Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 9

Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 9
GLÆSILEG VIÐHAFNARUTGAFA Sagan af Brauðinu dýra eftir Halldór Laxness Vaka-Helgafell minntist 85 ára afmælis Halldórs Laxness 23. apríl í fyrra með út- gáfu nýrrar bókar, sem ber heitið Sagan af brauöinu dýra. Þetta er sérstök og óvenju glæsileg viðhafnarútgáfa í stóru broti svip- uðu því sem tíðkast hefur við útgáfu lista- verkabóka. Bókin er öll litprentuð og skreytt vatnslitamyndum eftir Snorra Svein Frið- riksson. Fornar dyggðir Sagan af brauðinu dýra var fy rst birt I tveim- ur köflum I Innansveitarkróniku eftir Halldór Laxness árið 1970, en birtist I þessari af- mælisútgáfu örlítið breytt frá hendi skálds- ins sem sjálfstæð saga. Hún segir frá Guð- rúnu Jónsdóttur, vinnukonu prestsins á Mosfelli I Mosfellsdal, sem að sögn skálds- ins „lifði og starfaði langa ævi I þessari sveit án þess að hún tæki kaup fyrir verk sín það menn vissu.“ Guðrún var send ,,að sækja pottbrauð úr seyðslu I hverasandi fyrir sunnan ána“, eins og segir I sögunni. Hún missir áttanna I þoku og er I villu á heiðum uppi fjarri mannabyggð I þrjá sólar- hringa. En brauðið snerti hún ekki: „Maður étur nú ekki það sem manni er trúað fyrir, barnið gott,“ svaraði hún þegar hún var spurð hverju það sætti. Guðrún aðhylltist fornar dyggðir og setti þá meginreglu ofar öðru að maður væri trúr sjálfum sér. Meistaraleg frásögn í kynningartexta á hlífðarkápu bókarinnar segir meðal annars: „Sagan af villu vinnu- ) konunnar á Mosfellsheiði með brauð prestsins í tréskjólu varpar Ijósi á hugsun- ) arhátt alþýðunnar sem byggði landið á fyrri tíð. Sagan er meistaralega sögð og á brýnt erindi við fólk á öllum tímum." Fagurlega myndskreytt Snorri Sveinn Friðriksson, listmálari og leikmyndateiknari Ríkissjónvarpsins, hefur myndskreytt Söguna af brauðinu dýra fag- urlega. Vatnslitamyndir hans eru bjartarog litríkar og lýsa einkar vel andblæ efnisins. Þess má geta að flestar þeirra birtust fyrst með lestri Halldórs Laxness á sögunni í sjónvarpinu á jólum 1986. Ensk útgáfa Sagan af brauðinu dýra hefur nú einnig verið gefin út í enskri útgáfu í frábærri þýð- ingu Magnúsar Magnússonar. í þýðingu hans ber sagan heitið The Bread of Life — eða Brauð lífsins. Veröld er það mikil ánægja að geta boðið félagsmönnum sínum þessa fallegu bók, sem hentar vel til gjafa og þarf að fylgja verkum Nóbelsskáldsins á hverju heimili. Meistaralega sögð saga, sem á brýnt eríndi við fólk á öllum tímum íslenska Enska útgáfan útgáfan Nr.: 1696 1697 Fullt verð: 1.960 kr. 1.960 kr. Okkar verð: 1.660 kr. 1.660 kr. Það eru engin jól án bóka (Auglýsingaslagorð bókaútgefenda) • 9

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.