Okkar á milli - 01.01.1988, Blaðsíða 10
Ný og glæsileg útgáfa
af spýtustráknum Gosa
Nr.: 1678
Fullt verð: 1.480 kr.
Okkar verð: 1.258 kr.
Þorsteinn Thorarensen rithöfundur og út-
gefandi las nýja þýöingu sína á Gosa í út-
varpið síðastliðið haust við miklar vinsældir
hlustenda. Og nú er þýðing hans komin út
hjá Fjölva í stórri og glæsilegri bók með
fallegum litmyndum.
Sígild barnasaga
Ævintýrið um spýtustrákinn Gosa öðlaðist
frægð með skjótum hætti. Höfundurinn hét
réttu nafni Carlo Lorenzini, en notaði dul-
nefnið Collodi. Gosi kom út í Flórens á Ítalíu
á síðustu öld, fyrst sem framhaldssaga í
barnablaði en síöan i bókarformi 1883.
Sagan naut strax svo mikilla vinsælda, að
allt ætlaði um koll að keyra. Fljótlega var
farið að þýða bókina á önnur tungumál, og
þar með hófst sigurför Gosa um víða ver-
öld. Sagan er nú sígild og einn af hátindum
barnabókmennta heims.
Fyrsta heildarþýðingin
Gosi kom fyrst út hér á íslandi árið 1921 í
þýðingu Hallgríms Jónssonar skólastjóra.
En sagan var þýdd úr ensku og stytt. Þýðing
Þorsteins Thorarensen er hins vegar fyrsta
heildarþýðingin á íslensku, og hún er gerð
úrfrummálinu, ítölsku.
Margar myndskreytingar
Frumútgáfu Gosa í bókarformi 1883 mynd-
skreytti Enrico Massanti, en eftir því sem
bókin var þýdd á fleiri tungumál, fengust æ
fleiri listamenn við verkefnið. Tvennar
myndskreytingar þykja bera hæst: Teikn-
ingar ítalans Attilios Massinós frá 1910 og
teiknimynd Walt Disneys frá 1940. Einn
kunnasti listamaður á Italíu nú á dögum,
Giorgio Scarato, myndskreytir nýju bókina
og eru myndir hans einstaklega skemmti-
legar.
Það er vart hægt að gefa barni fallegri og
veglegri gjöf en þessa nýju og glæsilegu
útgáfu af Gosa í þýðingu Þorsteins Thorar-
ensens.
Gosi fæst líka á
spólum
Upþlestur Þorsteins Thorarensens á Gosa í
útvarpinu síðastliðið haust hefur verið gef-
inn út á fjórum kassettum, og Veröld býður
þær nú til sölu með og án bókarinnar.
Kassetturnar Bókin Gosi Athugið, aö við skiptum
og kassetturnar greiöslunni i tvennt og
Nr. 4130 Nr. 1679 sendum þértvo gíróseðla,
Fullt verð: 2.400 kr. Fullt verð: 3.880 kr. sem greiða má með
Okkar verð: 2.040 kr. Okkar verð: 3.100 kr. mánaðarmillibili.
Fréttablað Veraldar
Okkar á milli
Útgefandi:
Bókaklúbburinn Veröld.,
Ábm.: Kristín Björnsdóttir
Ritstj.: Gylfi Gröndal
Ljósmyndir:
Magnús Hjörleifsson
Prentverk: Steinmark
10