Okkar á milli - 01.09.1988, Qupperneq 5

Okkar á milli - 01.09.1988, Qupperneq 5
„Það fór ekki hjá því, að ég yrði vör við efasemdir og hrakspár, því að tortryggnin í minn garð var mjög almenn. Og jafnvel þeir sem voru mér hliðhollir, voru margir hverjir sannfærðir um, að þegar til kastanna kæmi mundi ég láta einhvern karl- mannanna taka við stjórn leið- angursins. En slíkt hvarflaði ekki að mér, enda hefði enginn getað tekið við hlutverki mínu. Ég ein hafði undirbúið og skipu- lagt bæði ferðina og þær vís- indalegu rannsóknir sem við gerðum." Á elleftu stundu En hvernig skyldi ferðin hafa gengið? „Leiðin til Suðurpóls- ins var vörðuð fimm matarköss- um, sem varpað hafði verið úr flugvél," svarar Monica. „Fyrstu tvo áfangana gekk ferðin afar hægt. Leiðin milli annars og þriðja hluta tók aftur á móti aðeins fimm daga, en við höfðum reiknað með átta. Þeg- ar hér var komið sögu var ég orðin vongóð um, að við kæm- umst alla leið. En þá brast á iðulaus stórhríð, svo að við urð- um að láta fyrir berast í tjöldun- um. Eftir þriggja daga bið vildu félagar mínir hætta við ferðina, en ég neitaði. Að fimm dögum liðnum missti ég hins vegar líka móðinn og ákvað að við skyld- um snúa aftur í býtið morguninn eftir. Þá bregður svo einkenni- lega við, að hríðinni slotar og það er komið blankalogn og blíða. Svo að við urðum bjart- sýn á ný og héldum ferðinni áfram.“ Erfið ákvörðun „Þetta var erfiðasta ákvörðunin sem ég þurfti að taka," heldur Monica áfram. „Félagar mínir þrír voru allir á öndverðum meiði við mig, svo að ákvörðun mín gat ekki talist mjög lýðræö- isleg.“ Eina minnismerkið „Við einsettum okkur að finna ef þess væri nokkur kostur eina minnismerkið um för Roalds Amundssens árið 1911,“ segir Monica Kristensen að lokum. „Og það tókst. Hér var um að ræða vörðu, sem Amundsen hlóð uppi á fjalli. Við fundum fjallið, klifum það - og þarna stóð varðan enn eftir 75 ár.“ Hámenntaður vísindamaður Monica Kristensen er 38 ára gömul; fædd hinn 30. júní árið 1950 í Torsby í Svíþjóð, en ólst upp í Kongsvinger í Noregi. Móðir hennar var sænsk, en faðirinn norskur. Snemma kom í Ijós, að hún var gædd góðum námshæfi- leikum, enda er ferill hennar á menntabrautinni óvenju glæsilegur. Hún tók fyrst cand. mag.-próf í stærðfræði og efnafræði frá Oslóarháskóla og síðan cand. real.-próf í hug- myndafræðilegri efnafræði frá háskólanum í Tromsö. Árið 1979 fékk hún námsstyrk frá British Council og einnig kenn- arastöðu við Cambridge-háskóla í Englandi. Þaðan tók hún fyrst meistarapróf í heimspeki 1980 og síðan doktorspróf á sviði jöklafræði 1983. Á árunum 1976-78 starfaöi Monica á rannsóknarstöð Norsku heimskautastofnunarinnar á Svalbarða og dvaldist þar í tvö ár - eina konan í hópi sjö karlmanna. Það var á þessum árum sem áhugi hennar vaknaði á heimskautasvæðunum og hún eignaðist nokkra græn- lenska sleðahunda. Monica Kristensen hefur tekið þátt í mörgum vísindaleið- öngrum bæði á norðlægum og suðlægum slóðum og skrifað greinar um rannsóknir sínar í alþjóðleg vísindatímarit, en Um hjarnabreiður á hjara heims er fyrsta bók hennar. Hún er nú búsett á æskuslóðum sínum í Kongsvinger. OKKAR Á MILLI 5

x

Okkar á milli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.