Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 4
„Ég skrífaði Þjóð bjamarins mikla að minnsta kosti f jómm sinnum og suma kaflana mun oftar...“ JEAN M. ALJEL í HEIMSÓKN Á ÍSLANDI Varð djúpt snortln af Gullfossi Metsöluhöfundurinn Jean M. Auel kom í heimsókn til íslands á vegum forlags síns, Vöku-Helgafells, í septembermánuöi síð- astliðnum. Hún kom hingað ásamt eigin- manni sínum, hélt fyrirlestur og blaða- mannafund og ferðaðist ofurlítið um landið. Fyrirlestur um vinnubrögð Fyrirlestur sinn hélt Jean í Norræna húsinu í Reykjavík og fjallaði um vinnubrögð henn- ar við skáldsagnagerð sina. Hún lýsti því á eftirminnilegan hátt, hvað varð til þess að hún hóf að fást við þetta óvenjulega sögu- efni og hvernig hún hefur byggt skáldverk sitt á þeim upplýsingum, sem fyrir liggja um forfeður nútímamannsins. Á eftir svaraði hún fyrirspurnum og áritaði bækur sínar fyrir íslenska aðdáendur. Hrifin af íslandi Þegar Jean kom til íslands var hún að Ijúka löngu ferðalagi um Evrópu, þar sem hún hafði skoðað marga merka staði, sem hún á ef til vill eftir að nota við umhverfislýsingar í næstu bókum sínum. Bókaútgáfan Vaka- Jean M. Auel i Almannagjá á Þlngvöllum. Hún heldur á bókunum tveimur, sem þýddar hafa verið á íslensku, Þjóð bjarnarins mikia og Dal hestanna. Fáein eintök til af Þjóð b jamarins mikla Fyrsta bindið í hinum mikla sagnabálki Jean M. Auel. Börn jarðare r Þjóð bjarnarins mikla, sem Vaka-Helgafell gaf út fyrir jólin 1986. Veröld valdi hana bók mánaöarins í marsmánuði í fyrra og átti hún miklum vinsældum að fagna hjá félagsmönnum okkar. Síðan þá hefur sagan verið endurprentuð tvisvar, en er nú enn að ganga til þurrðar. Aðeins fáein eintök eru fáanleg af henni og við höfum ákveðið að gefa nýjum félagsmönnum Veraldar, sem skipta þús- undum, kost á að eignast hana og einnig þeim sem ekki tóku hana í fyrra. Nr.: 1691 Fullt verð: 1.890 kr. Okkar verö: 1.525 kr. 4 • Góð bók er geraemi (Auglýsingaslagorð Menningarsjóðs)

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.