Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 13

Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 13
BÓKAFLOKKURINN ÍSLENSK ÖNDVEGISSKÁLD Ljóðmæli Stefáns frá Hvítadal Nr.: 1706 Fullt verð: 2.290 kr. Okkar verð: 1.845 kr. Ljóðmæli Stefáns frá Hvítadal eru enn ein bókin í hinum veglega bókaflokki (slensk öndvegisskáld. Bókin er 376 blaðsíður að stærð og hefur að geyma öll Ijóð Stefáns frá Hvítadal ásamt ítarlegri og snjallri grein um skáldið eftir Kristján Karlsson. Vandaöur bókaflokkur Veröld hefur áður boðið bækur úr þessum vandaða bókaflokki og síðar munu fleiri fylgja á eftir. Auk Ljóðmæla Stefáns frá Hvítadal hafa eftirtaldar bækur komið út í þessum flokki: Ljóð og laust mál eftir Hann- es Hafstein, Ritsafn Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, Ritsafn Jónasar Hallgríms- sonar, Ljóðasafn I og II eftir Magnús Ás- geirsson, Fundin Ijóð eftir Pál Ólafsson, Ljóðmæli eftir Steingrím Thorsteinsson og Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti, Kvæða- safn og greinareftirStein Steinarr, Eiðurinn og Þyrnar eftir Þorstein Erlingsson og III- gresi eftir Örn Arnarson. Veiktist af berklum Stefán Sigurðsson frá Hvítadal varfæddur í Hólmavík viö Steingrímsfjörð 16. október 1887. Á öðru ári fór hann í fóstur til frænda síns, Jóns Þórðarsonar, að Stóra-Fjarðar- horni við Kollafjörð og ólst upp hjá honum þar og síðar í Hvítadal í Saurbæ til sautján ára aldurs. Stefán lagði stund á prentnám um hríð, en varð að hætta því sökum veik- inda. Hann hlaut fótarmein, sem leiddi til þess að taka varð af honum hægri fót ofan við ökkla, og gekk síðan við gervifót. Árið 1912 hélt hann til Noregs og dvaldist þar í þrjú ár. Þar veiktist hann af lungnaberklum, sem aldrei skildu með öllu við hann síðan. Árið 1919 kvæntist Stefán Sigríði Jónsdótt- ur frá Ballará á Skarðsströnd. Hann gerðist bóndi og bjuggu þau hjón lengstum að Bessatungu í Saurbæ og eignuðust tíu börn. Þar andaðist Stefán 7. mars 1933. Rómantísk ímynd skálds Stefán frá Hvítadal sendi frá sérfjórar Ijóða- bækur, og eru þær þessar: Söngvar föru- mannsins 1918, Óður einyrkjans 1921, Heilög kirkja 1924 og Helsingjar 1927. Kristján Karlsson kemst svo að orði um skáldið í grein sinni: „Ekki fer á milli mála, að Stefán var samtíðarkynslóð sinni ungri rómantísk ímynd skáldsins... Hann er nýr persónuleiki meðal íslenskra skálda, ný manngerð..." Herbergi án bóka er eins og líkami án sálar (SirJohn Lublock) • 13

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.