Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 3

Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 3
UM ÆVI NÓBELSSKÁLDSINS SIGRID UNDSET Feimnin gat breyst í þótta í hinni nýju og veglegu útgáfu Setbergs á Kristínu LafranzdóttureftirSigrid Und- set er ýtarlegur eftirmáli um höfund, bók og þýöingu eftir Hjört Pálsson. Þar er m.a. rakin í stuttu máli ævisaga skáld- konunnar og sagt frá helstu verkum hennar. Jenný réði úrslitum Sigrid Undset var fædd á Sjálandi 1882, en fluttist tveggja ár gömul til Noregs og ólst þar upp. Fyrsta skáldsaga hennar, Frú Marta Qulie, kom út 1907. Sagan var þýdd á íslensku af Kristmanni Guð- mundssyni, sem kynntist skáldkonunni persónulega, þegar hann var rithöfund- ur í Noregi. Bækur Sigrid Undset veröa ekki taldar upp hér, en þaö var sagan Jenný, sem skar úr um gengi hennar. Sú saga hefur veriö kvikmynduö og var sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrir nokkru. Skammvinnt hjónaband Þegar Jenný kom út haföi Sigrid Undset dvalist um sinn í Frakklandi og á ítalíu. í Róm bar saman fundum hennar og mál- arans Anders C. Svarstad. Þau giftust 1912, dvöldust fyrst stuttan tíma erlend- is, en fluttust svo til Noregs. Eftir sjö ár slitnaöi upp úr hjónabandi þeirra, og Sigrid Undset settist aö í Lillehammer með börn þeirra þrjú, eitt þeirra þroska- heft, til þess að ala þau upp og skrifa. Nóbelsverölaun Og það gerði hún svikalaust. Hún tók kaþólska trú 1924 og samdi á þriðja tugi aldarinnar sögulegu sagnabálkana tvo, um Kristínu Lafranzdóttur og Ólaf Auð- unsson, en þeir færðu henni Nóbels- verðlauninárið 1928. Eftirþaðsnerihún sér aftur að samtímasögum. Feimin og lokuð Sigrid Undset hafði ekki útlitið að öllu leyti með sér, þótt eitthvað væri við hana. Hún var alla daga mjög feimin og lokuð, og feimni hennar gat snúist upp í þótta, sem gerði hana stundum ærið kaldranalega og óþýða við fyrstu kynni. Ekki bætti úr skák aö ekkert skorti á skynjunargáfu hennar og skarpa athygli svo að hún las viðmælendur sína og Málverk af Sigrid Undset ungri eftir mann hennar, Anders C. Svarstad. viðhlæjendur einatt ofan í kjölinn og hleypti þeim hvorki of nærri sér né lét þá eiga hjá sér. Flýði undan nasistum Áratuginn fyrir stríð haföi Sigrid Undset látið í Ijós andúö sína á nasismanum svo að ekki varð um villst, og þegar Þjóðverjar hernámu Noreg 1940 flýði hún heimili sitt og komst til Bandaríkj- anna eftir erfitt og tvísýnt ferðalag. Að stríðinu loknu fluttist hún svo aftur heim til Noregs. og þar lést hún vorið 1949 - 67 áragömul.

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.