Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 12

Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 12
12 EINING Hver á sökina? Sérfróðir menn telja, að víða um lönd hafi orðið allmiklar breytingar á veður- fari nú um árabil. Allir könnumst við við það, að víða hafa veður verið vá- lynd og náttúruhamfarir miklar. Síð- ustu tvo áratugina hafa til dæmis skoll- ið miklu oftar en áður stórviðri og felli- byljir á Bandaríkjunum. Áður komu slíkir fellibyljir t. d. í Nýja Englandi aðeins þrisvar sinnum á 100 árum, en hafa nú komið þrír á tveimur árum. Þegar veðurstofa í Bandaríkjunum fyrst tók að gefa yfirlit yfir árlega hvirfilbylji, en það var árið 1916, voru þeir aðeins 90, en nú, 1955, var vitað um 870, en að vísu með miklu fullkomnara veður- athuganakerfi. Þá segja hinir sérfróðu, að meðal hiti um alla jörð hafi aukizt um eitt stig síðustu 75 árin. Menn vilja kenna einhverju sérstöku um þessar hamfarir í veðrinu, víða um heim, og hafa menn þá helzt nefnt til- raunimar með kjarnorkusprengjur. Hinir sérfróðu fullyrða, að slíkt komi ekki til mála, hallast miklu fremur að þeirri skoðun, án þess þó að telja það nokkra fullnægjandi skýringu, að mikil eldgos geti haft áhrif á veðurlagið, nefna t. d. sumarlausa árið 1816. Árið 1783 eyddi eldgos í Japan 50 þorpum, og árið 1815 grandaði eldgos í Indó- nesíu 56,000 manns. Þá breiddi sig aska og myrkur yfir 300 mílna svæði. Talið er að slík eldgos þyrli milljónum þungalesta af mjög smágerfum efnis- ögnum út í geiminn, er geti um 1—3 ára bil myndað eins konar hulu milli jarðar og sólarinnar. Atomsprengjuna telja veðurfræðingjar svo lítils megnuga í þessum efnum, að tvær sprengjur eins og sú er varpað var á Híróshima setji ekki meira orkumagn í hreyfingu en fellibylur á hverri sekúntu. Álitið er að sólin eigi nokkra sök á loftlags- og verðurbreytingum hér á jörðu. Sólargos, sem við getum gert okkur harla litla hugmynd um, og ægilegir eldstormar á yfirborði sólarinnar, er geta verið tíð- ir um 40 til 45 ára skeið, geta haft áhrif á hitastig jarðar. Engar skýring- ar, sem enn eru fram bornar, eru þó taldar fullnægjandi. Fyrir nokkrum ár- um fluttu blöð þau tíðindi, auðvitað eftir einhverjum himinleiðakönnuðum, að sólkerfi okkar væri að fara mikla hættuleið, sem það hefði ekki farið síð- an öldum eða árþúsundum aftur í tím- ann, og mætti því búast við miklum náttúruhamförum á jörðu hér, jafnvel því að heilar heimsálfur gætu farizt. Bezt er okkur þó sjálfsagt að sofa rólega, óhræddir við allar hrellingaspár og láta okkur nægja stormana, er þeir skella á okkur. Sérfróðir menn telja þá einnig líklegt, að undanfarið áratuga sólgosa- tímabil sé að verða á enda runnið og rólegra veðurfar framundan. Afengisflóð til þess að brjóta andstöð- una á bak aftur Þannig er yfirskriftin í norska Góð- templarablaðinu, er birtir útdrátt úr grein í Dagens Nyheter eftir Anders Bernholm, en greinina sendi hann frá Riga, höfuðstað Lettlands. Tveir menn standa á götu í Riga skammt frá bréfritaranum. Þeir eru báð- ir drukknir. Þeir biðja afsökunar á þessu, en segja: ',Til einhvers verðum við að grípa til þess að milda tilveru okkar“. Greinarhöfundur segir, að vikuvinnu- dagar verkamannsins í Lettlandi séu sjö, sunnudagshelgin er afnumin. Á sunnu- dögum eru allar búðir opnar, en á mánu- dögum eru þær lokaðar, nema matvöru- búðir og áfengisknæpurnar. „Fólkið trúði mér fyrir því“, segir Anders Bernholm, ,,að vafalaust sé einhver til- gangur með því, að áfengi skuli selt sem víðast og lengur fram á nótt en annars staðar þekkist. Rússar settu upp mikinn fjölda áfengisverzlana, er þeir komu til landsins. Þeir Iétu áfengið streyma ein- mitt til þess að brjóta niður mótstöðu- þrek fólksins. Á götum borgarinnar ráfaði fjöldi drukkinna manna, karla og kvenna. Þeir studdu sig hver við annan eða höll- uðu sér upp að húsveggjunum. Á með- al þessa ölvaða fólks reikuðu ótrúlega margir einkennisklæddir rússneskir yfir- menn frá hernum. Lögreglan skipti sér lítið af þessum drukknu mönnum. Þeir voru látnir bjargast sem bezt þeir gátu. Afgreiðslan í áfengissölunum gekk greið- lega. Þar voru löng búðarborð og til reiðu margar tegundir sterkra drykkja' en flestir keyptu vodka. Hið fyrsta, sem Riga birtir gesti, er það, að hún er tötraleg. Húsin hafa áreiðanlega ekki verið máluð síðustu 10 árin, og hin auðsjáanlega og átakanlega örbirgð fólksins skerpir mjög þessa ömurlegu mynd hrörleikans. Mjög bar á betlurum á götunum, og tötralegum fötum þessa fólks fá engin orð lýst, en auk betlaranna má og segja þetta um megnið af fólkinu“. Þannig lýsir Svíinn myndinni af þjóð, sem var frelsiselskandi og á framfara og menningarbraut, en hefur nú verið tröðkuð niður í svaðið af níðingi, sem skreytt hefur sig með þeirri falskenn- ingu, að heimsbyltingu hafi hann hrund- ið af stað til þess að bæta kjör verka- manna. Vart er unnt að hugsa sér ómannúð- legra níðingsbragð en þetta, að hella sem mestu áfengi í þjóð til þess að gera hana að viljalausum aumingjum. Fleiri en Rússar hafa notað þetta svívirðilega vopn, en þessi mynd frá Lettlandi er þó ein hin ömurlegasta. Nú eru og Banda- ríkjamenn teknir að hella óspart í sig þessum rússneska drykk — vodka. Skyldi hann verða þeim skæðari en her- gögn Rússaveldis? P. S. TIMBIJRVERZLUIM VÖLUNDIJR h.f. Reykjavík ★ Kaupið timbur og ýmsar aðrar byggingavörur hjá stærstu timburverzlun landsins Búnaðarbanki íslands Stofnaður með lögum 14. júní 1929. Bankinn er sjálfstæð stofnun undir sérstakri stjórn og er eign ríkisins. — Trygging fyrir innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs auk eigna bankans sjálfs. Bankinn annast öll innlend bankaviðskipti, tekur fé á vöxtu í sparisjóði, hlaupareikningi og viðtökuskírteinura. Greiðir hæstu innlánsvexti. Aðalaðsetur í Reykjavík: Austurstrœti 9. Otibú á Akureyri.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.