Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 1

Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 1
15. árg. Reykjavík - Febrúar - 1957 2. tbl. MADAME C% l'íÁt Kona þessi, sem um víða veröld er kunn af listaverkum sínum, hét sem ung stúlka Marie Anna Groholtz. Hún fædd- ist í Strasburg 7. desember 1761, var aðeins þriggja mánaða er faðir hennar dó. Æviferill hennar varð furðulegur. Fyrst þröng kjör, svo dvöl við konungs- hirð, varð þar næst að lifa þá daga á skelfingartímabili byltingarinnar miklu í Frakklandi, er konungsfjölskyldan var tekin af lífi. Þá var hún orðin snillingur. Tvær myndir í vaxmyndasafni hennar eru af höfuðum konungs og drottning- ar, Lúðvíks 16. og Maríu Antoínettu, eins og þau Iágu afhöggvin við fótstall fallöxinnar. Þegar faðir Maríu Önnu dó, fluttist móðir hennar með litlu dótturina til Berne í Sviss. Þar var ungur bróðir hennar, Philippe Nathan Curtius' nýlega orðinn læknir. Listhneigð þessa unga læknis var svo sterk, að hann tók að gera vaxmyndir af ýmsum limum fram- liðinna sjúklinga sinna. Hann tók svo að nota tómstundir sínar til þess að gera smávaxmyndir af ýmsum þekktustu mönnum í umhverfi sínu. Þetta vakti þá athygli að vinir hans fengu hann til að hafa sýningu á þessum listaverkum sín- um. Eitt sinn, er Lúðvík 15. Frakkakon- ungur var á ferð í Svisslandi, skoðaði hann vaxmyndasafn Curtiusar, er vakti svo aðdáun hans, að hann bauð þessum unga lækni að koma til Parísar og setj- ast þar að með list sína, og lofaði kon- ungur að greiða vel götu hans. Þessu boði tók Curtius og konungur efndi vel loforð sitt og bjó honum góð vinnuskilyrði. Safn hans í París varð aðdáunarefni heldri manna þar, og 1762, þegar Curtius var orðinn bæði ríkur og frægur, opnaði hann safn vax- mynda af mönnum í fullri líkamsstærð. TUSSAUD kema? Svo ágætt safn af þessari gerð hafði hvergi þekkst áður. Eftir því sem tímar liðu, fannst hon- um samt lífið dálítið einmanalegt og bauð því systur sinni, ekkjunni, að flytja til sín með dóttur sína, Maríu Önnu Groholtz (síðar Madame Tussaud). Stúlkan var greind og fékk fljótt áhuga á list frænda síns' og þar kom, að hún var talin Curtius fremri. Til dæmis var henni falið, er hún var 17 ára, að gera vaxmynd af Voltaire og ber sú mynd Vollaire. hæfileika ungu stúlkunnar gott vitni. Um það leyti var Lúðvík 16. kominn til ríkis og drottning hans María Antoinette. Systir konungsins, Elízabeth var á sama aldri og María Anna og tókst með þeim varanleg vinátta. Konungssystirin gaf sig mjög að líknarstörfum og hjálp við fátæka, þótt hún væri við hirð þá, sem átti eftir að iðka slíkt óhófslíf, að dró til hinna alvarlegustu atburða. Lúðvík 15. hafði sagt, að allt mundi slampast af einhvern veginn á meðan hann lifði, en eftirmaður sinn myndi fá að reyna það. Hann varð sannspár og kannast allir við, hvað gerðist í hinni blóðugu byltingu. Elísabeth konungssystir fékk Maríu Önnu, árið 1780, til að flytja til sín til Versala sem félaga og kennara. Hin unga listakona varð því handgengin konungshjónunum og öðru stórmenni, sem seinna áttu eftir að láta lífið undir fallöxinni. Þrátt fyrir vináttu og umgengi við þetta konunglega fólk, hélt hún áfram af kappi að stunda Iist sína. Rás viðburðanna varð slík, að móðurbróðir hennar, fósturfaðir og kennari' Curtius, hallaðist í stjórnmálunum meir og meir til vinstri og fyllti þannig að nokkru leyti flokk þeirra manna, er átöldu mjög stjórnina og hirðlífið í Versölum. Hann bauð því Maríu Önnu að flytja frá Ver- sölum og til sín, og var það árið 1789. Hún gerði þetta fremur nauðug, en síð- ar hefur hún þó sennilega mátt þakka fyrir, því að nú tóku hinir miklu viðburð- ir að gerast. I júlí varð mikil ólga í París, götur borgarinnar fylltust af æstum múg. Var þá farið til vaxmyndasafns Curtiusar og heimtuð vaxhöfuð tveggja þekktra manna, annar þeirra, mikið eft- irlæti fólksins, var þá í útlegð fyrir þá sök, að hafa átalið hirðlíf drottningar- innar. Með þessi tvö vaxhöfuð á stöng- um þusti múgurinn til konungshallar- innar, en þar var að mæta sverðum her- manna. Vaxhöfuðin lentu í skólpræsinu, þar sem og rann blóð þeirra, er fremst- ir höfðu farið. Það var fyrsta blóðsút- helling byltingarinnar. En nú gerðust stórir viðburðir hver af öðrum. Kon- ungsfjölskyldunni hafði verið komið fyrir á öruggum stað, en öryggið var ekki meira en það, að varðmennirnir voru brytjaðir niður til síðasta manns og á meðal þeirra voru tveir bræður Maríu og þrír frændur. I september voru aftökurnar komnar í algleyming' og þá var María sótt til þess að gera myndir af nýlega afhöggnum höfuðum hinna frægustu. Hún þorði ekki að neita,

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.