Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 3

Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 3
EINING 3 SJÖTUGUR ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Það var 16. f. m. sem Þorsteinn Þorsteinsson átti áttræðisafmæli. Hver skyldi trúa því, sem þekkir þann mann, hann lítur út sem sextugur væri, léttur á velli og léttur í lund. En svona er þetta samt. Og áfram heldur tíminn, hraðar og hraðar eftir því sem árunum fjölgar. Við sem fædd- ir erum fyrir aldamótin síðustu förum að teljast aldraðir menn, og áður en líð- ur erum við allir fallnir fyrir aldurs- takmarkið. Hann Þorsteinn hefur verið bindind- ismaður lengi. Hann var kominn í reglu góðra Templara er ég kynntist honum fyrir rúmlega 20 árum, og það má með sanni segja, að hann sómir sér vel í röðum bindindismanna. Oft hef ég heyrt Þorstein flytja mál, og það er alveg sama hvernig stendur á, hvort það er í byrjun málsmeðferðar eða í lokin, hvort umræður hafa verið heitar eða afger- andi, hjá honum hefur ætíð verið sama prúðmennskan og stillingin. Svo var og um Halldór Snorrason. Þessir menn kunna að stjórna skapi sínu. Fæddur er Þorsteinn í Neðra Dal í Mýrdal 16. dag janúarmánaðar 1877, og þar ólst hann upp. Þegar á unga aldri fór hann sem margir ungir piltar til sjávar á vetrarvertíð, og var það löng leið og torsótt austan úr Mýrdal og hing- að suður að Faxaflóa. Engar ár voru þá brúaðar nema Þiórsá og Olfusá’ og var ekki um annað að ræða þá en vaða hin- K A IJ P M A Ð U R Myndin er tekin í verzlun hans, Laugavegi 52. ar árnar, og þær voru ekki fáar á þess- ari leið. En fólk sætti sig við þetta, því ekki var um annað að ræða í þá daga' og þetta gerði allur almenningur. Síðar komst Þorsteinn í Flensborgar- skóla og tók þaðan kennarapróf árið 1901 og ári síðar kvæntist hann konu sinni Helgu Ólafsdóttur frá Sumarliða- bæ, og lifðu þau saman í farsælu hjóna- bandi þar til er hún lézt 28. apríl 1943. Þau eignuðust 5 efnileg börn, sem öll eru á lífi. Síðan Þorsteinn fluttist hingað suður árið 1926 hefur hann tekið mikinn þátt í félagsmálum, einkum innan góðtempl- arareglunnar. Hann er í stjórn barna- heimilis templara og er góðhugur hans fyrir málefnum barnanna í Skálatúni mér minnisstæður. Hinn 23. febr. f. á. stofnaði hann „barnaheimilissjóð frú Helgu Ólafsdóttur", konu sinnar, og skal vöxtum hans varið til þess að gleðja börnin í Skálatúni á hverju ári. Sjóður- inn er nú að fjárhæð rúmlega 20 þús. kr. Enn stýrir Þorsteinn verzlun sinni á Laugaveg 52 af mestu prýði og rögg- semi og vona ég, sem þetta rita, að svo verði lengi enn, og að hans megi einnig lengi njóta í stjórn barnaheimilisins og öðrum félagsmálum góðtemplararegl- unnar hér á landi. Hann er heiðursfélagi Stórstúku íslands. I 0 G T. J. Gunnl. Skattheiitiftumaður- inn Svarftur Stórvirkur mjög og sterkur hann er, og stendur þótt blási á móti. I átökum flestum af öðrum hann ber í aldanna byltingaróti. Og á honum vinnur ei eldur né stál, né Elli, þótt flesta hún beygi, og alltaf er braut hans, þótt öðrum mjög hál, jafn-alfær á nóttu sem degi. I kotungsins hreysi og konungsins höll hann kemur' sá víðfrægi gestur. Af loforðum gefur hann ósköpin öll, að allra hann vinur sé beztur. Hann hefur svo fjölmargt og heillandi í senn, jafnt háum sem lágum að bjóða. Það hýsa hann fúslega háttsettir menn og höfðingjar borga og þjóða. I skrautklæðum gullbúnum gengur hann títt til gilda í veizlusal manna. Hann brosir og töfrar og talar svo blítt, og tekst því að dylja hið sanna, en vopn undir klæðum hann banvænust ber, og ber þau á menn, sem hann villir. Að endingu langbezt þar unir hann sér, sem öllu því bezta hann spillir. Hann valdhafa þjónustu velur sér helzt, er vanur að standa í önnum. I ævistarfi hans einkum það felst, að innheimta skatta hjá mönnum. Og honum er mikið hjá fólkinu falt, við flesta hann seiðtöfrum beitir. Hann falar og tælir og tekur helzt allt, og títt inn að skyrtu menn reitir. Hans hreysti er frábær og heilsa mjög góð' af heimsdrottnum vald hans mun bera. Hans fæða er ungmenna auðna og blóð, og allra, sem vilja hans gera. En hljóti hann smávegis hnjótur og sár, sér heilsubót fljótlega veitir. Hans svölun er kvenna og saklausra tár, því Suaríi-dauði hann heitir. I fjárhirzlur sumra hann feiknin öll ber, í forðabúr menningarþjóða. Þann blóðpening heimsdrottnar hagnýta sér, þá hryllir ei við slíkum gróða, því peningur blindar — og blindur ei sér, hvað bezt eflir heill allra manna, með lögum það vernda, sem óhæfa er og ætti með lögum að banna. Þótt ríki í heiminum rangsleitni enn og rán mörgum leyft sé að fremja, þá rennur sú öld, þegar réttlátir menn af réttsýni þjóðalög semja. Þá dæma menn útlægan illvirkjan þann' af ágirnd, sem lengst hefur brunnið, og skilja sig loks við þann skattheimtumann, sem skemmdarverk stærst hefur unnið. Pétur Sigurðsson.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.