Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 7

Vera - 01.10.1991, Blaðsíða 7
FJALLKONAN konan er á engan hátt séríslenskt tákn, heldur ævafornt Indó- evrópskt tákn, sem íslenskir þjóð- ernissinnar tóku upp um alda- mótin átján hundruð, færðu í íslenskan búning og settu í íslenskt umhverfi. Eggert Ólafs- son var einna fyrstur til að tigna landið sem Fjallkonu í kvæði sínu ísland, sem hann orti um 1800. Eiríkur Magnússon lét síðan þýskan myndlistarmann gera gru nnrnynd að Fjallkonunni 1872. Bróðir Eiríks, listamaður- inn Helgi, fullvann síðan þá mynd og varð hún útbreidd hér á landi og er enn mörgum kunn. Bene- dikt Gröndal notaði hana t.d. í minningarbréfinu, sem hann gaf út vegna þúsund ára afmælis íslandsbyggðar 1874. Greining á táknum hinnar sígildu Fjallkonumyndar sýnir að hún er í senn persónugervingur íslenskrar náttúru, íslenskrar tungu, sögu og menningar. Hún er tákn kyrrstöðu, hún er ljallið og byrgið. Hún er hinn óhaggan- legi klettur, hornsteinninn og há- sætið, sem synir hennar setjast á til að öðlast áhrif og völd. Klæðn- aður hennar er tákn landsins, við hana leikur haflð sem hefur margræða merkingu. Hafið er tákn tærleikans og hefur gegnt hlutverki skírlífisbeltis, það ver landið fyrir erlendum áhrifum og árásum. Haflð er líka uppspretta lífs og andríkis og á Ijörur Fjall- konunnar rekur handrit, sem hún heldur traustataki um. Handritin tákngera í senn ís- lenska sögu, tungu og menningu. En nú er hún með sverð í hendi... Já en það er í hvíldarstöðu. Sverð tákngerir í senn andlegt hugrekki og líkamlegt atgervi, en sverð í kvenmannshendi og i hvildar- stöðu tákngerir fyrst og fremst andríki og hetjulund hugans. Leið íslenskra karla til valda, barátta þeirra og stríð, var eingöngu háð með vopnum andans. Og svo er hún með eindæmum hárprúð Hár hennar er sítt og frjálst, draumsýn sona hennar um frelsi sitt og landsins. Augun eru skarpleit, tákn andríkis, innsæis og skarpskyggni. Hún lítur til fortíðar, til endurvakningar þjóð- arinnar og tákngerir að styrkur Islendinga liggi í sögunni og að Það er oft litið svo ó að Fjallkonan tákngeri frelsi og sjálfstœði íslenskra kvenna. Það er hins vegar skoðun mín að frá sjónarhóli kvenna megi ekki síður líta á Fjallkonuna sem tákn takmarka og kyrrstöðu. íslenskar kven- réttindakonur hafa einnig haft sterka tilhneigingu til að beina baráttu sinni fyrir auknum réttindum inn á farveg „mœðrahyggju11. sagan er mikilvægt og mikilvirkt afl fyrir endurreisn og endur- sköpun þjóðarinnar. Kórónan er úr ísbroddum og innan hennar leika eldlogar. Eldurinn og ísinn eru augljóst tákn landsins, en eldur er einnig ævafornl kven- kennt tákn - tákn um sköp- unarmátt kvenna og hæfileika þeirra til að umbreyta efni, eins og hráefni í mat. Eldur á höfði konu tákngerir líka andlega atorku kvenna, sem hvetur til dáða og endurnýjunar. Himinninn er stjörnubjartur en samkvæmt Indóevrópskri trú er nátthiminn með stjörnum og tungli kvenkenndur meðan sól og dagur er karlkennd. Vaxandi tungl táknar andlega fæðingu og vöxt, endalok myrkrar fortíðar og upphaf bjartrar framtiðar. Stjörnurnar eru tákn meðvit- undar og andlegs auðs. Þær tákna synina, sem hafa hlotið andlega endurfæðingu fyrir til- stilli móðurinnar og orðið að ódauðlegum hetjum. En þótt þeir séu ódauðlegir mega tengslin við móðurina aldrei rofna, því frá henni er ódauðleiki þeirra sprott- inn. Ejallkonan situr, hún er óhreyfanleg og óbifanleg. Aðeins annar fótur hennar sést og hann er í hvíldarstöðu, smár og vaflnn. Hún er ekki vís til að rísa á fætur og heljast handa. Fjallkonan nýtir ekki eiginleika sína sjálfri sér til framdráttar, nei hún er lindin, móðirin. sem synir hennar nær- ast á til að viðhalda þjóðarsjálflnu og karlmennsku sinni. En af þvi að hún veitir og nærir, þá þurfa synirnir stöðugt að vera á varðbergi og gæta þess að hún aðhafist ekkert sem gæti leitt til þess að hún glataði hreinleika sínum og tærleika, þvi ef það gerist er stoðum tilvistar þeirra hnekkt. Fjallkonan var því tákngerv- ingur hinna kvenkenndu þátta sem voru undirstaðan að karl- mennsku og völdum íslenskra karla. Hún er á þann hátt karllegt tákn, tákn frelsis karla og sjálfstæðis. En hvaða þýðingu hefur Fjall- konan þáfyrir konur? Það er oft litið svo á að Fjall- konan tákngeri frelsi og sjálfstæði íslenskra kvenna. Það er liins vegar skoðun mín að frá sjón- arhóli kvenna megi ekki síður líta á Fjallkonuna sem tákn takmarka og kyrrstöðu. Fjallkonan er ekki aðeins aðaltákn íslenskrar þjóð- frelsisbaráttu heldur og eina per- sónugerða þjóðartáknið. íslensk- ar konur persónugerðu Fjallkon- una með því að klæðast íslenska skautbúningnum, sem hannaður var af Sigurði Guðmundssyni málara og náði miklum vinsæld- um sem hátíðarbúningur á seinni hluta 19. aldar. Á sama tíma fóru íslenskar konur í æ ríkara mæli að klæðast peysufötum, eða íslenskum búningi sem var talinn þjóðlegur og andstæður hinum svokallaða danska búningi. Á þann hátt voru konur á íslenskum búningi í táknrænni miðju þjóðfrelsisbaráttunnar, í Inga Dóra á góðri stund.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.