Okkar á milli - 01.09.1988, Side 10

Okkar á milli - 01.09.1988, Side 10
Matreiðslubækur fyrir börn Um allan heim eru gefnar út sérstakar matreiðsubækur fyrir börn, svo að þau fái tækifæri til að spreyta sig á eldamennsku og læri um leið undirstöðuatriði matargerðar. Setberg hefur gefið út tvær slíkar bækur á ís- lensku í ritröðinni Matreiöslu- bók barnanna; önnur heitir Veislumatur og hin Heitir réttir. Veröld býður nú félagsmönnum sínum báðar bækurnar á góð- um kjörum. Þessar bækur eru enskar og gefnar út í samvinnu við breska forlagið Usborne Publishing. Höfundurinn er Angela Wilkes, en Sigrún Davíðsdóttir hefur þýtt textann og lagað réttina að íslenskum aðstæðum. Skýr texti og fjörlegar teikningar eru börnunum til leiðbeiningar, svo að þau geta auðveldlega fylgt uppskriftunum. í stuttu máli sagt eru þetta gagnlegar bæk- ur, sem hafa uppeldislegt gildi, fyrir utan þá óborganlegu ánægju sem foreldrarnir hafa af því að sjá litlu krílin standa uppi á stól í eldhúsinu með alltof stóra svuntu og matreiða - í al- vöru! Með geimskipinu H-20 Hugkvæmni í gerð barnabóka hefur aukist mikið síðustu árin, svo að það verður sífellt auð- veldara að gleðja böm og stytta þeim stundir með því að gefa þeim bók. Furöuferö geim- skipsins H-20 er ein af þessum smellnu bókum, sem allir krakk- ar hafa gaman af. Bókin er þannig gerð, að fram- an á kápunni er geimskipið H- 20 í plasthulstri. Krakkarnir byrja á því að taka það úr hulstrinu og síðan geta þau flogið um geiminn - til tunglsins og allra stjarnanna. Ótal ævin- týri gerast á leiðinni og það kemur í Ijós, að sumar plánet- urnar eru aldeilis furðulegar: Eins og risastórir hamborgarar í laginu, og svo eru kleinuhringir á sveimi uppi í himingeimnum. Dularfyllst af öllu er þó leynilegt geimskeyti, sem er að finna í bókinni - en það er algjört trún- aðarmál. Nr.: 2257 Fullt verð: 798 kr. Okkar verð: 595 kr. 10 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.