Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 7

Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 7
EINING 7 Alþjóðabindiiidisþingið í Istan bnl Frósögn stórtemplars, Brynleifs Tobiassonar (Frh.). Þar skal nú til máls taka, er fyrr var frá horfið, að skýra nokkru gerr frá hinu merkilega þingi. Eitt af því, sem gerðist þar, var stofn- un Alþjóðasambands bindindisfélaga ökumanna, og áttu Svíar frumkvæðið. Bindindisfélag ökumanna í Svíþjóð og önnur slík félög á Norðurlöndum í sam- vinnu við Góðtemplararegluna stofnuðu til fundar í Hótel Hilton (en það er glæsilegasta hótel í Miklagarði). Há- templar Ruben Wagnsson setti fundinn og stjórnaði honum og Sven Elmgren’ ritstjóri í Stokkhólmi, var ritari. Fram- kvæmdastjóri hins geysi fjölmenna Bindindissambands ökumanna í Svíþjóð, Rune Andréasson í Stokkhólmi, var málshefjandi og ræddi um hættu þá, er stafar af áfengisneyzlu í umferðinni. Skýrði hann frá starfsemi sænska félags- ins meðal ökumanna og skoraði á fund- armenn að stofna til slíks félagsskapar í löndum þeirra. Var máli ræðumanns tekið hið bezta og samþykkt í einu hljóði að stofna til alþjóðasambands þessara félaga. I Stóra Bretlandi og Þýzkalandi eru einnig starfandi bindindisfélög öku- manna, en þau eru enn sem komið er ekki svo fjölmenn sem æskilegt væri. I sænska félaginu eru nú 90 þúsundir bindindis-bílstjóra. Hið nýja samband heitir á ensku International Abstaining Motorist’s Union. Var þegar heitið þátt- töku í Sambandinu frá félögum í 15 löndum, þ. á. m. frá íslandi. Wagnsson var kjörinn forseti og Andréasson fram- kvæmdarstjóri. — Þess skal getið, að merkileg erindi voru flutt á þinginu um þessi mál. Voru ræðumenn Andréasson og Ingvar Lindell, ráðherra (báðir Sví- ar). Fjallaði erindi Lindells um umferð- arlöggjöfina. Benti hann á ýmsar rannsóknir á þessu sviði, þ. á. m. þær, sem kenndar eru við Bandaríkjamann- inn Holcomb og Kanadamanninn Smith. Samkvæmt rannsóknum Holcombs er slysahættan hjá þeim ökumanni, sem hefir 1,5%0 alkóhól í blóðinu, 54 sinn- um meiri en hjá bindindismanninum við stýrið. Með órækum sönnunum sýndi Lindell fram á, hve gildan þátt áfengisneyzla ökumanna á í slysum á vegum úti og að hina mestu nauðsyn bæri til að herða viðurlög fyrir áfengis- neyzlu í umferðiimi. — Eins og kunnugt er, hefur þetta mál verið til umræðu á fundum norræna ráðsins, þar sem tvær stefnur hafa verið ráðandi. Önnur sú að telja ökumann sekan og óhæfan til akst- urs, ef hann hefur ákveðið áfengisinni- hald í blóðinu (Norðmenn og Svíar), en hin sú, að taka fleira til greina en áfengismagnið í blóðinu (Danir, íslend- ingar), en láta það eitt ekki ráða dómi. Það kemur mönnum saman um, að áfengisneyzla og vélvæðing nútímans eiga ekki samleið. Hyggja margir, að véÞ væðingin muni greiða bindindishreyf- ingunni braut vegna ótvíræðrar nauð- syniar. Einn dag þingsins fluttu fimm Svíar erindi, og hafði þá Svíi einnig forsæti Ruben Wagnsson. (Wagnsson), en ræðumenn voru þeir Lindell, Goldberg prófessor, Gunnar Nelker forstjóri, Rune Andréasson framkvamdastjóri og Daniel Wiklund. Goldberg prófessor flutti stórmerkilegt erindi um rannsóknir sínar á áhrifum áfengis, en hann er nú prófessor við háskólann í Stokkhólmi í þeim fræðum, og hefur hann aflað sér heimsfrægðar á þessum vettvangi. A þinginu var ákveðið, að tilhlutun International Temperance Union, að skipa ráð manna til þess að fylgjast sem bezt með öllu því, sem miðar að lækn- ingu ofdrykkiumanna, og fá það kynnt sem víðast. Frumkvæðið um ráð þetta kom frá Noregi, en formaður þess er Daniel Wiklund, formaður sænska landssambandsins (bindindismanna), og liggur í hlutarins eðli, að þungi starfs á þessu sviði muni hvíla á alþjóðaskrif- stofunni í Lausanne, en hún var stofnuð árið 1907. Var hún stofnuð eftir sam- þykkt í Stokkhólmi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því, að næsta alþjóða- bindindisþing verður haldið í Stokkhólmi (1960). Enn er þess að geta, að sett var nefnd til að undirbúa skipun ráðs meðal kirkju- félaga í heiminum til bindindisstarfsemi. — í fimm manna framkvæmdastjóm International Temperance Union (I. D. U.) — alþjóðasamtaka bindindis- manna, er m. a. gangast fyrir alþjóða- þingunum — var kosinn Peter Spáni, ábóti í Freiburg, framkvæmdarstjóri alþjóðlega kaþólska sambandsins, í stað kaþólska prestsins, J. Hermann, í Luzern í Sviss' sem lét af starfi vegna heilsubrests. Einnig voru nokkrir full- trúar kosnir til næstu fjögura ára í full- trúaráð I. D. U., þar á meðal sá, er þess- ar línur ritar. — (Þar sem minnst er á erindi á þinginu í des.-blaði Einingar, eru þau talin 50, en á að vera 60. Þetta leiðréttist hér með). Alls mættu 300 fulltrúar frá 40 lönd- um á þinginu. Stjórnarfulltrúar 17 ríkja. Bar þetta þing því alþjóðanafnið með meira rétti en öll hin 24, er haldin voru á undan því. Þetta er hið fyrsta, sem haldið var í landi Muhammeðstrúar- manna. Sóttu þangað menn víðar að úr heiminum en nokkru sinni fyrr. Það er „Græni hálfmáninn“, sem ber uppi bindindishreyfinguna í Tyrklandi. Sá félagsskapur hefur samlagast góðtempl- arareglunni, en hann er runninn upp af trúarbrögðum Tyrkja, Islam. Trúarsam- félag Muhammeðsmanna leiddi saman fulltrúa Austurlanda og Afríkumanna í Istanbul þessa haustdaga. Fyrsta sinni fyrir hittu Evrópumenn og Ameríkanar fulltrúa bindindishreyfingar Muham- meðsmanna. Þetta þing leiddi í Ijós, að æ fleiri stjómarvöld í heiminum veita bindindis- málinu vaxandi athygli og almennings- álitið vaknar til meðvitundar um það hér og þar. „Síðastliðin fjögur ár hefur margt gerst til eflingar bindindishreyf- ingunni í heiminum,“ sagði forseti heimssambandsins' Voionmaa ráðherra, við setningu þingsins. Minnst var á ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir drykkjuskap, bæði með löggjöf og fræðslu. I því sambandi var m. a. talað um Frakkland, Indland, Saudi-Arabiu, Suður-Afríku og Nýja Sjáland. Skýrt var frá merkilegu þingi í Afríku — ein- ungis meðal Afríkumanna um bindind- indismál. Vísindalegar rannsóknir hafa farið fram víðar en áður og niðurstöð- ur þeirra birtar. Fjölmenn námskeið »

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.