Leo - 01.12.2005, Blaðsíða 6

Leo - 01.12.2005, Blaðsíða 6
6 Klúbbstarfið hjá Hceng 2004-2005 Lionsklúbburinn Hængur starfar eftir alþjóðalög- um Lionshreyfingarinnar og er einn þriggja Lions- klúbba á Akureyri. í nágrannasveitarfélögunum eru starfandi fimm klúbbar. Af þessum átta klúbbum á svæðinu eru tveir kvennaklúbbar. Lionshreyfingin er talin vera fjölmennasta hreyfing alþjóðlegra þjónustu- samtaka í heiminum með um eina og hálfa milljón fé- lagsmanna í 180 þjóðlöndum. Á íslandi eru Lionsfélag- ar ríflega 2.400. Lionsklúbburinn Hængur var stofnaður 6. mars 1973 og hefur allt frá þeim tíma lagt lið ýmsum verk- efnum, samfélaginu til heilla og til aðstoðar með- borgurunum. Nú í sumar seldi klúbburinn „gamla reykhúsið“ að Norðurgötu 2b sem ver- ið hefur félagsheimili Hængsmanna í tvo áratugi. í staðinn keypti klúbburinn salinn á fjórðu hæð Alþýðuhússins að Skipagötu 14. Salurinn var vígður sem félagsheimili Hængs nú á haustdögum og hlaut hann nafn- ið „Áin“ en félagsheimili klúbbsins hefur borið það nafn frá því að „gamla reykhúsið" var keypt. Formaður Hængs á síðasta starfsári var Árni V. Frið- riksson og með honum störfuðu í aðalstjórn klúbbsins Kristinn Ketilsson, ritari og Tryggvi Tryggvason, gjald- keri. í klúbbnum eru nú starfandi 32 félagar. Formaður Hængs á yfirstandandi starfsári er Gunn- laugur Björnsson og með honum starfa í aðalstjórn klúbbsins Jón Heiðar Árnason, ritari og Jón Bragi Gunnarsson, gjaldkeri. STARFIÐ Starfsár klúbbsins er frá september til maí og eru fund- ir að jafnaði haldnir fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar. Félagsstarfið á liðnu starfsári var með hefð- bundnu sniði sem hefur mótast á þeim rúmlega þrjátíu árum sem klúbburinn hefur starfað. Haldnir voru fimmtán almennir fundir auk nokkurra vinnufunda vegna norðurlandsmóts í boccía sem klúbbur- inn sá um framkvæmd á fyrir íþróttafélagið Eik, Jólablaðsins Leós og Hængsmótsins. Haldin voru þrjú konukvöld á liðnum vetri, það er jólafundurinn, þorrafundurinn og fundur síðasta vetrardag. Á fundi 2. des. fræddi Dr. Sigríður Halldórsdóttir okkur um ónæmiskerfið. A jólafundinum flutti séra Pétur Þórarinsson prófastur í Laufási okkur jólahug- vekju. Á Þorrafundi fræddi Þórarinn Hjartarson frá Tjörn okkur um ferskeytluna og síðasta vetrardag hélt Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur okkur fyrirlestur um ástarlíf ánamaðka. f lok júní var farin mjög eftirminnileg ferð í Drangey á Skagafirði með Drangeyjarjarlinum. Gist var um kvöldið í tjöldum á Reykjaströnd, grillað og farið í Grettislaug. Þrátt fyrir óhagstætt veður var ferðin mjög minnistæð eins og áður sagði. VERKEFNI Keppt í lyftingum á Hængsmóti sl. vor. Blað þetta, Leó, sem þú lesandi góður hefur nú í hönd- unum er aðal fjáröflunarverkefni okkar í Lionsklúbbn- um Hæng. Blaðið er unnið í sjálfboðavinnu að eins Árni V. Friðriksson var gerður að Melvin Jones-félaga sl. vor fyrir frábært starf í Lki. Hæng.

x

Leo

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leo
https://timarit.is/publication/847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.