Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 5

Eining - 01.02.1957, Blaðsíða 5
EINING 5 Myiftdir ai konum með glóðarauga og dauðhræddum börnum Hann er hvorki blíðmáll né myrkur í máli sænski sakamálastarfsmaðurinn' Nils Rydén. I samtali við Dagens Ny- heter farast honum orð á þessa leið: Það er brennivínsfanturinn, sem mul- ið er undir, en ekki manneskjurnar, sem hann hefur eyðilagt. Næstum enginn hugsar um hinar taugabiluðu konur og taugabiluðu börn, sem orðið hafa að lifa óþolandi bernskuár. Þessi eru þó meiri hlutinn. Þau eru miklu fleiri en of- drykkjumennirnir í landinu. Fórnar- lömbin fá oft blátt áfram enga hjálp. Breytingin, sem sakamálastarfsmað- urinn mælir með, lítur þannig út: Drykkjumannahælin eru prýdd ýmiss konar dýrum listaverkum, er sum eiga að túlka ísma, sem enginn skilur. Eg legg til, að í stað þeirra listaverka komi stækkaðar og nákvæmar litmyndir af konum með glóðaraugu, brotnar tenn- ur, brotna handleggi, marbletti um all- an líkamann og þess háttar. I staðinn fyrir hljómlist útvarpsins á þessum stöð- um séu drykkjumennirnir látnir heyra af stálþræði angistaróp sárpíndra eigin- kvenna og dauðhræddra barna. Drykkju- maðurinn ætti að fá að heyra, hvernig mörgum líður hans vegna. Þessi djarfmælti þjónn réttvísinnar minnir á, að nú séu þegar, eftir afnám áfengisskömmtunarinnar, öll hæli og heimili handa drykkjumönnum yfirfull. Menn haldi áfram að vefja ofdrykkju- mennina í bómull, en hugsi lítið 'um fórnarlömb þeirra. Hann trúir ekki á iðjuleysið á drykkjumannahælum. Hann vill að menn stundi þar líkamlega vinnu og minnir á orð prófessors nokkurs: að ,,án varanlegrar starfsemi geti enginn maður varðveitt heilsu sína“. Þannig er hið margumtalaða ástand í Svíþjóð, eftir að menn fengu þar full- komið frelsi til áfengisnotkunar. Svo leggjast sumir menn svo lágt, að reyna að kenna aðgerðum bindindismanna og hömlum þeim, er þeir hafa barizt fyrir, um allan ófarnaðinn, en gleyma því jafnan, að hömlurnar voru settar af illri nauðsyn. Þær læknuðu ekki meinið, sökum þess, að þær voru ekki nógu rót- tækar, og verra tók svo við er þær voru afnumdar. Að kenna alltaf hömlum um versnandi ástand er ódrengilegt og ósanngjarnt. Allir sem vilja vita- geta vitað, að í löndum, eins og t. d. Frakk- landi, er áfengisbölið meira vandamál en í nokkru öðru landi, og hafa þó sann- arlega ekki verið hömlur þar til að spilla því. Einasta tímabilið, sem ofurlítið rof- aði þar til í þeim málum, var á hernáms- árunum í síðustu heimsstyrjöldinni, er settar voru strangar hömlur á áfengis- söluna. Ég held, að þeir menn, sem stöðugt nota hvert tækifæri til þess að ófrægja hömlur, hvort sem það eru héraðabönn eða annað, viti ekki hvað þeir eru að gera, og að við bindindismenn verðum að biðja forsjónina um sálarþrek til þess að fyrirgefa þeim glópskuna. Þeir ættu að kynna sér betur alla málavexti og þær hörmungar, sem óheft áfengissala hefur hvarvetna í för með sér. Sænski sakamálaþjónninn’ sem nefndur var, hefur séð nóg af slíku, og er því ekki neitt blíðmáll. Pétur Sigurðsson. H£n Misnauösynlega endurnýjun Árið 1934, 10. nóvember' birti tíma- ritið Fálkinn eftirfarandi smágrein eftir mjög snjallan og þekktan rithöfund. Það sem bezt er sagt, þarf að endurtaka oft. Nú hefst greinin : Galdurinn við heilbrigðina er sá, að losna við það, sem ofaukið er. Venju- lega eru hægðapillur það fyrsta, sem læknirinn ráðleggur. Það gildir minstu hvað að sjúklingnum er — nærri því altaf er rétt að byrja á því að láta fara fram hreinsun, svo að Iíkaminn losni við allan úrgang. Trúin á laxeringuna er bygð á reynslu. Sama er að segja um verzlunarfyrir- tækin. Allir kaupaýslumenn vita, hve nauðsynlegt það er að láta bréf og er- indi aldrei safnast fyrir á skrifborðinu sínu. Það er svo margt, sem við erum ekki viðbúnir að gera í dag, og á morg- un getum við ekki heldur ákveðið okk- ur og innan skamms er skrifborðið eins og ruslakista. Það þarf siðferðilegt hugrekki til þess að nota pappírskörfuna nóg! Sumir starfa þó að allt sé á sundi kringum þá, blöð eins og skæðadrífa á skrifborðinu, í hyllunum, á stólunum og gólfinu. Ég skil það ekki. Ösvarað bréf gengur aftur í heilanum á mér, þangað til ég hef svarað því. Listin í lífinu er sú að vinsa úr og ónýta! Það eru leyfar hins liðna, sem hindra framfarirnar og seinka þeim. Stíflaður! Stíflaður! Það er saga skól- ans, kirkjunnar og þjóðfélagsins. Stífl- aður af melétnum hugsjónum, erfð- bundnum skilningi, úreltum hugmynd- um og þröngsýnum siðferðishugsjónum. Fortíðin skapar nútíðina; brumhlíf- arnar skýla blóminu, en ef það varpar þeim ekki af sér þá kæfa þær það og bana því. — Öll óréttlát forréttindi eru aöems stífla í æð lítsins. Þegar réttlætið getur ekki liðið áfram og stíflast af sið- um og venjum, en getur ekki runnið farveg nýrra hugsana, þá myndast pytt- ir og lón forréttinda, full af eitri og lífs- gróðri sníkjudýra. Fagur mundi heimurinn verða, ef við gætum þokast áfram án þess að skeyta um fortíðina. Fortíðin á að kenna oss en ekki fjötra oss. Hún er pest en ekki blessun ef hún ekki styrkir og hvetur oss til að halda áfram. Heimurinn helst ungur, grænn og heilbrigður af því að jurtirnar deyja og rotna, af því að vötnin renna í sífellu, stofnarnir falla í rúst og gamlar hug- myndir veslast upp. Náttúran er nógu sterk til þess að varpa úrganginum á ösknhaupinn og hvert vor færir ný blóm og hvert haust nýja ávexti. Frank Crane. 400 bœkur árlega í skjala- og bókasafni samveldisþings Bandaríkjanna eru árlega skráðar 400 nýjar bækur um áfengismál. Sýnir það, eins og margt annað, hve margir hugleiða af fullri alvöru þetta gamla og illkynjaða vandamál þjóðanna. Umferðarslys í Evrópu 1954, samkvœmf skýrslu Samein- uSu Þjóðanna Lönd Dau'ðaslys Slasaðir samtals Belgía 764 33,823 34,587 Danmörk 609 13,910 14,519 Frakkland .... 6,755 118,215 124,970 Vestur-Þýzkal. 11,070 253,286 264,356 StóraÖretland . . 195,716 Grikkland .... 175 2,650 2,825 Irland 261 3,723 3,984 Italía 4,648 77,038 81,686 Luxemburg 72 1,163 1,235 Noregur 3,665 Svíþjóð 899 13,460 14,359 Svissland .... 889 20,631 21.520 Júgóslavía .... 340 1,662 2,002 19,039 539,561 765,424 í samanlögðum tveim dálkunum fyrstu eru Bretland og Noregur undanskilin. Ekki þurfti annað en veikan pilsner Bindindismaður nokkur í Esbjerg í Dan- mörku var tekinn hér á dögunum og sak- aður um ölvun við akstur, en aumingja maðurinn vissi, að hann var saklaus af að hafa drukkið annað en hinn veika pilsner, sem bindindismönnum á sumum Norður- löndum er leyft að drekka. Læknir gaf hon- um það vottorð, að hann gæti ekki hafa verið undir áhrifum áfengis. Málið var ekki þar með útldjáð. Blóðrannsókn sannaði, að áfengismagnið í blóðinu var 1,41 promille, og það er ekki svo lítið. Maðurinn kannaðist við að hafa drukkið 10—15 bjórflöskur af þessu leyfilega öli, en það nægði til að gera hann hættulegan ökumann, og þannig var hann tekinn.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.