrifuð, og jafnt persónu- og um-
hverfislýsingar mega teljast dregnar skýr-
um dráttum. Ádeila er þarna vitaskuld víða
á ferðinni, en yfirgnæfandi er þó að höfund-
ur nálgast hér persónur sínar af þeirri alúð
og nærgætni sem einkennir handaverk
góðra skáldsagnahöfunda.“
Og hvað með það?
Og hvaö meö þaö? heitir ný unglingasaga
eftir Helgu Ágústsdóttur, sem Iðunn gaf út
fyrir jólin. Helga hefur áður sent frá sér tvær
bækur fyrir unga fólkið, sem hafa orðið vin-
sælar: Ekki kjafta frá og Ef þú bara vissir.
Þeir lenda í ýmsu
Textinn aftan á kápunni gefur ofurlitla hug-
mynd um efni og blæ þessarar bókar, en
þar segir m.a.: „Unglingarnir lenda í ýmsu
og það er ekki víst að þeirfullorðnu viti alltaf
málavöxtu. Þeir halda að þetta sé allt vit-
leysa og barnaskapur. Þeir ættu bara að
vita í hverju maður getur lent! Og pæling-
arnar, þeir vita nú minnst um þær. Hver er
þessi dularfulli Dagur? Og svo á maður
bara að vera stilltur og góður og læra
heima! Það þarf nú líka að sinna öðru, sem
er að minnsta kosti jafn áríðandi.11
Nr.'c 1673
Fullt verð: 1.298 kr.
Okkar verð: 1.165 kr.
Heimilislæknirinn i verðlaun
J anúar-getraunin
Þá hleypum við hinni vinsælu getraun okkar
af stokkunum á nýju ári. Sem verðlaun að
þessu sinni höfum við valið dýrasta og eftir-
sóttasta verkið, sem gefið var út á bóka-
markaðnum á nýliðnu ári. Það er að sjálf-
sögðu Heimilislæknirinn, þriggja binda
stórvirki, sem Iðunn hefur gefið út og kostar
13.900 krónur. Þetta eru bækur sem þurfa
að vera til á hverju einasta heimili.
Og spurningin er lauflétt eins og venju-
lega: Hvaöa ár hlaut Sigrid Undset Nób-
elsverölaunin? Hún er eins og kunnugt er
höfundur skáldverksins Kristin Lafranz-
dóttir, sem er mánaðarbók Veraldar nú í
janúar. Skrifaðu svarið á svarseðilinn á
næst öftustu síðunni og sendu okkur eða
hringdu inn réttalausn.
7