Reykvíkingur - 23.05.1928, Síða 26
56
REYKVÍKINGUR
Yísindaleiðangur
til
Grænlands.
Danir gera úf í ár stóran
vísindaleiðangur til Grænlands.
Eru veittar til hans á fjárlög-
unum 90 þús. kr., en Carls-
bergssjóðurinn leggur tram 50
þúsundir.
Einokunar-verzlunin græn-
lenzka leggur til leiðangurs-
skipið, en það er skipið „Godt-
haab" {seglskip með gufuvél)
en flotamálaráðuneyfið hefur
kostað nauðsynlegar breyling-
ar á því og leggur fil áhöfnina-
Fararforinginn er Riis Car-
síensen hötuðsmaður.
Það er sjórinn við veslur-
sfrönd Grænlands, sem á að
rannsaka, alt trá suðuroddan-
um norður í Etah. Er búist við,
að för þessi muni veíta vit-
neskju um margt viðvíkjandi
fiskigöngum við Grænland.
Gert er ráð fyrir að haldið
verði aftur heim með haust-
inu, nema skipið teppist af ís
norður í Meville-flóa. En komi
það fyrir sem vel getur orðið,
þá hafa skipverjar með sér
nógar vistir og annan úfbúnað
og geia þolað vefurselu þar
nyrðra.
Gert var ráð fyrir að leið-
angursmenn legðu af stað frá
Kaupmannahöfn 5. mai, og að
komið yrði viö hér á landi,
annaðhvort á Austfjörðum eða
í Reykjavík.
Hcstapjófur
með skammbyssu.
I Sjöbo í Svípjóð, nálægt Lundi,
bar það við i. þ. m. að tvítugur
vinnumaður að nafni Karl Ander-
sen, strauk og stal hesti, en lög-
reglan náði honum, og fór með
hann í fangelsi. En þegar pangað
kom, tók hann upp hjá sér skamm-
byssu og ógnaði lögreglumönnun-
um með henni, og slapp hann
þannig frá peim. En hann var
eltur, og pegar rétt var komið að
pví að honum yrði náð, tók hann
að skjóta á hópinn, sem elti hann.
Skaut hann þrem skotum, en hitti
engan. Faldi hann sig síðan bak
skíðgarð; en er hópurinn nálgað-
ist aftur, skaut hann sig þrem
skotum, er öll hæfðu nálægt hjart-
anu. Hann var með lífsmarki pegar
komið var að honum, en var ör-
endur pegar komið var með hann
á sjúkrahúsið í Lundi. Ekki er
kunnugt hvað hafði leitt pennan
ógæfusama ungling til þess verkn-
aðar, annað en pað, að hann var
undir áhrifum víns,