Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 6

Okkar á milli - 01.03.1988, Blaðsíða 6
Heppnir verðlaunahafar hjá Veröld Demantshring? Ég trúi því ekki! Pú hlýtur að vera að gabba mig! Verölaunagetraunin okkar nýtur sívaxandi vinsælda, enda glæsileg verölaun í boöi fyrir þá sem hafa heppnina með sér. Það er sannarlega þakklátt og skemmtilegt verk aö tilkynna dyggum félagsmönnum að þeir hafi hlotið verðlaun — eins og eftirfarandi viðbrögð þeirra bera með sér. Þegar pakkinn kom „Æ, drottinn minn dýri! Hef ég nú verið að panta eitthvað, sem ég man ekki einu sinni lengur hvað er,“ hugsaði Elsa Óskarsdóttir í Reykjavik, þegar Veraldarbíllinn stansaði fyrir utan húsið hennar. En áhyggjur hennar Kæru félagsmenn! Það eru fáar bækur sem spurt hefur verið jafn mikið um og mánaðarbók- in Dalur hestanna, enda sátu les- endur bókarinnar Þjóð bjarnarins mikla á öndinni af spenningi eftir framhaldinu þegar lestri lauk. En það sem ér þó svo sérstakt við þess- ar bækur um stúlkuna Aylu — en þær verða sex talsins — er að hver þeirra er sjálfstætt verk, þannig að ekki er nauðsynlegt að hafa lesið fyrstu bókina til að geta notið bókar- innar Dalur hestanna. Auktilboðin að þessu sinni hafa flest verið valin með það fyrir augum að félagsmenn geti fundið veglegar og fallegar fermingargjafir. Sagan af brauðinu dýra er alveg einstaklega glæsileg bók sem allir munu hafa gaman af að eiga og þeir sem þurfa góða gjöf handa erlendum ættingja eða vini ættu ekki að láta hana fara framhjá sér. Myndskreytt Biblía er afar vinsæl fermingargjöf enda einstaklega til hennar vandað. Fyrir þá sem vilja upplýsa börn sín um biblíusögurnar, þá er hér kjörið tækifæri því litríkar myndir vekja ávallt áhuga hjá börn- unum. Ritsafniö um þrælasölu og þrælahald Dana höfðar mjög til okk- ar (slendinga, en Torkild Hansen hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir þetta verk. Ritsafnið allt er boðið á það góðu verði að enginn ætti að þurfa að missa af því. Bókin Hestar og menn á eftir að gleðja margan hestamanninn, því þetta er ein veglegasta og fróðleg- asta bókin sem gefin hefur verið út fyrir hestamenn, enda seldist hún mjög vel nú fyrir jólin. Bækurnar íslandseldar, Stóra Fuglabókin, Byggingarlistasagan, Skipabókin og ritsafnið Uppkoma mannsins eiga það allar sameiginlegt að vera í senn fræðandi, glæsilegar og eigu- legar þækur. Með bestu kveðjum, Ó v »Vj d O C. V Kristín Björnsdóttir framkvæmdastjóri breyttust á svipstundu i ánægju, þegar henni var afhentur stór pakki með þeim um- mælum, að hún hefði unnið í verðlaun brauðrist og vöfflujárn frá Grossag. Hún varð yfir sig hrifin, og vöfflujárnið kom sér sérstaklega vel, því að það gamla var orðið ónýtt. Orðlaus af undrun Svipuð voru viðbrögð Þorbjargar Ágústs- dótturá Sauðárkróki, en hún var ekki heima þegarhringt vartil hennarfyrst. ,,Ég héltað ég hefði gleymt að borga, þegarstrákurinn minn sagði mér, að hringt hefði verið til mín frá Veröld. Ég fór strax að leita að ógreidd- um gíróseðli." En þegar henni vartjáð dag- inn eftir, að hún hefði hlotið í verðlaun 14 karata hvítagullshring settan 5 demöntum að andvirði 15.200 krónur — þá varð hún orðlaus. Þegar hún hafði fengið hringinn sendan í pósti, hringdi hún straxtil okkartil að láta í Ijós ánægju sína og þakklæti. „Hann er gullfallegur,“ sagði hún, „og það er svo gaman að eignast eitthvað, sem maður mundi aldrei kaupa sér sjálfur." Ég trúi þessu ekki Önnur verðlaunin í jólagetrauninni, sem voru 14 karata gullhringur bæði úr hvíta og rauðagulli settur einum stórum demanti að andvirði 14.500 krónur, hlaut Guðrún Gunnarsdóttir í Reykjavík. Viðbrögð henn- ar voru þessi: „Demanthring? Ég trúi því ekki! Þú hlýtur að vera að gabba mig!“ Fallegasti hringurinn Og ekki var undrun Kristínar Steingríms- dóttur á Húsavík minni, en hún hreppti þriöju verðlaunin, sem voru 14 karata hvíta- gullshringur settur þremur litlum demöntum að andviröi 10.400 krónur. „Ég var einmitt að skoða myndirnar af demantshringunum í jólablaðinu ykkar ásamt vinkonu minni," sagði hún. „Við vorum sammála um, að þessi hringur væri fallegastur—og nú er ég búin að eignast hann!“ 6 • Ég gimist ckki annað hertogadæmi en bækur mínar (Shakespeare)

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.