Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 11

Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 11
MYNDSKREYTT BIBLÍA Myndskreytt Biblía Fjölva hefur aö geyma kjarna heilagrar ritningar. Biblían hefur veriö gerö eins aögengileg til lestrarog mögulegt er, til dæmis meö því aö prýða hana falleg- um litmyndum. Bókin er einkum ætluö þeim sem komnir eru til nokkurs þroska, og þess vegna hefur Veröld valiö hana sem aukatil- boö á þessum árstíma, þegarfermingarnar eru í þann veginn aö hefjasl. Hafsjór af visku Myndskreytta Biblían var fyrst gefin út 1974 og síðan endurprentuð 1981. Um útgáfuna sáu bræðurnir Þorsteinn og séra Oddur Thorarensen og nutu fyrirgreiðslu biskups og framkvæmdastjóra Biblíufélagsins. Til- gangur útgáfunnar er fyrst og fremst sá að laða unga lesendur aö Biblíunni, þessu undirstöðuriti i menningu okkar. Frásagnir úr Biblíunni þurfa nú sem fyrr aö vera les- endum sem hugljómun og tungutamt ívitn- unarefni í daglegu lífi manna. Þaö væri til ómetanlegs tjóns fyrir hugmyndaheim nú- tímamannsins, ef hann læsi ekki sér til gagns og gleði þennan mikla hafsjó visku og þekkingar. Kjarni heilagra ritningar Alþýölegra mál Þessi tilgangur, aö gera Biblíuna aðgengi- legri til lestrar, setur hvarvetna mark sitt á þessa bók. Hún rekur öll meginatriði í sögu ísraels, leitast við aö sýna hvernig kristin- dómurinn er reistur á grunni gyðingdóms- ins og rekur síöan höfuðatriðin í kenningu og starfi Jesú og postulanna eftir hans dag. Jafnframt þessu hafa útgefendur stefnt aö því aö gera málið á textanum alþýðlegra og meira í samræmi viö nútímahugmyndir. Nr.: 1700 Fullt verð: 1.988 kr. Okkar verð: 1.688 kr. ÞRÆLABÆKURNAR Fróðleiksnáma og töfrandi lestur Bækurnar Þrælaskipin, Þrælaeyjan og Þrælaströndin, eftir danska rithöfundinn Thorkild Hansen eru hvort tveggja í senn: ótæmandi fróðleiksnáma um efni sem lítið var vitað um áður, en jafnframt töfrandi lest- ur, sem heldur lesandanum föngnum frá upphafi til enda. Nr.: Fullt Okkar verð: verð: Allt safnið 1701 3.540 kr. 2.850 kr. Þrælaskipin 1702 1.790 kr. 1.550 kr. Þrælaeyjan 1703 875 kr. 725 kr. Þrælaströndin 1704 875 kr. 725 kr. j ÞRÆLA i EYIARNAR Óviöjafnanlegt verk Hér er á ferðinni heimildarsaga eins og þær gerast bestar, meistaraverk af sannsögu- legum atburðum með skáldlegu ívafi. „Hér hefur stórkostlegt og spennandi efni fundið sinn rétta mann og mikill höfundur fundið sitt rétta efni,“ sagði gagnrýnandinn og rit- höfundurinn Tom Kristensen. Og Johan Borgen tók í sama streng í ritdómi: „Hug- myndaflug höfundar og innsæi er ánægju- legt sambland af dugnaði fræðimannsins og snilld skáldsins. Þessvegnahefurverkið orðið óviðjafnanlegt hvernig sem á það er litið.“ Noröurlandaverölaunin Thorkild Hansen hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1971 fyrir þessar bækur sínar, sem nú bjóðast félagsmönn- um Veraldar sem aukatilboð. Efnið er með- höndlað af miklum mannþekkjara og rit- snillingi, svo að bókin verður í senn áhrifa- mikil og sþennandi. Það hefnir sin að vilja aldrei lesa neitt, en vita þó allt best sjálfur (A. Kielland) • 11

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.